Þjóðlíf - 01.07.1988, Side 13

Þjóðlíf - 01.07.1988, Side 13
INNLENT ngum ✓ Jón Asgeir Sigurðsson fylgdist innanbúðar með aðgerðum bandarískra Grœnfriðunga þegar þeir hertóku Jökufellið: þarna í Glocester var í fullu starfi hjá sam- tökum Grænfriðunga, annaðhvort á prós- entum við það að safna peningum, rann- sóknarstörf eða að skipuleggja mótmælaað- gerðir. Flest voru búsett á austurströnd Bandaríkjanna, þar á meðal í höfuðborginni Washington. Nokkrir voru með háskólapróf í líffræði eða félagsvísindum. Ýmsir sögðu sögur af svaðilförum við klifur upp skýja- kljúfa til að koma fyrir mótmælaskiltum eða hlekkja sig fasta, eða við önnur mótmæli gegn mengun. Einhver minnti á að Græn- friðungar væru „neptúnsk'* samtök, þau hefðu alla tíð lagt megináherslu á það að vernda lífríki sjávar. Um miðnættið gengu menn til náða, lágu á gólfum og í rúmum á nokkrum samliggjandi herbergjum. Campbell Plowden, sem ásamt Randy Jones stjórnaði aðgerðunum, ræsti mig tveimur tímum áður en von var á Jökul- fellinu. Þá voru Grænfriðungar komir á stjá og voru að gera klárt í bátana. Þeir höfðu flutt fimm gúmbáta í stórum flutningabfl til Glocester og voru að ræsa utanborðsmótor- ana. Síðan var siglt niður eftir ánni sem hót- elið stendur við og haldið út á höfnina í Glocester. Grænfriðungar höfðu fylgst með ferðum Jökulfellsins og vissu að ekki væri ætíð staðið við tímasetningar. Þeir vildu ekki missa af skipinu, svo að það var beðið rúmlega klukkustund í höfninni. Á meðan fylgdist njósnahópur með ferðum skipsins á ytri höfninni og var í talstöðvasambandi við gúmbátamenn. Skipuleggjendur höfðu fylgst með skip- inu, þegar það hafði áður komið til Glocest- er og séð hvernig áhöfnin reisti bómurnar á Meðferðis voru stórir mótmælaborðar gegn innflutningi á íslenskum fiski meðan á hvalveiðum stæði. skipskrönunum tveimur áður en lagst var að bryggju. Ætlunin var að taka kranana tvo traustataki, læsa uppgönguleiðum, festa fjallgönguvaði á milli bómanna og hanga þannig yfir lestum Jökulfellsins. Með því móti yrði ógerlegt að skipa upp úr lestum skipsins. Um morguninn höfðu nokkrir liðsmenn bæst við, þar á meðal gamalreyndur Græn- friðungur, Flip að nafni. Hann hafði stjórnað fjölmörgum aðgerðum á austurströndinni, þar sem aðallega var ráðist á gúmbátum gegn mengun frá iðnverum. Læðast Grænfriðung- ar í skjóli nætur og troða töppum upp í túlann á ræsum til þess að hindra að mengandi frá- rennsli komist í vötn og hafið. Flip minnti helst á herforingja þegar hann spurði grimmt um stöðu undirbúnings skipstökunnar og gerði ýmsar athugasemdir, sem voru þegar í stað teknar til greina. Mér varð smám saman ljóst að þarna voru að verki einarðir, harðskeyttir atvinnumenn sem undirbjuggu aðgerðirnar af kostgæfni. Campbell lagði reyndar áherslu á það, að þau mundu forðast að meiða menn eða valda skemmdum á eignum. Átta manns færu um 13

x

Þjóðlíf

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.