Þjóðlíf - 01.07.1988, Síða 15

Þjóðlíf - 01.07.1988, Síða 15
INNLENT Náttúran Ferðamenn tollaðir Ferdamenn á leið um Norðausturland hafa kvartað undan gjaldtöku fyrir sturtubað í Ásbyrgi. í Mývatnssveit er fyrirhugað að taka gjald af ferðamönnum sem skoða vilja fagra staði í sveitinni. í sumar hefur borið mun meira á íslenskum ferðamönnum en er- lendum á hefðbundnum ferðamannastöðum norðanlands. Eitt af því sem óneitanlega hefur vakið at- hygli ferðamanna íslenskra sem eru á ferða- lagi um „eigið land“ erhin margvíslega gjald- taka sem tekin hefur verið upp víða á vinsæl- um ferðamannastöðum. Þjóðlífi bárust þær fréttir úr Ásbyrgi að túristum einhverjum hefði þótt heldur súrt í broti að þurfa að greiða fyrir að þvo af sér ferðarykið í sturtu á tjaldsvæðinu þar. Samkvæmt upplýsingum Sigrúnar Barkardóttur, landvarðar í Ás- byrgi eru þar nokkurskonar sjálfsala-sturtur, sem fólk þarf að kaupa sér sérstaka mynt til að komast í. Myntin kostar 75 krónur og það er ekki fyrr en myntin er sett í slíðrið, sem þægilega heitt vatn fer að renna úr sturtunni. En sælan stendur þó ekki lengi, því eftir 5 mínútur skrúfar sturtan fyrir sig sjálf, og ef viðkomandi er enn með næringuna í hárinu, verður hann að gjöra svo vel og kaupa aðra mynt fyrir 75 krónur. Það getur sem sagt kostað fólk 150 krónur að fara í almennilegt bað. Það er ekki undarlegt þó einhverjum Is- lendingnum, sem er vanur því að bruðla með heita vatnið, bregði ónotalega við slíkar hömlur. Aðspurð, sagði landvörðurinn í Ás- byrgi að þetta væri gert vegna þess að mikill kostnaður lægi í rekstri tjaldsvæðanna og þeirri þjónustu sem boðið er uppá í Ásbyrgi, og allt vatn þarf að hita þar með rafmagni sem er mjög dýrt. Ekki hefði borið mjög mikið á því að íslenskir ferðamenn kvörtuðu yfir þessu dýra baði, en brögð hafa verið að því að útlendingar taki frekar þann kost að þvo sér hálfgerðum kattarþvotti við vask- ana, nú eða jafnvel að baða sig undir kalda- vatnskrana, sem er staðsettur við sturturnar í þjónustumiðstöðinni. Það er semsagt ekki nóg með að fólk þurfi að greiða fyrir tjald- stæðin, sem kosta 150 krónur yfir nóttina fyrir manninn auk 150 króna fyrir tjaldið. Á öðrum vinsælum ferðamannastað á Norðausturlandi, í Mývatnssveit, þarf einnig að greiða fyrir aðgang að sturtunum, en þar getur fólk þó komist að skaplegri kjörum. Þar þarf að borga um 50 krónur fyrir sturtu- baðið, en því gjaldi fylgir sá lúxus, að engin tímatakmörk eru sett á veruna í sturtuklef- anum. Fólki er frjálst að vera í baðinu allan daginn, ef þeir kjósa. í samtali við sveitarstjórann í Mývatns- sveit, Jón Pétur Líndal kom fram, að Mý- vatnshreppur er að fara í gang með tilraun til þess að selja ferðamönnum aðgang að fögr- um, vinsælum, stöðum við Mývatn. Tilraun- in hefst á einum af fegurstu reitum við Mý- vatn, sem er í eigu Mývatnshrepps. Þetta er svonefndur Höfði, en þar er meðal annars mikil blóma og trjárækt. Þar hefur hreppur- inn starfsmann, sem hefur eftirlit með staðn- um og hreinsar til, plantar út blómum og lítur eftir öllu. Þarna hafa líka verið lagðir göngustígar, komið upp kömrum og þess háttar. Nú til þess að fá inn peninga til að standa straum af þessum kostnaði hefur hreppurinn ákveðið að selja aðgang að Höfða. Frá því um miðjan júlí kostar það fólk 50 krónur að fá að ganga um Höfða og njóta náttúrufegurðar hans og friðar. Fólk getur dvalið á svæðinu, borðað nestið sitt og haft það náðugt þarna allan daginn, en klukkan 8 á kvöldin er hliðinu læst og miða- sölumanneskjan heldur heim á leið. Jón Pét- ur sagði að mikill áhugi væri á því í hreppn- um að koma slíku gjaldi upp á fleiri stöðum við Mývatn, þetta væri bara byrjunin. Annars er allt gott að frétta úr ferðabrans- anum á Norðausturlandi. Veður hefur verið með ágætum það sem af er sumri, og í Ás- byrgi og þar í kring hafði orðið mikil fjölgun ferðafólks frá því í fyrra. Það lítur einnig út fyrir að íslendingar séu farnir að ferðast meira um landið sitt en áður, því að á báðum þeim stöðum sem Þjóðlíf hafði samband við, hefur átt sér stað áberandi fjölgun íslenskra ferðamanna, en þeim útlendu hefur hins vegar heldur fækkað. MS 15
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Þjóðlíf

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.