Þjóðlíf - 01.07.1988, Page 24

Þjóðlíf - 01.07.1988, Page 24
ERLENT Bretland Deilt um atvinnu- leysistölur Norman Fowler í gervi Nelson flotaforingja. Hann ber atvinnuleysissjónaukann upp að blinda auganu og segir: „Ég sé enga heri atvinnulausra". Um þrjár milljónir manna hafa enga atvinnu í Bretlandi en um þessar mundir er meira rætt um fjölda þeirra en vanda. Atvinnuleysi í Bretlandi hefur minnkað á síðustu tveimur árum og er ástæðan einkum sú að breskur efnahagur hefur dafnað vel. Um þetta er ekki deilt. Ríkisstjórnin birti hins vegar nýverið tölur um atvinnuleysi sem gagnrýndar hafa verið. Samkvæmt tölum at- vinnumálaráðuneytisins voru 800 þúsund færri atvinnulausir í maí síðastliðnum en í sama mánuði 1986 og um 500 þúsund færri en á sama tíma og í fyrra. Ef marka má þessar tölur þá er atvinnuleysi í Bretlandi nú um 9,5%, fjóru og hálfu prósenti minna en þegar ástandið var sem verst fyrir um tveimur ár- um. Til samanburðar benti breski atvinnu- málaráðherrann, Norman Fowler á, að í Frakklandi Mitterands væri atvinnuleysið um 10,5%. Ríkisstjórnin hefur margoft verið gagn- rýnd fyrir þær aðferðir sem hún notar við að mæla atvinnuleysi. Hún miðar einungis við þá einstaklinga sem þiggja atvinnuleysisbæt- ur. Á undanförnum árum hefur þeim ein- staklingum fækkað af fleiri ástæðum en þeirri að þeir hafi fengið atvinnu. Breytingar hafa verið gerðar á atvinnuleysisbótakerfinu sem hafa haft þau áhrif að erfiðar hefur reynst að fá bætur með þeim afleiðingum að færri hafa fengið þær. Efnahags- og framfarastofnunin, OECD, mælir með öðrum aðferðum til þess að finna fjölda atvinnulausra. Væri þeim aðferðum beitt kæmi í Ijós að atvinnulausum hefði fækkað um einungis fjórðung af því sem hið opinbera heldur fram, OECD telur að væn- legasta leiðin til þess að finna fjölda atvinnu- lausra sé að spyrja stórt úrtak atvinnubærra manna um stöðu sína. Richard Layard, pró- fessor við London School of Economics, hef- ur á undanförnum tveimur árum beitt að- ferðum sambærilegum við þær sem OECD mælir með. Samkvæmt niðurstöðum hans fækkaði atvinnulausum frá maí ’87 til maí ’88 um 127 þúsund en ekki 500 þúsund eins og ríkisstjórnin heldur fram. Layard hefur einn- ig bent á að séu sömu aðfeðir notaðar við að telja atvinnulausa nú og fyrir tveimur árum þá hafi þeim ekki fækkað um 800 þúsund, á sama tíma, heldur 580 þúsund. Á meðan flestir fagna þeim árangri sem ríkisstjórn Thatchers hefur náð að undan- förnu í baráttunni gegn atvinnuleysi þá eru margir sem spyrja af hverju hún beri ekki saman sambærilegar tölur og sýni hinn raun- verulega árangur. Er hún e.t.v. að draga athyglina frá aðalvandanum sem er líf og hamingja þeirra um þriggja milljón einstak- linga sem enn ganga atvinnulausir? ÁF 24

x

Þjóðlíf

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.