Þjóðlíf - 01.07.1988, Page 26

Þjóðlíf - 01.07.1988, Page 26
ERLENT Togast á um klám I umrœðu á Norðurlöndum um klám hafa gjörólík viðhorf orðið ofan á í löggjöf; Norðmenn eru strangir, Danir frjálslegir, en Svíar mitt á milli. Þó svo margt sé líkt með skyldum hafa menn reynt það í norrænni umræðu og samvinnu að viðhorf þjóðanna eru oft á tíðum ákaflega ólík. Nú síðast hefur þetta sýnt sig í klámum- ræðu sem nokkur hefur verið í Skandinavíu. í Noregi, Danmörku og Svíþjóð hafa tekist á andstæðingar klámiðnaðarins og svo þeir er ekki telja ástæðu til að amast sérstaklega við þeim þætti tilverunnar. Niðurstöður um- ræðnanna endurspegla e.t.v. nokkuð þau lyndiseinkenni sem gjarnan hafa þótt prýða viðkomandi þjóðir. Niðurstaða umræðunnar í Noregi varð einföld. Par er allt klám nú bannað og engar refjar. Munu Norðmenn nú búa við ströngustu löggjöf allra vestrænna þjóða í þessum málum. Bann þetta hafðist í gegn með samvinnu hefðbundinna andstæð- inga allrar umfjöllunar um kynferðismál, kristinna íhaldsmanna, og síðan margra þeirra er kenna sig við einhverskonar vinstr- istefnu eða femínisma. Voru þar í forystu maoistar sem enn eru nokkuð sterkir í Nor- egi. í Danmörku varð þveröfug skoðun ofan á. Ekkert mun verða hróflað við því algera frelsi er ríkir. Líkt og í Noregi voru það aðilar á vinstrivæng stjórnmálanna er veru- lega ýttu umræðunni af stað. Nánar til tekið átti hún sér stað fyrst og fremst innan sósía- líska þjóðarflokksins (SF). í annarri fylking- unni voru klámandstæðingar undir forystu h Myndin er eftir Birney Lettick (1975) og heitir „Intellektual Stimulation". Þætti eðlileg í Danmörku en yrði að líkindum bannvara í Noregi og Svíþjóð. eins þingmanna flokksins, Ruth Olsen. Var þar haldið fram þeim rökum er hluti femín- ista aðhyllist sem sé að klám ýti undir kvennakúgun og kvenfyrirlitningu og því sé ekki síður ástæða til að banna það en skrif kynþáttafjandsamlegs eðlis. Frelsi klámiðn- aðarins hvíli á ófrelsi og kúgun annarra (kvenna) og sé því í raun ekkert frelsi sem vert sé að verja. í hinni fylkingunni bar ekki hvað síst á Dorte-Maria Bjarnov sem er að mörgu leyti sérstæð kona. Hún er mjög virk innan stjórn- málahreyfingar sósíalista og hefur meðal annars verið ritari Kaupmannahafnardeildar SF. En jafnframt hefur hún opinberlega lýst yfir að hún hafi sadomasochiskar tilhneig- ingar og hafði frumkvæði að stofnun sam- taka slíks fólks (SMil). Að hennar mati gera klámandstæðingar allt of mikið úr vitundar- áhrifum klámsins. Sjálf noti hún slíkt sem örvun og til að auka fjölbreytni kynlífs síns. Aðspurð hvort þessi tilhneiging hefði ekki óheppileg áhrif á hennar félagslegu tengsl og pólitískt starf svarar hún eindregið neitandi. Hún, líkt og fólk almennt, eigi ekki í neinum vandræðum með að greina sundur ímyndan- ir og raunveruleika. Ekki sé heldur nein ástæða til að ætla að hún láti tilhneigingar sínar í kynlífi hafa áhrif á önnur svið tilver- unnar, frekar en þeir sem „eðlilegir" teljast. Er skemmst frá því að segja að skoðun Dor- te-Maria varð ofan á í sósíalíska þjóðar- flokknum og mun nú óhætt að segja að mjög breið einnig ríki í Danmörku um að ekki sé rétt að hrófla við því frelsi sem þar ríkir í þessum málum. Rétt er og að geta þess að Dorte-Maria og stuðningsmenn hennar fengu öflugan og mikilsverðan stuðning frá einum af kunnari afbrotafræðingum Dana, Berl Kutchinsky. Sá hefur rannsakað hvort eitthvert samband sé milli kynferðisafbrota og kláms og ritað um það bók. Þar kveðst hann sýna fram á að ekkert samband sé milli klámneyslu og nauðgana eða annarra slíkra afbrota. Klám hvorki dragi úr né auki tilhneigingar til kyn- ferðisafbrota. Raunar sé unnt að finna sam- band á einu sviði. Kynferðisafbrotum gagn- vart börnum hafi stórlega fækkað í Dan- mörku með því að klám var gefið frjálst. Þar sé ljóst að klámið hafi veitt útrás tilhneiging- um sem áður bitnuðu á börnum. Má telja nokkurn veginn víst að innlegg Berls í um- ræðuna hafi átt stóran þátt í hvernig fór. Líkt og svo oft áður fara Svíar milliveginn. (Þátttakandi í annarri sænskri umræðu lét hafa eftir sér að þarlend niðurstaða yrði oftar en ekki meðalgildi meðalgilda meðaljón- anna). Þar hefur nú verið ákveðið að banna hluta klámsins þ.e. þær kvikmyndir og myndbönd er höfði til sadomasochiskra til- hneiginga. En Svíar hafa allnokkra tilhneig- ingu til að áh'ta að vandamál leysist séu þau bönnuð. Var hálfkostulegt að fylgjast með því er þingið tók sig til nú fyrir sumarleyfið og bannaði neyslu eiturlyfja en áður hafði sjálf neyslan ekki verið ólögleg þó öll með- ferð væri það. Var til þessa banns gripið þrátt fyrir að flestir tilkvaddir umsagnaraðilar væru því andvígir og teldu bannið ýmist gagnslaust eða jafnvel skaðlegt. Borgara- flokkarnir hafa á hinn bóginn árum saman krafist þessa banns og mun ástæða sam- þykktar þess nú vera að kratar vildu ekki að þetta yrði gert að kosningamáli. Svo aftur sé vikið að kláminu verður ekki sagt að mikil umræða hafi átt sér stað áður en til banns var gripið. Enginn hreyfing varð gegn bannáformunum, enginn hinna veru- lega skoðanamótandi aðila samfélagsins hélt uppi vörnum fyrir klámið. En á hinn bóginn má einnig segja að klámandstæðingum hafi ekki gengið sem best að blása málið upp. í Svíþjóð eru það fyrst og fremst konur úr kommúnistaflokknum (VPK) sem reynt hafa að blása til andófs en svo virðist sem allmargir hafi af þessu litlar áhyggjur. Mönn- um stendur víst nokk á sama um þær fáu klámbúllur sem enn þrauka. Þó hefur aðeins borið á því að afgreiðslufólk verslana (og þá 26

x

Þjóðlíf

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.