Þjóðlíf - 01.07.1988, Side 27

Þjóðlíf - 01.07.1988, Side 27
ERLENT ÍJprte Maria Bjarnov úr SF í Danmörku kveður klámandstæöinga gera alitof mikið úr vUundaráhrjfgm klámsins. Sjálf noti hún slíkt sem örvun... ekki hvað síst samvinnuhreyfingarinnar) hafi óskað eftir því að svokölluð karlablöð séu ekki til sölu í verslununum og hefur þeim orðið nokkuð ágengt. Einnig hefur þess orð- ið vart hér í Lundi að kaupmenn hafa orðið við tilmælum um að hafa blöð þessi ekki í sýningargluggum verslana sinna. En hvað svo sem líður deilum um klám og áhrif þess virðast sænskir dómstólar hallast að því að þau séu heldur skaðleg. í þeim undarlegu réttarhöldum yfir læknum tveim ásökuðum um morð, sem nokkuð hefur verið fjallað um hér í Þjóðlífi hefur það nú gerst að rétturinn hefur fallist á að lögð verði fram sem sönnunargagn myndbönd sem fundust á heimili annars læknanna. Mun þar vera á ferðinni heldur suddalegt ofbeldis- klám og vill ákærandinn með sýningu þeirra undirstrika „pervert" eðli læknisins og þá jafnframt undirbyggja þá skoðun að manni með slíkar tilhneigingar sé til alls trúandi. Er ákvörðun réttarins mjög umdeild og þeirri spurningu hefur verið varpað fram hvort það skuli teljast manni, sökuðum um kynferðis- afbrot gagnvart börnum, til sektar ef hjá honum finnst eintak af Lolitu Vladimirs Nabakovs. Lundi 17. 6.1988/lngólfur V. Gíslason Öryggi fyrirtækja Hefur fyrirtæki þitt orðið fyrir innbroti, skemmdum sökum vatns eða eids? Þurfa vélar og tæki sem eru í gangi á nóttinni örugglega ekki eftirlit? Öryggis- miðstöðin veitir þér þessa þjónustu. Leitaðu tilboða þér að kostn- aðarlausu. ÖRYGGISMIÐSTÖÐIN Hamraborg 1, 200 Kópavogi, sími 641332, box 202-487 27

x

Þjóðlíf

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.