Þjóðlíf - 01.07.1988, Qupperneq 48

Þjóðlíf - 01.07.1988, Qupperneq 48
MENNING Vinn að verkum fyrir Grundfirðinga og ísfirðinga Viðtal við Steinunni Þórarinsdóttur myndhöggvara Steinunn Þórarinsdóttir myndhöggvari stundaöi nám í Fine Artdeild í Portsmouth Politechnic myndlistarskólanum í Bret- landi á árunum 1974-1979 og lauk þaðan BA prófi. Þaðan hélt hún til Ítalíu og stundaði nám í Bologna Akademíunni 1979-1980. Hún hefur haldið 5 einkasýn- ingar í Reykjavík, síðast á Kjarvalsstöð- um 1987, sem var einhver mest heillandi og eftirminnilegasta myndlistarsýning sem undirrituð hefur séð. Auk þess hefur hún tekið þátt í fjölda samsýninga hér á landi og erlendis m.a. á Ítalíu, í Danmörku og nú síðast á Scandinavia Today í Bandaríkjunum. Hún á verk ásamt 4 öðr- um íslenskum myndlistarmönnum á 3ja mánaða sumarsýningu í Gautaborg í sumar. Sú sýning nefnist 5 Dimensioner og er á vegum Röhsska-safnsins í Gautaborg og sú sýning verður síðan sett upp í Norræna húsinu í Færeyjum. Stein- unn er óneitanlega ein af okkar efnileg- ustu myndhöggvurum og það eru greini- lega fleiri en við á skerinu sama sinnis. Hún er nú nýkomin heim frá Cleveland í Bandaríkjunum og ég innti hana eftir er- indinu. — Ég á nokkur verk sýningunni Scandinavia Today, sem hefur verið sýnd undanfarið bæði í Japan og Bandaríkjunum. Norræna ráðherranefndin skipulagði þessa farandsýn- ingu og það er einmitt hún sem bauð mér, ásamt finnskum myndlistarmanni að halda 3 fyrirlestra um verk mín og vinnuaðferðir í Cleveland í Bandaríkjunum. Ég hélt fyrir- lestur fyrir opnun sýningarinnar þar og síðan hélt ég 2 fyrirlestra í háskólum í Cleveland og nágrenni. Þetta gekk bara mjög vel, það var góð aðsókn og virtist vera mikill áhugi. Hefurðu selt einhver verka þinna á sýning- unni? — Já, enn sem komið er hef ég selt eitt verk. Bandarískur listaverkasafnari skrifaði mér um daginn og falaðist eftir einu verk- anna og nú hefur verið gengið frá þeirri sölu. Það var stórt verk úr gleri og járni. Vinnurðu aðallega í þau efni? — Nei, ég vinn alltaf í mörgum efnum jöfnum höndum, svo sem leir, gler, járn og blý. Það fer eftir hugmyndinni hvaða efni ég nota. Mér finnst gott að fara öðru hverju úr þungu efnunum eins og leir, sem fylgir flók- inn og langur prósess, í önnur efni þar sem ég get unnið meira í efnið sjálft og séð árangur- inn fyrr. Er eitthvert ákveðið meginþema í verkum þínum? — Ja, kannski það að ég hef alltaf unnið útfrá manneskjunni. Útfrá minni upplifun af umhverfinu og manneskjunni í því. Stundum eru þau jafnvel eins og litlar sögur, stundum bara einhver tilfinning eða hugsun. Verkin 46 Steinunn Þórarinsdóttir myndhöggvari. Manneskjan vill alltaf ná svo langt, kánnski lengra en hún í rauninni kemst..
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Þjóðlíf

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.