Þjóðlíf - 01.07.1988, Side 49

Þjóðlíf - 01.07.1988, Side 49
MENNING hafa verið að breytast í gegnum árin, mér finnst ég vera að teygja á getu mannsins, oft læt ég hann gera hluti sem eru ólógískir. Ég reyni að sjá hann fyrir mér í aðstæðum sem hann gæti kannski aldrei komist í. Manneskj- an vill jú alltaf ná svo langt, lengra en hún kannski í rauninni kemst. En þetta er nú ekki alltaf svona meðvitað. Oftar er þetta hug- mynd, sem ég framkvæmi án þess að vera búin að skilgreina hana sem slíka. Stundum veit ég ekki fyrr en löngu seinna af hverju ég gerði hlutinn svona, kannski veit ég það aldrei. Þetta gerist kannski miklu meira í undirmeð vitundinni. Hvað er svo á döfinni í nánustu framtíð? — Ég er um þessar mundir að vinna að verkefni fyrir Grundarfjörð. Það er stórt úti- verk, minnisvarði um sjómenn, sem á að rísa við kirkjuna á staðnum. Verkið mun verða tæpir 6 metrar á hæð og verður unnið úr ryðfríu stáli og bronsi. Það skírskotar til sjó- mannskonunnar og hennar hlutskiptis, sem vill alltof oft gleymast. Auk þess endurspegl- ar það að einhverju leyti umhverfi Grundar- fjarðar. Síðan hef ég nýlokið við gerð tillögu að inniverki fyrir stjórnsýsluhúsið á ísafirði. Við vorum 5 myndhöggvarar sem var boðið að taka þátt í lokaðri samkeppni um þetta verk. Nú og svo er ég á förum til Sveaborgar, sem er samnorræn listamiðstöð, á eyju rétt fyrir utan Helsinki. Þar verð ég í 2 mánuði á gestavinnustofu. Ég mun að öllum líkindum nýta þann tíma í hugmynda- og skissuvinnu, en þó er aldrei að vita hvort ég fer jafnvel útí einhverja skúlptúrvinnu. Er myndlistin erfiður bransi? — Hann er að mörgu leyti mýkri hér á landi en víða erlendis þar sem samkeppnin er geigvænleg og harkan mikil. Úti í heimi leika harðir „bissness“menn oft stærstu hlutverk- in, en á móti kemur að sjálfsögðu að tækifær- in eru fleiri, möguleikarnir miklu meiri því markaðurinn hér er mjög lítill. Og það getur orðið þreytandi til lengdar að berjast gegn tröllasögunni sem gengur meðal fólks hér á landi um að listamenn lifi hálfgerðu letilífi. Þetta er mikil vinna og aldrei á neitt annað að treysta en sjálfan sig. Eins virðast stjórn- völd hafa lítinn skilning á gildi íslenskra list- greina og menningar. íslensk myndlist er eitthvað sem dregið er fram á tyllidögum, til að státa sig af, en henni er snarlega bolað út í horn þess á milli. Það vantar því miður mikið uppá að yfirvöld geri sér grein fyrir mikilvægi lifandi listar í landinu. María Sigurðardóttir 47

x

Þjóðlíf

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.