Þjóðlíf - 01.07.1988, Side 54

Þjóðlíf - 01.07.1988, Side 54
NÁTTÚRAN Grímseyjarlaxinn Stærsti lax, sem óyggjandi heimildir eru um hér við land, er Grímseyjarlaxinn. Hann veiddist þó ekki á stöng, heldur í net við Grímsey 1957. Snemma í aprfl, nánar tiltekið þann sjöunda, hélt vaskur sjómaður í heiðskíru veðri vestur fyrir Grímsey að vitja þorska- neta sinna. í neti sem Óli Bjarnason hafði lagt 400 metra út frá eynni á 16 faðma dýpi var hins vegar fátt þorska. Aftur á móti fann hann þar ánetjaðan stærsta lax sem hingað til hefur verið veginn án tvímæla við Island. Laxinn var hængur, tíu vetra gamall, 132 sentimetrar að lengd, 72 sentimetrar að um- máli þar sem hann var breiðastur, og vó 49 pund blóðgaður. Tæpast hefur hann því í fullu fjöri verið undir 50 pundum. Ekki hafði laxinn hrygnt nema tvisvar, og samkvæmt hreisturlestri Veiðimálastofnunar hafði liðið ár á milli hrygninganna. Það er athyglisvert, að þegar hann var veiddur á leið til hrygning- ar í hið þriðja sinnið hafði hann einnig sleppt ári úr frá seinni hrygningunni. Þar sem Grímseyjarlaxinn var veiddur ekki langt frá ósum hinnar frægu stórlaxaár, Laxár í Aðaldal, gerðu menn því skóna að hann hefði verið á leið þangað til hrygningar. Laxá í Aðaldal - ættmóðir stórlaxa Svipaður stórlax, þó eilítið minni, fannst dauður um jólin 1929 í Laxá í Aðaldal og mældist þá um 36 pund. Að öllum líkindum hefur hann verið hrygndur, og látið lífið í kjölfar hrygningarinnar eins og laxar gera langoftast. Vöxtur kynkirtlanna í aðdrag- anda hrygningarinnar er jafnan geysilega frekur á forðann sem laxinn hefur áður byggt upp í vöðvum sínum og fituvefjum, og þess- vegna léttast laxarnir verulega yfir kyn- þroskaskeiðið. Fyrir bragðið er líklegt að stórlaxinn sem rak á jóladag 1929 í Aðaldaln- um hafi verið um 45 pund nýrunninn úr sjó. Annar geysistór lax veiddist nokkrum ára- tugum fyrr, 1895, við ádrátt í Vitaðsgjafa í Laxá í Aðaldal, ættmóður stórlaxanna. Hann mældist 45 pund. Raunar er það svo, að flestir þekktir stór- laxar eru úr Laxá í Aðaldal, sem sennilega er frægasta stórlaxaá í veröldinni. Jakob Haf- stein, sem sjálfur dró einu sinni rösklega 36 punda hæng í ánni -stærsta laxinn sem enn hefur verið tekinn á flugu hér á landi - skrif- aði lýsingu á fundi Jóns Þorbergssonar á Laxamýri á rýrum og horuðum hæng, sem fannst dauður á Kiðeyjarbroti í Laxá. Sá dauði mældist 33 pund, og hefur áreiðanlega ekki verið undir 40 þegar hann gekk í ána. Sigurður Egilsson frá Laxamýri hefur greint frá því, að við kistuveiðina 1898 til 1928 hafi stærsti laxinn sem tekinn var í kistu verið 38 pund en sá næststærsti 36 pund. Stærsti lax á stöng En ekki koma þó allir stórlaxar úr Aðaldaln- um, einsog netaveiðin í Hvítá og ekki síst Flóðatangalaxinn, staðfesta. Guðmundur frá Miðdal, geysilegur laxveiðimaður, skrif- aði eitt sinn grein þar sem sagði frá grútlegn- um 36 punda hæng sem tekinn var í Kúða- fljóti. Sá hefur vafalaust verið yfir 40 pund nýgenginn í fljótið. Sogið og þverár sem renna í Ölfusár-Hvítá eru líka þekktar fyrir stórlaxa. Iðulaxinn, sem Kristinn Sveinsson, húsgagnameistari veiddi á spón í júní 1946 er sá stærsti sem veiðst hefur hérlendis. Hann var 38,5 punda hrygna, afar djúp á bolinn einsog kemur fram í því að mesta ummál hennar var 70 sentimetrar, eða ekki nema tveimum sentí- metrum miður en ummál Grímseyjarlaxins. Var hann þó yfir 10 pundum þyngri og sam- svaraði sér ágætlega. Ólafur Jóhann Sigurðsson segir frá því í bókinni Dunar á eyrum að Guðmundur Jó- hannsson hafi sagt sér af geysistórum laxi sem hann veiddi við Sakkarhólma í Soginu. Þetta mun hafa verið um 1930, og Guðmund- ur sagði Ólafi Jóhanni að laxinn hafi vegið hvorki meira né minna en 44 pund. Því mið- ur var þó enginn til að staðfesta þessa mæl- ingu á sínum tíma. Brúará hefur reynst gjöful á stórlaxa gegn- um árin, þó mörgum finnist áin mætti vera ríkari á lax en veiði í dag vitnar um. I henni var fyrr á öldinni áratugum saman við veiðar Víglundur Guðmundsson og veiddi margan stórlaxinn. í september 1952 veiddi hann næststærsta lax, sem enn hefur veiðst á stöng. Laxinn var 37,5 punda hængur, grút- leginn, og hefur væntanlega verið nær 40 pundum þegar hann rann í sjó. Hann var sex vetra, og hafði verið þrjá vetur í sjó en aldrei gengið til hrygningar fyrr en þetta sumar. Eldeyjarlaxinn Næststærsti laxinn sem veiðst hefur hér við land á þessari öld - og frá upphafi sé miðað við staðfestar mælingar eingöngu - er Eldeyj- arlaxinn. Hann veiddist einsog ættingi hans Grímseyjarlaxinn í þorskanet í sjó. Báturinn Goði frá Keflavík fékk hann um miðjan maí 1975, útafEldeyjarboða. Laxinn var hængur, 42 pund, 116 sentímetra langur og 63 sentím- etrar þar sem hann var mestur um sig. Eldeyjartröllið var í fullu fjöri þegar þegar bátsverjar á Goða vitjuðu um net sín, og var næstum búinn að rífa sig lausan þegar átti að innbyrða hann. En Goðamenn urðu snarari í snúningum og tókst að setja í hann gogg í þann mund sem stórlaxinn setti stefnuna í djúpið. Hængurinn var sex vetra, og hafði ekki hrygnt. Hinir bestu menn töldu hann vera á leið í vatnasvæði Ölfusár-Hvítár, þegar ómerkileg þorskanet urðu þessum glæsta stórlaxi að ótímabærum aldurtila á Eldeyjar- boða. (Heimildir: Ýmis tölublöð Veiðimannsins). össur Skarphéðinsson 50

x

Þjóðlíf

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.