Þjóðlíf - 01.07.1988, Page 76

Þjóðlíf - 01.07.1988, Page 76
UPPELDI — Með þessu starfi okkar viljum við gera uppeldisstarfið áþreifanlegra. Með réttri hönnun starfs og aðstæðna á dagvistarheim- ilum er hægt að leyfa öllum þáttum að njóta sín, og það teljum við mjög nauðsynlegt, en hefur alls ekki verið tekið nægilega mikið tillit til. Með réttri hönnun allra aðstæðna er t.d. hægt að koma í veg fyrir ýmis hegðunar- vandamál. — Samfélag okkar hefur breyst mikið og er komið langan veg frá gamla náttúrusamfé- laginu og orðið í raun manngert samfélag. Að sjálfsögðu byggist uppeldisstarfið á gömlum grunni og hið eðlilega móðurhlut- verk er mjög nauðsynlegt, en það dugar ekki eitt og sér lengur. Með breyttu samfélagi þarf að kunna til verka í þessu starfi sem og öðrum. Meðvituð sköpun bvggist á ákveð- inni þekkingu og kunnáttu. Islendingar vilja ekki horfast í augu við þessa breyttu tíma, en þörfin hefur skapast og það þarf að sinna henni. — Það er ófært að fagleg ráðgjöf sé tengd rekstri dagheimilis. Það þarf að vera hlut- laus, óháður aðili sem sér um ráðgjöfina ef góður árangur á að nást. Þetta er nákvæm- lega sama og gert er í ýmsum iðnaðar og verslunarfyrirtækjum. Þar þykir það sjálf- sagt mál að utanaðkomandi aðili sé fenginn til að gera úttekt á rekstri og starfsemi fyrir- tækisins og koma með tillögur til úrbóta. Því þó dagvistarfyrirtæki geti ekki sýnt fram á arðsemistölur í beinhörðum fjárupphæðum árlega þá geta þau orðið arðbærustu fyrir- tækin okkar þegar fram í sækir. Og okkur ber að hlúa að þeim sem slíkum. Þörfin fyrir faglega ráðgjöf hefur sýnt sig mjög greinilega og viðurkenning á nauðsyn hennar mun ör- ugglega koma í náinni framtíð. María Sigurðardóttir TABAC ORIGINAL Sígildur ilmur fyrir alla herra alstaðar..

x

Þjóðlíf

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.