Þjóðlíf - 01.07.1988, Side 77

Þjóðlíf - 01.07.1988, Side 77
BÍLAR Fyrstu ökutækin á Hafnarfjarðarveginum „BeljarT, bfll af gerðinni Panhard-Levassor sem notaður var til fólksflutninga milli Hafnarfjarðar og Reykjavíkur sumrin 1914 og 1915. Myndin er tekin í Hafnarfirði sumarið 1915 og við stýrið er Stefán Jóhannsson sem lærði á bfl dagpart og fór síðan umsvifalaust að aka farþegum milli Hafnarfjarðar og Reykjavíkur. Ekki er ljóst um árgerð bflsins en eftir útlitinu að dæma er hann smíðaður á árunum kringum 1910. Bflnum er lýst svo í bók Guðlaugs Jónssonar, Bifreiðir á íslandi: „Var hann svartur að lit, lokaður (drossía) með hurðir á hliðunum. Setbekkir voru við veggina aftast og fremst í farþegabyrginu og sneru hvor gegn öðrum. Vagnstjórasætið var fyrir framan farþegarúmið, opið að öðru leyti en því að þakröndin á farþegabyrginu skýldi því að ofan og tjöldum mátti slá upp til hliðanna. Eitt sæti var við hlið ökumanns. Afturhluti farþegabyrgisins var þakinn með tjaldi, og mátti taka það frá er henta þótti. Hefur það að líkindum verið þannig útbúið til þess að farþegar gætu notið betra lofts og útsýnis.“ Ljósm.: Sæmundur Guðmundsson. Mynd úr Ljósmyndasafni íslands. Á SVOKÖLLUÐU HERFORINGJA- RÁÐSKORTI AF REYKJAVÍK frá árinu 1903 byrjar Hafnarfjarðarvegurinn þar sem Skólavörðustígur endar nú, þ.e.a.s. efst á Skólavörðuholtinu. Ef við hugsum okkur, út frá því hvernig nú er umhorfs, hvar vegurinn hefur legið þaðan, þá er það eitthvað á þessa leið: Frá Leifsstyttunni um gatnamót Bar- ónsstígs og Eiríksgötu, gegnum hús Geð- ' deilda Landsspítalans og yfir á Miklatorg. Þaðan fylgdi Hafnarfjarðarvegurinn síðan nokkurn veginn þeim vegi sem ekinn var frá 73

x

Þjóðlíf

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.