Þjóðlíf - 01.07.1988, Page 79

Þjóðlíf - 01.07.1988, Page 79
BÍLAR öllu heldur vegna þess hve seint hafi gengið að komast áfram fyrir „fjórhjóluðu skriðdýr- unum.“ En hraðinn fyrir rúmum 80 árum var í rauninni næsta ótrúlegur, ef marka má aug- lýsingu Þorkels P. Clementz; sé reiknað með 11 km vegalengd hefur meðalhraðinn verið um 35 km/klst. Og það á grýttri og krókóttri hestvagnabraut. En kannski Þorkell hafi notað sumarnóttina þegar hann reyndi grip- inn, eins og bifhjólamenn gera víst enn. BOOKLESS-BRÆÐUR voru skoskir út- gerðarmenn í Hafnarfirði á árum áður og höfðu mikil umsvif. Vorið 1913 fluttu þeir hingað til lands lítinn tveggja manna fólksbfl. Mun hann hafa verið af Austin-gerð og var þriðji bfllinn hérlendis. Bflinn höfðu þeir til eigin nota þá um sumarið og hið næsta, m.a. til að skreppa til Reykjavíkur. Ennfremur er vitað að bflnum var ekið suður á Stapa, þ.e.a.s. langleiðina til Keflavíkur. Bookless-bræður óku bílnum sjálfir og sennilega einnig Ólafur V. Davíðsson, félagi þeirra og framkvæmdastjóri. Þótt þessi bíll væri ekki notaður til al- mennra flutninga og væri hér í höndum er- lendra manna, var gildi hans engu að síður ótvírætt. Bíllinn reyndist nefnilega vel, öfugt við tvo þá fyrri, enda lítill og léttur og að því leyti hentugur við þáverandi aðstæður. Hann jók því tiltrú manna á að bifreiðar gætu komið hér að gagni, en um það var mjög efast að fenginni nokkurri reynslu. Til marks um það segir svo í blaði einu í maí 1913: „Bifreiðin rennur mjúkt og liðlega um veg- inn og lætur vel að stjórn. Er það fyrsta bif- reiðin sem að gagni hefur komið hér á landi.“ Þá eru um það heimildir að Árni Sigurðs- son, trésmiður í Hafnarfirði, hlaut þann frama að vera með öðrum Bookless-bræðra í bflnum stundarkorn í þrjú skipti og fylgjast með handtökum hans við aksturinn. Til- sögnin var hins vegar engin því hvorugur skildi hinn. Þetta mun hafa verið eina öku- kennslan sem Árni hlaut áður en hann gerð- ist síðar bflstjóri á leigubifreið til fólksflutn- inga. Þess má geta að áður en Bookless-bræður keyptu hingað Austin-bflinn fluttu þeir inn Velheppnuð sumarferð á hjólbörðum frá okkur! HJÓLBARÐAVERKSTÆÐIÐ Gúmmíkarlamir Borgartúni 36 Sími 688220 Kjötbúðingurinn fæst í tveimur dósastærðum, áætlað fyrir fjóra til fimm og tvo til þrjá. Þægilegar dósir með áföstum upptakara. Pönnubrúnaðar eða grillaðar kjötbúðingssneiðar eru alltaf vinsælar með kartöflum og soðnu grænmeti eða hrásalati. Einnig má hka kjötbúðinginn í heilu lagi í ofni, eða skera hann í bita og nota í ýmsa blandaða pönnurétti og eggjaköku. Staðgóður matur með stuttuni fyrirvara Dósastærðir Heildós: 600 g Hálfdós: 340 g Kindakjöt í hlaupi er ætlað til neyslu kalt en ekki upphitað. Best er að kæla dósina vel áður en hún er opnuð og innihaldið sneitt niður. Þá helst hlaupið stinnt. Handhæg dós með áföst- um upptakara. Ein dós nægir tveimur til þremur sem aðalréttur með kartöflu- stöppu eða kartöflujafningi ásamtgrænmeti. Grófhakkaða kindakjötið er líka ágætt með brauði o.fl., sem hluti af kvöldmat eða snarli. Gróflega gott DósastærS 340 g

x

Þjóðlíf

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.