Þjóðlíf - 01.06.1989, Page 11

Þjóðlíf - 01.06.1989, Page 11
INNLENT síðan verið að reyna að koma til fram- kvæmda. Það gat aldrei gengið fyrir Sjálf- stæðisflokkinn. Það slitnaði upp úr af þess- um málefnalegu ástæðum. Ég hirði ekki um að vera í persónulegu hnútukasti við einstak- linga og samstarfsmenn ekki einu sinni fyrr- verandi samstarfsmenn. Þcir verða að sitja uppi með svoleiðis vinnubrögð. Sjálfstæðismönnum var heitt í hamsi við stjórnarslitin og þið sökuðuð samstarfsflokk- ana um vanhæfi og Framsóknarfiokkinn sér- staklega um ódrengskap. Þá sögðuð þið að langur tími myndi líða þar til Sjálfstæðis- flokkurinn hefði pólitískt geð í sér til að niynda stjórn með Framsókn. Síðustu vikur er hins vegar komið annað hljóð í strokkinn — er ykkur farið að förlast minni eða hvað gerðist sem breytti afstöðu Sjálstæðisflokks- ins? — Við vorum auðvitað sárir yfir því hvernig Framsóknarflokkurinn vann í síð- ustu ríkisstjórn. Þeir deildu hart á Sjálfstæð- isflokkinn fyrri hluta stjórnarsamstarfsins fyrir það að fara gætilega í gengismálum. Við vildum ekki taka gengiskollsteypu en vorum jafn staðráðnir í því að knýja fram gengis- breytingu þegar ekki var lengur hjá því kom- ist. Þá breytti Framsókn allt í einu um af- stöðu og hafnaði gengisfellingu með öllu. Þetta fannst okkur vera meira en tvískinn- ungur. Við töldum að þarna lægi eitthvað annað að baki og það hafi aldrei verið ætlun Framsóknar að starfa af heilindum í þessari ríkisstjórn heldur fyrst og fremst að grafa undan henni. í framhaldi af því rifjuðum við upp stjórnarslitin 1956 sem bar að með svip- uðum hætti. Við rifjuðum upp árásirnar á forystumenn Sjálfstæðisflokksins þá sem voru persónulegar og svipaðar og nú. En hvorki þá né síðar höfum við útilokað að við myndun einhvern tíma fara í stjórn með öðr- um flokkum. Ertu í rauninni ekki kominn hér með aðra skýringu á stjórnarslitunum; áðan rekur þú málefnanlegan ágreining og klofning innan ríkisstjónarinnar, en hér kemur þú með til viðbótar að Framsóknarfiokkurinn hafi ætl- að sér að rjúfa þetta stjórnarsamstarf? — Nei, þetta er baksvið þess málefna- ágreinings sem að okkar hálfu réð úrslitum. Þessi ágreiningur hefði ekki óhjákvæmilega þurft að leiða til stjórnarslita ef við hefðum fundið að heilindi réðu. Ég reyndi að miðla málum og við Sjálfstæðismenn gengum mjög langt í því efni, en það tókst ekki. Frá okkar bæjardyrum séð var um málefnaágreining að ræða. En við höfum aldrei farið leynt með að það skorti á heilindi hjá Framsóknarflokkn- um og hann lagði meira upp úr öðru en að- gerðum í þágu atvinnulífsins. Forysta krat- anna snérist eins og skopparakringla frá við- reisnarfrjálslyndi til vinstri forsjárhyggju. Það var skrýtin pólitík. Ég varð þó aldrei var við óheilindi í fari Halldórs Ásgrímssonar og Guðmundar Bjarnasonar. Það verða allir að njóta sannmælis. Fyrir örfáum árum sagðir þú eitthvað á þá leið að Alþýðubandalagið væri eiginlega komið út úr íslenskri pólitík og það væri engin ástæða til að reikna með eða óttast að sá flokkur tæki þátt í landstjórn. En nú hefur brugðið svo við að sá flokkur er í ríkisstjórn og leysti eiginlega Sjálfstæðisflokkinn af hólmi í stjórnarsanistarfi. Þú segir oftlega að Alþýðubandalagið ráði lögum og lofum í rík- isstjórninni — hvað er það sem gerir Al- þýðubandalagið svona sterkt í ríkisstjórn? — Þetta er nú ekki rétt tilvitnun, en ég veit að þú ert að vísa til ummæla í landsfundar- ræðu minni 1987. Ég held að það hafi verið alveg rétt á þeim tíma, að Alþýðubandalagið kom þá fram í algeru tilgangsleysi í íslensk- um stjórnmálum. Ég hef það fyrir satt í sam- tölum mínum við marga Alþýðubandalags- menn að þeir voru alveg sammála þessum ummælum þegar þau féllu. Sjálfstæðis- flokknum stafaði meiri ógn fyrir kosningarn- ar vorið 1987 af sókn Alþýðuflokksins, m.a. vegna þess að Alþýðuflokkurinn var þá í orði að sækja að Sjálfstæðisflokknum frá hægri, þó hann hafi tekið marga kollhnísa síðan. Alþýðubandalagið getur ekki leyst Sjálf- stæðisflokkinn af hólmi — það er svo djúp málefnaleg gjá milli þessara flokka að hvor- ugur leysir hinn af hólmi. Það sem gerðist var I að Sjálfstæðisflokkurinn kom veikur út úr „Sœttir við Albert hafa leitt til þess að meginþorri stuðningsmanna Borgaraflokksins hefur komið til liðs við Sjálfstœðisflokkinn ... Við eigum mjög gott málefnalegt samstarf við þingmenn Frjálslynda hœgri flokksins“ síðustu kosningum með aðeins 18 þingmenn en vinstri flokkarnir höfðu tögl og hagldir á þinginu. Þannig séð var vinstri stjórn ekkert óeðlileg niðurstaða eftir síðustu kosningar. Sú varð ekki raunin þá. En Alþýðubandalag- ið hefur nýtt sér það tækifæri mjög vel sem Framsóknarflokkurinn og Alþýðuflokkur- inn færðu því sl.haust. Það er alveg óumdeil- anlegt að Alþýðubandalagið hefur verið for- ystuflokkurinn í þessari ríkisstjórn og keyrt efnhagsstefnuna fram. Þegar þú ert inntur álits á hugsanlegum stjórnarsamstarfsflokkum Sjálfstæðisflokks- ins, hefur þú allt að því útilokað samstarf við Alþýðubandalagið. Þess er að minnast að Matthías Bjarnason og fleiri Sjálfstæðis- menn hafa varað við stefnu af þessu tagi, þar sem henni fylgdi að Framsóknarflokknum væri ævinlega falið vald til að ákvarða ríkis- stjórn til hægri eða vinstri. Stefna þessi þýddi umframvöld Framsóknarflokksins í fiokka- kerfinu? — Framsóknarflokkurinn hefur haft þessi völd umfram kjörfylgi. Ég var á sínum tíma fylgjandi því að Sjálfstæðisflokkurinn væri opinn fyrir þeim möguleika að geta átt sam- starf við Alþýðubandalagið. í fyrra starfi mínu sem framkvæmdastjóri VSI kynntist ég mörgum forystumönnum Alþýðubandalags- ins í verkalýðshreyfingunni. Þó að það sé djúp gjá milli þessara aðila í pólitískum skiln- ingi þá er engum vafa undirorpið að báðir hafa mikinn áhuga á að efla atvinnulífið og gerðu það í nýsköpunarstjórninni af miklum krafti. Hinn gamii stofn í Alþýðubandalag- inu og verkalýðshreyfingunni byggir á allt öðrum vinnubrögðum en einkenna störf nú- verandi forystu bandalagsins, þ.e.a.s. miklu meiri heilindi og traust. Ég hefði þess vegna alveg getað tekið þátt í að reyna að mynda stjórn eftir nýsköpunarmynstri, eftir síðustu kosningar meðan Svavar Gestsson var enn formaður, vegna þess að hann er fulltrúi þeirra afla í Alþýðubandalaginu sem byggja á þessu trausti og heilindum. Það tel ég vera fokið út í veður og vind með forystu Ólafs Ragnars. Ef það breyttist og verkalýðsarm- urinn fengi á ný völd í Alþýðubandalaginu þá held ég að þessi staða gæti breyst. Þó það komi mörgum á óvart þá sýnist mér að Ólafur Ragnar hafi gert Alþýðubandalagið U

x

Þjóðlíf

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.