Þjóðlíf - 01.06.1989, Blaðsíða 13

Þjóðlíf - 01.06.1989, Blaðsíða 13
INNLENT almcnnt með flokkana eða eru það aðrar þjóðfélagsbreytingar sem valda hér um? — Það eru fyrst og fremst þjóðfélagsbreyt- ingar sem valda þessu. Félagsstarfsemin í þjóðfélaginu er orðin miklu meiri. Flokkarn- ir héldu úti miklu félagsstarfi þar sem fólk fékk almenna félagslega útrás. í lokuðu fjöl- miðlaþjóðfélagi þess tíma kom fólk á fundi til að komast í persónulega snertingu við stjórnmálamenn og fá upplýsingar. Núna fá menn upplýsingar mörgum sinnum á dag í fréttum, — menn sækja ekki lengur upp- lýsingar til stjórnmálaflokkanna. Fólk hefur stjórnmálamenn meira og minna inni í stofu hjá sér. Þetta gerir það að verkum að flokks- starfið breytist smám saman og það væri for- tíðarhyggja að horfast ekki í augu við þá þróun. Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið að fást við þennan vanda m.a. með endurmatsnefnd og málefnanefndum þar sem óflokksbundnir mega taka þátt í störfum. Er það ekki tím- anna tákn? — Jú við höfum verið að reyna að opna flokkinn meira. Við finnum fyrir því að fólk hefur vaxandi áhuga á að tengjast flokks- starfi vegna áhuga á tilteknum málefnum og því höfum við opnað nefndirnar með þessum hætti. Á þeim vettvangi starfa um fimm hundruð manns um þessar mundir. Við telj- um að þetta hafi gefið góða raun. Formaður og varaformaður hafa gefið út tilkynningu um að þeir gefi kost á sér til áframhaldandi forystu á næsta landsfundi. Er það ekki óvenjulegur framgangsmáti — eða eigið þið von á mótframboði? — Það hafa enga tilkynningar verið gefnar út heldur hefur spurningum fréttamanns verið svarað í hreinskilni. Hins er svo að gæta að kosningin á landsfundi er opin eins og þú veist þannig að allir eru í framboði. Ég hef í þau skipti sem ég hef gefið kost á mér til endurkjörs verið spurður um hvort ég gæfi kost á mér. Það er því ekkert óvenjulegt við þessa yfirlýsingu. Þú skrifar fastar greinar, sem birtast á laugardögum í Morgunblaðinu. Er það ekki nýjung um formann Sjálfstæðisflokksins og er það til marks um friðsamlega sambúð flokks og blaðs — Morgunblaðið orðið aftur hreint flokksmálgagn? — Það er ekki einsdæmi, t.d. skrifaði Bjarni Benediktsson greinar um hverja helgi, Reykjavíkurbéfin. Okkur í flokknum finnst Morgunblaðið ekki vera mikið flokks- málgagn. Ég skrifa einfaldlega þessar grein- ar og er mjög ánægður með viðbrögð við þessum skrifum, ekki síst innan flokksins. Þetta á sinn þátt í að styrkja tengsl forystunn- ar og flokksfólksins og auk þess hef ég gam- an af að skrifa. Eimreiðarhópurinn hefur verið talinn sterkur bakgrunnshópur formannsins og menn úr honum orðið valdamiklir í íslenska þjóðfélaginu. Hittist þessi hópur ennþá? — Já, já hann gerir það. Hann tekur hins vegar engar ákvarðanir heldur er nú orðið hinn ágætasti saumaklúbbur eftir að Eim- reiðin hætti að koma út. í umtalinu hefur hann hins vegar fengið mun meiri áhrifamátt en raunveruleikinn segir til um. Okkur líkar það vel. Oft hefur verið haft á orði að hagsmunir neytenda í þéttbýli og hagsmunir framleið- „Ég hefði þess vegna alveg getað tekið þátt í að reyna að mynda stjórn eftir nýsköpunarmynstri... meðan Svavar Gestsson var enn formaður, vegna þess að hann er fulltrúi þeirra afla í Alþýðubandalaginu sem byggja á trausti og heilindum “ enda á landsbyggðinni togist þannig á að geti splundrað flokki eins og Sjálfstæðisflokkn- um. Varaþingmaður flokksins í Reykjavík, Jón Magnússon, hefur skrifað harðorðar greinar þar sem hann teflir fram neytenda- sjónarmiðum og gagnrýnir flokkinn fyrir þjónustulund við „status quo“ í landbúnað- armálum, að Sjálfstæðisflokkurinn sé kerfis- flokkur. Telur þú að hér sé um ósættanleg sjónarmið að ræða? — Ég tel það alveg fráleitt sjónarmið. Það er meginhlutverk á hverjum tíma að sætta sjónarmið framleiðenda og neytenda. Það verður alltaf togstreita þarna á milli. Ekki endilega pólitísk togstreita. Ég held að eng- inn flokkur fremur en Sjálfstæðisflokkurinn geti tekist á við það verkefni að standa að almennri efnahagsstjórn þannig að eðlileg sátt takist þarna á milli. Við höfum oftar en einu sinni tekist á við alvarleg vandamál í landbúnaðinum og það stendur ekki á Sjálf- stæðisflokknum að gera það. Flokkurinn er auðvitað breiðfylking eins og við töluðum um áðan og er enginn einstefnuhópur fyrir einhvern einn hagsmunahóp í þjóðfélaginu. Auðvitað koma svo talsmenn sérhagsmuna fram í blöðum eins og vera ber. Fylgi flokksins í þéttbýlinu samkvæmt áðurnefndum skoðanakönnunum er mun meira en á landsbyggðinni. Breytir það í ein- hverju áherslum flokksins — eða mun það leiða t.d. til þess að þú hvetjir Davíð Oddsson borgarstjóra til að bjóða sig fram til þings? — Mér finnst það mjög eðlilegt og er þess hvetjandi burtséð frá niðurstöðum skoðana- kannana. Ég vil að Davíð komi til liðs við okkur á þingi. Mér finnst það sjálfsagt mál. Það hafa fyrri borgarstjórar Sjálfstæðis- flokksins gert og kominn tími til að Davíð geri það líka. Fylgi flokksins hefur hefð- bundið verið meira í þéttbýli en á lands- byggðinni og engin nýmæli að koma fram þar að lútandi. Stefnir Sjálfstæðisflokkurinn að því að mynda einn ríkisstjórn að afloknum næstu kosningum? — Við höfum verið víðs fjarri því að ná slíku fylgi. Hins vegar getur verið að þessar aðstæður séu að breytast talsvert, ekki síst eftir yfirlýsingu Ólafs Ragnars um að stjórn- in stefni á að sitja áfram. Og Páll Pétursson hefur talað um áframhaldandi samstarf þess- ara flokka, — manni sýnist að þessi gömlu Möðruvallatengsl úr Framsókn séu þar greinilega ofan á og um leið í forystu í Al- 13
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.