Þjóðlíf - 01.06.1989, Side 14

Þjóðlíf - 01.06.1989, Side 14
INNLENT þýðubandalaginu. Það er mjög sérstætt að svona yfirlýsing komi frá formanni Alþýðubandalagsins, — það er hann sem ætlar að leiða þessa flokka inn í varanlegt samstarf. Þessi yfirlýsing getur leitt til nýrra viðhorfa í íslenskum stjórn- málum. Það er enginn vafi á að margt frjálslynt fólk hefur treyst Framsóknar- flokki og Alþýðuflokki fyrir atkvæði sínu. Það er ljóst að þetta fólk fer ekki með þessum flokkum á bólakaf í áfram- haldandi vinstri ríkisstjórn til þess að auka miðstýringu. Það getur vel verið að þarna sé að koma upp staða sem kalli á sterka borgaralega ríkisstjórn undir for- ystu Sjálfstæðismanna. — Ég held að hérna liggi mikið að baki. Ég fæ ekki betur séð en Ólafi Ragnari hafi tekist að koma Alþýðu- flokknum í svipaða stöðu og Alþýðu- bandalagið var í fyrir tveimur þremur árum. Alþýðuflokkurinn er í raun ekki orðinn annað en hækja fyrir Alþýðu- bandalagið. Auðvitað er það mikill ár- angur fyrir Alþýðubandalagið að hafa komið Alþýðuflokknum í svona mikla klemmu. Alþýðubandalagið er sterkara en nokkru sinni fyrr í stjórnarsamstarfi, sem einkennist af forsjárhyggju. Þegar þú talar um forsjárhyggju — áttu þá við stofnanir sjóða eða? — Ég er að tala um stofnun sjóða og nýtt millifærslu- og niðurgreiðslukerfi gengisföls- unar að hætti fyrri vinstri stjórna — og ég er að tala um tvær grundvallaryfirlýsingar. Yfirlýsingu Steingríms Hermannssonar um að ísland ætli að hverfa frá viðurkenndum vestrænum aðferðum við stjórn efnahags- mála og yfirlýsingu Alþýðubandalagsins um að þau fyrirtæki eigi að lifa sem þeir ákveða er ferðinni ráða. Þetta kemur fram í stofnun sjóða og pólitískri íhlutun af ýmsu tagi — þetta kemur fram í því að ríkisstjórnin hafnar almennum aðgerðum til að tryggja rekstrar- grundvöll fyrirtækja. Það er verið að taka 1200 milljón króna erlend lán til uppbóta í sjávarútvegi. Jafnvel Alþýðubandalagið hafði ekki kontið fram með svona stífa for- sjárhyggju áður í tíð Svavars Gestssonar. Þú talar eins og Alþýðubandalagið hafi gert þetta ailt eitt í ríkisstjórninni? — Auðvitað stendur ríkisstjórnin öll að baki þessu og ég er ekki að draga úr ábyrgð forystumanna Alþýðuflokks og Framsókn- arflokksins. En Alþýðubandalagið mótar þessa stefnu — ræður ferðinni. Það hefur fengið þessi völd og notfærir sér þau til hins ýtrasta. Var Sjálfstæðisflokkurinn andvígur þess- um sjóðum atvinnutryggingasjóði, hluta- bréfasjóönum, fiskeldissjóðnunt o. s.frv. á alþingi? — Við vöruðum mjög sterklega við þess- um sjóðum. í okkar hugmyndum frá því í haust gerðum við vissulega ráð fyrir skuld- breytingu fyrir atvinnuvegina, en þær átti að „Ég vil að Davíð komi til liðs við okkur á þingi. Mér finnst það sjálfsagt mál“ framkvæma með bönkum og fjárfestinga- lánasjóðum sem fyrir hendi eru. Eru þcssir sjóðir ekki myndaðir við tíma- bundnar aðstæður og hverfa svo úr sögunni? — Það er verið að notfæra sér erfiðar að- stæður til að auka ílilutun ríkisvaldsins í at- vinnurekstri og stjórnun hans. Mun Sjálfstæöisflokkurinn þá leggja þessa sjóði niður þegar hann fer næst í ríkisstjórn? — Fyrsta skrefið sem Sjálfstæðisflokkur- inn vill stíga er að leiðrétta rekstrarskilyrðin nteð almennum aðgerðum. Þar þarf að ganga lengra en gert hefur verið í að leiðrétta raungengi krónunnar, það þarf að leggja nið- ur þessa íhlutunarsjóði vinstri stjórnarinnar og byggja hér upp traust atvinnulíf. Núver- andi stjórnarstefna er ósanngjörnust gagn- vart velreknum fyrirtækjum. En það er ein- mitt að þeim sem helst ber að hlúa. Þau bæta lífskjörin. Við höfum rætt um kaupmátt heimila og atvinnulífs. Þú talar um að lækka gengið enn frekar og þar með rýra kaupmáttinn. At- vinnulífið og heimilin í landinu hafa einnig verið að berjast síðustu misseri við háa vexti, en þú vilt viðhalda frjálsum vöxtum, háum vöxtum ekki satt? — Þarna kemur þú með fullyrðingar sem ganga eins og rauður þráður í gegnurn boð- skap þessarar ríkisstjórnar, að atvinnu- lífið megi ekki hafa rekstrarskilyrði. Horfðu á það sem gerst hefur. Skattar hafa verið hækkaðir um sjö milljarða króna. Kaupmáttur ráðstöfunartekna hefur minnkað urn 12% vegna efnahags- stefnunnar. Hluti af þessari rýrnun er vegna aukinnar skattheimtu. Ef við höldum áfram á þessari braut, þá versna lífskjörin og hagur heimilanna. Vita- skuld kostar það tímabundna fórn að leiðrétta rekstrarstöðu atvinnuveganna. En þar verða verðmætin til og einungis með öflugu atvinnulífi getum við bætt lífskjörin. Sú stefna sem nú er verið að fylgja í nafni félagshyggjunnar leiðir til versnandi afkomu heimilanna. Atvinnu- líf sem í vaxandi mæli þarf að byggja á lánsfé þrýstir upp vöxtum vegna of mik- illar eftirspurnar. Ef okkur tekst hins vegar að snúa þessari þróun við og byggja hér upp sterkari eiginfjárstöðu í atvinnulífinu, þá kallar það á minna lánsfé fyrirtækjanna, minni eftirspurn eftir lánsfjármagni og þannig getum við dregið niður vaxtastigið. Það er eina raunhæfa leiðin til að ná því markmiði. Finnst þér Seðlubankinn hafa of mikið vald við ákvörðun vaxta? — Þessi ríkisstjórn hefur verið að breyta lögum á þann hátt að hún geti í auknum mæli ákveðið vexti upp á eigin spýtur. Sannleikur- inn er sá að vextir ráðast ekki af einföldum ríkisstjórnarákvörðunum. Það á þessi stjórn eftir að reka sig á. Mér finnst hún hafa geng- ið of langt í því að breyta lögum. Hún var í byrjun þessa árs að þvinga viðskiptabankana til að lækka nafnvextina meira en góðu hófi gengdi miðað við verðbólgu. Núna ganga vextirnir upp á við aftur. Ég var að sjá skýrslu um raunvaxtakostnað af 30 daga við- skiptavíxlum sem voru í mars 17% en eru nú komnir upp í 32%. Þetta gerist þrátt fyrir miðstýringu á vaxtaákvörðunum í nafni fé- lagshyggju. Raunvextir voru samkvæmt ákvörðun Seðlabankans til 1. nóv. 1986 um 5%. Um leið og frelsið kom ruku þeir upp allsnarlega og menn hafa ekki haft stjórn á þeim síðan. Er ekki heilbrigðara í Ijósi reynslunnar að taka gamla lagið upp aftur? — Menn gleyma þá affallaviðskiptum frá fyrri tíma, menn gleyma því líka að einmitt á þessum tíma varð mikil þenslusprenging í þjóðfélaginu. Og viðbrögð við slíkri spreng- ingu fela í sér hækkandi vexti. Þannig að það er enginn vafi á því að raunvextir hefðu hækkað þó þeim hefði verið stýrt áfram, þessi samanburður er því ekki svona einfald- ur. Það má sjá af því sem ég nefndi áðan um viðskiptavíxilinn — þar sem hækkunin er gíf- urleg milli mánaða þrátt fyrir félagslega stýr- ingu. Vextir hækkuðu og lækkuðu þrátt fyrir miðstýringu á sínum tíma. Okkar fjár- magnsmarkaður var mjög ófullkominn og vanþróaður en það er að breytast smám sam- 14

x

Þjóðlíf

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.