Þjóðlíf - 01.06.1989, Blaðsíða 16

Þjóðlíf - 01.06.1989, Blaðsíða 16
INNLENT Svíar hátt skrifaðir Könnun Félagsvísindastofnunar leiðir í Ijós að Islendingar gefa sœnska stjórnskipulaginu háa einkunn. Bandaríkin í níunda sœti — Sovétríkin í tíunda: Oft liefur verið sagt að íslcndingar legðu hat- ur á Svía og hefðu megnustu skönim á öllu sem sænskt er, ekki síst sænska velferðar- kcrfinu. Annað er uppi á teningnuni í þeim niðurstöðum úr könnun á viðhorfum lands- manna, sem Þjóðlíf birtir hér. Þegar spurt var hvernig mönnum líkaði við stjórnarhætti og þjóðskipulag þrettán landa lentu Svíar í öðru sæti — einungis Norðmenn voru hærri! Kannski kemur það líka einhverjum á óvart að íslendingar settu sjálfa sig í fjórða sæti — þrátt fyrir margfræga þjóðrembu! I könnuninni, sem Félagsvísindastofnun háskólans gerði í fyrra voru landsmenn beðnir að gefa 13 löndum einkunn á bilinu 1-9, eftir því hversu vel þeim líkaði við stjórnarhætti og þjóðskipulag landanna. Spurningin er hluti af fjölþjóðlegri rannsókn um viðhorf Norðurlandabúa til utanríkis- mála og Ólafur Þ. Harðarson, stjórnmála- fræðingur, sem er íslenski fulltrúinn í rann- sókninni, gaf Þjóðlífi leyfi til að birta þessar niðurstöður. Þegar litið er á meðaleinkunnirnar sem þjóðin í heild gaf (dálkur 1 í töflu) kemur skýrt mynstur í ljós. Norðurlandaþjóðirnar skipa efstu sætin og fá einkunnir á bilinu 6.5-6.9. Eina þjóðin sem skýst inn í þessa röð er Vestur-Þjóðverjar, sem lenda í þriðja sæti með 6.7, rétt á eftir Svíum. íslendingar hafa greinilega dálæti á stjórnarháttum og þjóð- skipulagi frænda sinna á Norðurlöndum, en það er athyglisvert að þeir setja sjálfa sig neðsta í þennan hóp ásamt Finnum, með 6.5. Nokkurt bil er í næstu þjóðir, en það eru Frakkar og Bretar, sem fá 6.1. Bandaríkin eru nokkru neðar, í níunda sæti, með 5.7. Síðan kemur stökk niður í kommúnistaríki og þróunarlönd. Sovétríkin fá 4.1, Indland og Tékkóslóvakía 3.7 og lestina rekur Tanzanía með 3.1. Reyndar voru margir sem treystu sér ekki til að gefa stjórnarháttum og þjóðskipulagi þriggja síðastnefndu landanna einkunn, einkum Tanzaníu (61%). En er munur á því hvaða mat kjósendur ólíkra flokka leggja á stjórnarhætti og þjóð- skipulag þjóðanna þrettán? Varðandi Norð- urlöndin fjögur — önnur en ísland — er munurinn lítill og hvergi marktækur. Mestur er munurinn sá að Framsóknarmenn gefa Dönum 6.9, en Alþýðubandalagsmenn gefa þeim 6.4, og Sjálfstæðismenn gefa Svíum 6.6 en Framsóknar- og Alþýðuflokksmenn gefa þeim 7.0. Marktækur munur er hins vegar á því hvaða einkunn kjósendur flokkanna gefa ís- lendingum. Hæsta einkunn gefa Sjálfstæðis- menn (7.2) og Alþýðuflokksmenn (7.1), en lægsta Alþýðubandalagsmenn (6.2) og kjós- endur Kvennalista (6.0). Mestur er munurinn á kjósendum flokk- anna varðandi Bandaríkin. Sjálfstæðismenn gefa stjórnarháttum þeirra og stjórnskipu- lagi 6.9, en Kvennalistakjósendur 5.0 og Al- þýðubandalagsmenn 4.2. Næststerkasta sambandið milli þess hvað menn kjósa og hvernig þeir gefa einkunnir er fyrir Bretland, þá Sovétríkin, ísland, Vestur-Þýskaland og Tékkóslóvakíu. Munurinn á mati kjósenda- Blað brotið í sögu friðunar Bann við lausagöngu búfjár á Reykjanesi að veruleika „Ég held að með þessu hafi verið brotið blað í sögu friðunaraðgerða“ sagði Níels Árni Lund hjá landbúnaðarráðuneytinu í tilcfni af því samkomulagi sem licfur verið að nást um bann við lausagöngu búfjár á Reykjanesi. Ýmsir aðilar, s.s. Samtök sveitarfélaga á Suðurnesjum, sýslunefnd Gullbringu- og Kjósarsýslu, Skógræktarfélag Islands, Líf og land og fleiri, hafa ítrekað skorað á stjórn- völd að taka á vandamálinu og banna alla lausafjárgöngu á svæðinu. Að sögn Sveinbjörns Dagfinnssonar, ráðuneytisstjóra í landbúnaðarráðuneytinu, voru síðla vetrar haldnir fundir með öllum málsaðilum og þeim kynnt lagafrumvarp Steingríms J. Sigfússonar landbúnaðarráð- herra. „Frumvarpið skyldar eigendur búfjár á þessu svæði til að halda því jafnan í vörslu, sem þýðir innan girðingar eða í húsum, og það ætti að sjálfsögðu að vera meginreglan alls staðar". Samkvæmt þeim upplýsingum sem Þjóðlíf hefur aflað sér eru á Reykjanesi einungis tveir bændur sem byggja lífsafkomu sína á sauðfjárrækt. Megnið af sauðfénu er því í eigu manna sem stunda sauðfjárbúskap til hliðar við aðra atvinnu og eru flestir þeirra búsettir á þéttbýlisstöðunum á suðvestur- horninu. Það verður því að teljast undarlegt að Búnaðarþing skuli leggjast gegn því frum- varpi sem nú liggur fyrir. Að sögn Níelsar Árna Lund. deildarstjóra í Landbúnaðar- ráðuneytinu, kunni hann enga skýringu á afstöðu Búnaðarþings. Hann kvað frum- varpið vera fyrst og fremst staðfestingu á samkomulagi sem ráðuneytið hefði þegar náð við alla málsaðila og felst í vörsluskyldu alls sauðfjár á svæðinu. „Við höfum talað við fulltrúa fjáreigenda, landeigendur, sveitastjórnir, samtök sveitar- félaga og almennt séð öll þau hagsmunasam- tök sem við höfum best vitað um. I framhaldi af þessurn viðræðum skipaði ráðherra nefnd um sl. áramót til að vinna enn frekar að þessum málunt. Hún skilaði áliti sem ráð- herra staðfesti og birtist í frumvarpinu. Að mínu mati eru þessar tillögur verulegur áfangi, — í raun fullnaðaráfangi við að tryggja gróðurvernd á svæðinu“. 16
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.