Þjóðlíf - 01.06.1989, Blaðsíða 22

Þjóðlíf - 01.06.1989, Blaðsíða 22
SKÁK Fer skákin á hausinn? Afrek landans dýru verði keypt Blikur á lofti í skákhreyfmgunni. Ár fræki- legra sigra íslenskra skákmeistara að undan- förnu hafa kallað á hvert stórverkefnið á fætur öðru. Velvild og tilstyrkur ráðamanna hefur gert hreyfingunni kleift að sækja fram og skipa landinu á bekk með stórveldum skákheimsins. Breytt afstaða st jórnvalda gæti gert þann áran- gur að engu. Fyrir nokkrum misserum reit forseti Skáksambands íslands, Þráinn Guðmunds- son, blaðagrein sem hann titlaði „Risi á brauð- fótum“ og vakti athygli á bágri fjárhagsstöðu skákhreyfingarinnar. Þótti sumum þar æði djúpt í árinni tekið að halda því fram að „þjóð- aríþrótt íslendinga-1 væri á flæðiskeri stödd. Engu að síður er það svo að Skáksambandið, sem auk innanlandsstarfsins stendur fyrir um- fangsmiklum samskiptum við aðrar þjóðir hef- ur engan fastan tekjustofn og verður, eins og mörg önnur frjáls félagasamtök, að lifa á góð- vild almennings og fésýslumanna hverju sinni. Þeim sem hér heldur á penna hefur orðið tíðrætt um sérstöðu okkar litlu þjóðar í skák- heiminum. Þeir sem víðförlir eru í þeim heimi verða þess áþreifanlega varir hvflíkan heiðurs- sess við skipum þar; allir kannast við ísland og afrek sona þess á skáksviðinu. Þá fara ekki síður spurnir af eldheitum skákáhuga sem hér ríkir, velvild stjórnvalda og almennum stuðn- ingi við þessa andans íþrótt. Vekur það furðu margra hvernig svo fámenn þjóð hefur getað skipað sér á bekk stórvelda á þessu sviði. Velvild fjölmiðla og stjórnmálamanna Nú er það ekki svo að félagsbundnir skák- menn eða þeir sem reglulega tefla á kappmót- um séu svo ýkja margir hér á landi. Styrkurinn liggur fremur í því að skákin á allsstaðar upp á pallborðið, allur almenningur þekkir til henn- ar, kann nokkuð fyrir sér í taflinu og fylgist grannt með afrekum fánaberanna heima og erlendis. Meðal fjölmiðlamanna er umtals- verður áhugi og þekking á skák og má segja hið sama um stjórnmálamenn. Styrkur skákhreyfingarinnar hefur því ekki síst falist í því öryggi að eiga góða að á ögurs- tundu og njóta þeirrar vegsemdar sem vinsa- Eftir Áskel Örn Kárason mleg ummæli og ótvíræður áhugi valdamanna hefur í för með sér. Þetta er allt gott og blessað meðan varir, en tæpast munu lesendur Þjóðlífs ganga að því gruflandi að allt er í heiminum hverfult og þá sérstaklega loforð stjómmála- manna. legar yfirlýsingar. Ráðamenn vom, eins og almenningur, yfir sig hrifnir og skyldi nú staðið við bakið á okkar manni. M.a. lýsti fjármálar- áðherra, Jón Baldvin Hannibalsson, því yfír að ekki stæði á ríkissjóði að leggja hönd á plóginn þegar kæmi að næsta skrefi í baráttunni; ein- víginu við Anatólí Karpov. Nú bregður svo við þegar farið er af stað við undirbúning þess einvígis að önnur viðfangs- efni standa hjarta fjármálaráðherra nær. Hann Að standa við stóru orðin Sigur Jóhanns Hjartarsonar á Kortsnoj fyrir rúmu ári var a.m.k. Islandssögulegur viðburður og líð- ur þeim víst seint úr minni sem urðu vitni að því hvernig bók- staflega hvert mannsbarn stóð þá á öndinni og stoltið svall í þjóðarsálinni þegar okkar maður vann. I sigurvímunni sem fylgdi í kjöl- farið virtist allt vera mögulegt og skorti ekki fræki- 22
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.