Þjóðlíf - 01.06.1989, Page 22

Þjóðlíf - 01.06.1989, Page 22
SKÁK Fer skákin á hausinn? Afrek landans dýru verði keypt Blikur á lofti í skákhreyfmgunni. Ár fræki- legra sigra íslenskra skákmeistara að undan- förnu hafa kallað á hvert stórverkefnið á fætur öðru. Velvild og tilstyrkur ráðamanna hefur gert hreyfingunni kleift að sækja fram og skipa landinu á bekk með stórveldum skákheimsins. Breytt afstaða st jórnvalda gæti gert þann áran- gur að engu. Fyrir nokkrum misserum reit forseti Skáksambands íslands, Þráinn Guðmunds- son, blaðagrein sem hann titlaði „Risi á brauð- fótum“ og vakti athygli á bágri fjárhagsstöðu skákhreyfingarinnar. Þótti sumum þar æði djúpt í árinni tekið að halda því fram að „þjóð- aríþrótt íslendinga-1 væri á flæðiskeri stödd. Engu að síður er það svo að Skáksambandið, sem auk innanlandsstarfsins stendur fyrir um- fangsmiklum samskiptum við aðrar þjóðir hef- ur engan fastan tekjustofn og verður, eins og mörg önnur frjáls félagasamtök, að lifa á góð- vild almennings og fésýslumanna hverju sinni. Þeim sem hér heldur á penna hefur orðið tíðrætt um sérstöðu okkar litlu þjóðar í skák- heiminum. Þeir sem víðförlir eru í þeim heimi verða þess áþreifanlega varir hvflíkan heiðurs- sess við skipum þar; allir kannast við ísland og afrek sona þess á skáksviðinu. Þá fara ekki síður spurnir af eldheitum skákáhuga sem hér ríkir, velvild stjórnvalda og almennum stuðn- ingi við þessa andans íþrótt. Vekur það furðu margra hvernig svo fámenn þjóð hefur getað skipað sér á bekk stórvelda á þessu sviði. Velvild fjölmiðla og stjórnmálamanna Nú er það ekki svo að félagsbundnir skák- menn eða þeir sem reglulega tefla á kappmót- um séu svo ýkja margir hér á landi. Styrkurinn liggur fremur í því að skákin á allsstaðar upp á pallborðið, allur almenningur þekkir til henn- ar, kann nokkuð fyrir sér í taflinu og fylgist grannt með afrekum fánaberanna heima og erlendis. Meðal fjölmiðlamanna er umtals- verður áhugi og þekking á skák og má segja hið sama um stjórnmálamenn. Styrkur skákhreyfingarinnar hefur því ekki síst falist í því öryggi að eiga góða að á ögurs- tundu og njóta þeirrar vegsemdar sem vinsa- Eftir Áskel Örn Kárason mleg ummæli og ótvíræður áhugi valdamanna hefur í för með sér. Þetta er allt gott og blessað meðan varir, en tæpast munu lesendur Þjóðlífs ganga að því gruflandi að allt er í heiminum hverfult og þá sérstaklega loforð stjómmála- manna. legar yfirlýsingar. Ráðamenn vom, eins og almenningur, yfir sig hrifnir og skyldi nú staðið við bakið á okkar manni. M.a. lýsti fjármálar- áðherra, Jón Baldvin Hannibalsson, því yfír að ekki stæði á ríkissjóði að leggja hönd á plóginn þegar kæmi að næsta skrefi í baráttunni; ein- víginu við Anatólí Karpov. Nú bregður svo við þegar farið er af stað við undirbúning þess einvígis að önnur viðfangs- efni standa hjarta fjármálaráðherra nær. Hann Að standa við stóru orðin Sigur Jóhanns Hjartarsonar á Kortsnoj fyrir rúmu ári var a.m.k. Islandssögulegur viðburður og líð- ur þeim víst seint úr minni sem urðu vitni að því hvernig bók- staflega hvert mannsbarn stóð þá á öndinni og stoltið svall í þjóðarsálinni þegar okkar maður vann. I sigurvímunni sem fylgdi í kjöl- farið virtist allt vera mögulegt og skorti ekki fræki- 22

x

Þjóðlíf

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.