Þjóðlíf - 01.06.1989, Blaðsíða 23

Þjóðlíf - 01.06.1989, Blaðsíða 23
SKÁK heitir nú Ólafur Ragnar Grímsson og er vita- skuld alveg óbundinn af loforðum fyrirrennara síns. Sá er orðinn utanríkisráðherra og — eins og hvert bam hlýtur að skilja — algerlega óbundinn af yfírlýsingum sínum sem fjármál- aráðherra. Málaleitan um 800.000 kr. styrk — sem nemur u.þ.b. helmingi kostnaðar — er ekki svarað, málið er „í athugun“. „Okkur skildist að ráðherra vildi skoða þessi mál þar sem við hefðum fengið auka- fjárveitingu fyrr á árinu. Var látið í það skína að við værum búnir að fá ansi ríflegan skammt og önnur samtök myndu kvarta ef við fengjum of mikið og við beðnir um að leggja fram reikninga okkar og frekari rökstuðning. Hins- vegar hefur ráðherra ekki látið svo lítið að ræða þessi mál við okkur sjálfur, þótt bráðum sé hálft ár liðið frá því að við sendum honum þetta erindi," sagði Þráinn Guðmundsson for- seti Skáksambands Islands í samtali við Þjóð- h'f. Þögn ráðherra Skáksambandið fær árlegan styrk frá ríkinu sem tæplega hrekkur fyrir almennum skrif- stofukostnaði. Að auki er hefð fyrir því að þau ár sem Ólympíuskákmót eru kemur framlag frá tíkinu upp í hluta af kostnaði. Sú fjárveiting nam í fyrra milljón króna og mun fjármálar- Fréttamenn ræða við Jóhann Hjartarson á sigurstundu í Saint John. Allt gleymt og grafið? áðherra hafa hnotið um hana þegar fyrrnefnd styrkumsókn barst til hans. Að sögn Þráins Guðmundssonar hafa ráðamenn fram að þessu lagt áherslu á að hafa þennan hátt á fremur en að Skáksambandið ætti aðild að ólympíunefnd og fengi fjárstyrk þaðan. I samskiptum fjárveitingavaldsins og skák- hreyfíngarinnar hafa því í samkomulagi beggja aðila komist á vissar hefðir sem ráðherra virð- ist nú vilja endurskoða. Um það eru allir ásátt- ir en margra mánaða þögn ráðherra hefur komið sambandinu í mikinn vanda. Þráinn Guðmundsson: „Við vorum þeir sakleysingjar að gera ráð fyrir fjárstuðningi eins og lofað hafði verið. Tvö stórverkefni á skömmum tíma á borð við Ólympíuskákmótið og einvígið í Seattle eru fjárvana samtökum eins og okkar mjög erfið og ekki annað fyrirsjáanlegt en við verðum að hætta við ýmis verkefni á næstunni. Þetta kemur verst niður á unglingunum, þar sem nú er í vændum Heimsmeistaramót ungl- inga í Kólumbíu og árleg keppni fjögurra Norðurlanda í Danmörku. Þangað er okkur boðið með sveit tíu unglinga, en nú lítur út fyrir að við verðum að sitja hjá vegna fjár- skorts.“ Það eru því blikur á lofti í íslenska skák- heiminum nú um stundir og virðist svo sem afrek undanfarinna þriggja ára séu fljót að gleymast. Spyrja má hversu mikilvægt það sé þessari þjóð að halda sér í hópi tíu bestu skák- þjóða, að eiga fulltrúa í 8 manna hópi sem keppir um rétt til að skora heimsmeistarann á hólm? Má það kosta eitthvað að eiga heims- meistara í unglingaflokki, Skákmeistara Norð- urlanda, að vera gósenland skáklistarinnar í hugum fjölda fólks um allan heim? Eða voru útsendingarnar frá Saint John forðum ekki fullt eins skemmtilegar og Júróvisjón hér um daginn? Áskell Örn Kárason TABAC ORIGINAL Sígildur ilmur fyrir alla herra alstaðar... 5NYKTIVOS|k Sundaborg 9, sími 681233 23
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.