Þjóðlíf - 01.06.1989, Page 25

Þjóðlíf - 01.06.1989, Page 25
ERLENT Fréttamenn fara hamforum þegar domari i Varsja tilkynmr að akveðið hafi verið að leyfa starfsemi Samstöðu. Mynd: Jerzy Kozak. Pólland VOPNAHLE Þreytumerki á Samstöðumönnum - umhverfis og friðarhreyfingar vaxa ört. Árni Snœvarr tíðindamaður Þjóðlífs segir m.a. frá þeim örfáu mínútum sem það tók dómarann að lögleiða Samstöðu. Undirbúningur fyrir kosningar í Póllandi er hafinn. í upphafi kosningabaráttu er reiknað með að Samtaða hafi áiíka mikið fylgi og Kommúnistafiokkurinn eða um fjórðung at- kvæða. Þreytumerki gera vart við sig hjá báðum aðilum. Vaxandi áhyggjur innan Samstöðu vegna hringborðssamkomulagsins og lítils fylgis meðal ungs fólks, sem flykkist í umhverfis- og friðarhreyfingar. Dómsalur númer 256 í grámyglulegum yfirrétti Varsjárborgar var troðfullur af fólki þegar Danuta Widawska dómari birtist á slaginu tíu að staðartíma og hóf lestur sögu- legs úrskurðar. Það tók dómarann aðeins örfáar mínútur að tilkynna að starfsemi Sam- stöðu væri hér með lögleg. Vestrænir blaða- ljósmyndarar og sjónvarpsmenn gengu nán- ast af göflunum. Sjá mátti tár í augum nokk- urra í hópi Samstöðumanna sem vildu verða vitni að sögulegum atburði. En það kom tíð- indamanni Þjóðlífs óþægilega á óvart, öfugt við sams konar atburð árið 1980, að annað var ekki að sjá á borgarbúum en þeir létu sér þessi tíðindi í léttu rúmi liggja. Og í höfuð- borginni þar sem ríkt hafði blíðskaparveður tók allt í einu að snjóa síðdegis þennan sama 25

x

Þjóðlíf

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.