Þjóðlíf - 01.06.1989, Qupperneq 30
ERLENT
Sundrung á hægri vængnum
Óvissa um úrslit kosninganna í
Noregi í haust. Margir valkostir
en áframhaldandi
stjórnarþátttaka
Verkamannaflokksins líkleg
í haust, nánar tiltekið 14. septeniber, kjósa
Norðmenn sér nýtt Stórþing. Stóra spurning-
in er hver útkoma Framfaraflokksins verð-
ur, því flest bendir til að flokkurinn, undir
forystu Carl I. Hagen verði í lykilaðstöðu til
að ákveða hvers konar stjórn verði í Noregi
næstu 4 árin.
Undanfarin tvö ár hefur minni-
hlutastjórn Verkamannaflokksins,
undir forystu Gro Harlem Brundtl-
and, stýrt landinu. Áður höfðu borg-
araflokkarnir undir stjórn Hægri
mannsins Káre Willoch setið í ríkis-
stjórn. Fall hennar stafaði af ósætti
um ráðstafanir til að hefta þenslu í
þjóðfélaginu. Síðar hefur Hægri, nú
undir stjórn Jan P. Syse gert ítrekað-
ar tilraunir til að ná samstöðu meðal
borgaraflokkanna til að fella minni-
hlutastjórn Verkamannaflokksins,
en án árangurs.
Horfurnar á að borgaraflokkunum
takist að koma sér saman um raun-
verulegan valkost við stjórn Verka-
mannaflokksins fara versnandi. Á
yfirstandandi kjörtímabili hafa þessir
flokkar haft 78 af 157 þingsætum.
Vinstri flokkarnir hafa samanlagt 77
og Framfaraflokkurinn er í oddaað-
stöðu með tvö þingsæti.
flokkurinn ótvíræður sigurvegari kosning-
anna.
Þá neyddust aðrir flokkar til að horfast í
augu við raunveruleikann og taka Framfara-
flokkinn með í leikinn og nú tekur flokkur-
inn þátt í meirihlutasamstarfi með Hægri í
ýmsum sveitarstjórnum. Áður var um það
óskráð samkomulag meðal annarra flokka
að hundsa Framfaraflokkinn í einu og öllu.
Stefna Framfaraflokksins er sérkennileg
blanda af róttækri frjálshyggju og henti-
stefnu. Formaðurinn er sérlega flinkur við
að spila á hvers kyns óánægju meðal kjós-
enda og lætur ekkert tækifæri fram hjá sér
fara.
að Verkamannaflokkurinn sé betur til þess
fallinn að stjórna en aðrir flokkar.
Á sama tíma hefur Verkamannaflokkur-
inn legið undir gagnrýni fyrir að slaka um of
á stefnunni og einblína þess í stað á völd og
áhrif. Ein af ástæðum þessa kann t.d. að vera
sú að flokkurinn hefur að undanförnu oft
þurft að aðlaga sig kröfum miðjuflokkanna
til að koma málum gegnum þingið. Auk þess
eru markaðslögmálin hærra skrifuð nú en
áður, líkt og í öðrum evrópskum krataflokk-
um.
Hægri
Hægri er hefðbundinn íhaldsflokkur og
hefur alltaf verið höfuðandstæðingur
Verkamannaflokksins. Frá því að
stjórn borgaraflokkanna féll fyrir
tveimur árum hefur flokkurinn ekki
náð að festa sig í sessi sem stærsti
stjórnarandstöðuflokkurinn. Meðal
annars hefur Jan P. Syse, sem tók við
formennskunni af Káre Willoch, ekki
náð að vinna tiltrú og traust hinna
borgaraflokkanna sem forsætisráð-
herraefni. Sömuleiðis er tiltrú hans
eigin flokksmanna ekki of mikil, þótt
í þeim röðum sé enginn sem séð verð-
ur að ógni veldi hans.
Flokkurinn hefur ákveðið að gera
inngöngu í Efnahagsbandalag
Evrópu að kosningamáli. Það gæti
hugsanlega orðið til að bæta útkomu
flokksins í kosningunum en um leið
dregur það úr líkum á stjórnarsetu að
kosningum loknum, þar sem Miðju-
flokkurinn hefur gert andstöðuna
gegn EB að sínu helsta kosningamáli.
Jon Michelet er talin ein helsta von norskra regnhlífar-
samtaka í kosningum til Stórþingsins næstkomandi
haust. Hann er vinsæll maður og á skrautlega fortíð
sem sjómaður, blaðamaður, sakamálasaganhöfundur
og kommúnisti.
Framfaraflokkurinn
Samkvæmt skoðanakönnunum
gæti þingflokkur Framfaraflokksins
stækkað úr því að vera sá minnsti á
þinginu með aðeins tvo fulltrúa í það
að vera sá þriðji stærsti með 15 til 20 þing-
menn. Og allt bendir til að flokkurinn verði
áfram í oddaaðstöðu.
Framfaraflokkurinn á sér stutta en merki-
lega sögu. Upphaflega hét hann Flokkur
Andreas Lange og fékk fyrst fulltrúa á þing
árið 1973. í kosningunum 1977 féll flokkur-
inn út af þingi en 1981 kom hann aftur inn
með fjóra fulltrúa. Þá hafði flokkurinn feng-
ið nafnið Framfaraflokkurinn og Carl I.
Hagen hafði tekið við formennskunni af
Lange.
Síðustu ár hefur flokkurinn fengið stór-
aukið fylgi í skoðanakönnunum og í fylkis-
og sveitarstjórnakosningunum 1987 var
Verkamannaflokkurinn
Verkamannaflokkurinn hefur heldur
verið að sækja í sig veðrið að undanförnu
eftir hægribylgjuna sem reið yfir Evrópu í
byrjun 8. áratugarins.
Það hefur ekki verið auðvelt fyrir minni-
hlutastjórn að stjórna Noregi síðustu misseri
á tímum stöðnunar og samdráttar og nú síð-
ast með vaxandi atvinnuleysi. En styrkur
stjórnarinnar, og um leið Verkamanna-
flokksins, liggur kannski ekki hvað síst í því
að andstæðingunum hefur ekki tekist að
koma sér saman um aðrar og betri leiðir. Þar
með hefur tiltrú almennings um leið vaxið á
Kristilegi
þjóðarflokkurinn
Kristilegi þjóðarflokkurinn er
stærstur af þremur miðjuflokkum
norskra stjórnmála. Hinir eru Miðju-
flokkurinn og Vinstri.
Flokkurinn hefur að undanförnu átt í inn-
byrðis deilum eftir að ung kona, Kristin Aase
kynnti í miðstjórn flokksins hugmyndir sínar
um breyttar áherslur varðandi fóstureyð-
ingalögin. Andstaðan gegn fóstureyðingum
er heilagt mál í flokknum og allt fór í loft
upp. Gamlir flokkshestar með Káre Kristi-
ansen í broddi fylkingar hlupu upp og Kristi-
ansen sem er fyrrverandi formaður hótaði
úrsögn úr þingflokknum. Honum þótti sem
flokkurinn hefði sveigt óþarflega mikið til
vinstri og krafðist þess að dregið yrði úr
áhrifum Aase og fleiri ungliða á stefnu
flokksins. Allt bendir til að Kristiansen hafi
30