Þjóðlíf - 01.06.1989, Qupperneq 32
ERLENT
Líflegur amerískur
skilnaður
Roxanne Pulitzer 37 ára gömul
fráskilin kona eftir milljaröamær-
inginn Pétur Pulitzer er enn tilefni
hneykslismála mörgum árum
eftir skilnaöinn. Til aö byrja meö
varö útkoma sjálfsævisögu
hennar„Pulitzerverðlaunin“mik-
iö hneyksli en nú hefur hún efnt til
meiri láta um villt hjónaband
þeirra Péturs sem er erfingi
Jospehs Pulitzers sem stofnaði
til verölaunanna á sínum tíma.
Nú er verið aö gefa sögu hennar
útípappírskilju, en þarergreintá
opinskáan hátt frá óvenjulegu og
kraftmiklu kynlífi hennar meö og
án Péturs. Á blaðamannafundi
var hún spurö um örvandi áhrif
trompet hljóöfæris á kynlífið, en
þaö er meðal þess sem fram
kemur í téöri bók. Hún svaraði:
„Ég hef nú orðið meiri áhuga á
tréblásturshljóöfærum..."
Roxanne Pulitzer.
Viðvörunarkerfið í
gang
Nýveriö varö Barbara Bush 63
ára gömul forsetafrú í Bandaríkj-
unum fyrir óvenjulegri reynslu í
Hvíta húsinu. Barbara haföi veriö
til meöferöar vegna offram-
leiöslu skjaldkirtils og þurft að
drekka geislavirkan joð-drukk af
þeirri ástæðu. Nú getur hún ekki
komið óséö inn á heimili sitt, því
meöaliö hleypir viðvörunarkerfi
af stað í Hvíta húsinu. Um leið og
forsetafrúin gengur inn í bygg-
inguna fara skynjarar, sem einn-
ig eru stilltir inn á geislavirkni.af
staö og þá hvín í sírenum og
hljóöpípum hússins...
Carmen Liera Moravía 34 ára gömul seinni kona ítalska rithöf-
undarins Alberto Moravia, sem er 81 árs, reiddist Gaddafi Líbíu-
leiðtoga harkalega á dögunum. Carmen er blaöamaður og m.a.
þekkt vegna ástarsambands síns við Dschumblat leiðtoga
Drúsa í Líbanon. Hún heimsótti Líbíu fyrir ítalskt blað og beið
eftir viðtali við Gaddafi, sem hún hafði fengið loforð fyrir. Gadd-
afi lét hins vegar ekki sjá sig og Carmen jós sér yfir hann í
ferðafrásögn eftir að hún kom til Ítalíu. „Gaddafi meðhöndlaði
mig eins og þræl“...
Heimsóknarréttur
fyrir lesbískan föður
Eftir aö til sögu komu gervifrjóvg-
un, lánsmóðir og lagalegir mögu-
leikar á aö samkynhneigt fólk
gæti tekið að sér fósturbörn í
Bandaríkjunum hafa ýmsar aör-
ar afleiðingar komið í Ijós. Terri
Sobol 32 ára gömul lesbía lenti í
málaferlum við fyrrverandi sam-
býliskonu sína. Sambýliskonan
ól barn fyrir þremur árum en eftir
að hiö lesbíska samband þeirra
rann út í sandinn fékk Terri ekki
leyfi til aö heimsækja barnið,
sem þær höföu alið saman upp.
Fyrir rétti kraföist T erri Sobol um-
gengnisréttar sem „faöir“ barns-
ins — meö árangri. „Sannarlega
sögulegur úrskurður", sagöi lög-
maður hennar eftir dómsúrsk-
urö...
Nasistagleði á aldarafmæli Hitlers.
Nýnasistar runnu á
rassinn
Nýnasistar ætluöu aö eiga stóra
stund. Foringi hreyfingarinnar,
Michael Kuhnen (33 ára) hafði
undirbúið þennan dag í fjögur ár.
Hundraðasti afmælisdagur Hit-
lers 20.apríl 1989 átti að veröa
upphaf að stórsókn nýnasista.
En foringinn ungi varö aö bíta í
það súra epli aö taka ekki þátt í
„hátíðarhöldum". Hann lá á
sjúkrahúsi vegna botnlangask-
urðar. í staö þess stjórnaöi
næstráðandi aðgerðunum, sem
runnu aö mestu leyti út í sandinn.
í mörgum borgum Vestur-Þýska-
lands haföi veriö blásiö til aö-
geröa en víðast hvar varö ekkert
úr neinu. Hins vegar greip víöa
um sig hræösla vegna lausa-
fregna í fjölmiðlum um væntan-
legar aðgerðir nýnasista gegn
Tyrkjum og öörum útlendingum
á afmælisdegi Hitlers. Tyrknesk-
ir kaupmenn lögðu járn fyrir
glugga verslana, víöa létu for-
eldrar börnin sitja heima og til-
kynntu veikindi í skólunum (allt
aö 70% fjarvera) og sums staðar
skipulögöu tyrknesk ungmenni
varnarsveitir. Lögreglan í Ham-
borg haföi t.d. afskipti af 40
manna flokki Tyrkja, sem haföi
vopnast vegna þessa. En sem
betur fer runnu aögeröir nýna-
sistanna út í sandinn og fregnirn-
ar um árásir þeirra á íbúðahverfi
Tyrkja reyndust ekki á rökum
reistar. Þráttfyrirspennu þrungið
andrúmsloft reyndist kvöldiö
20.apríl hiö rólegasta. Nokkrir
hópar létu þó Ijósmynda sig á
Hitlersdeginum, „þaö eru ennþá
til Þjóðverjar sem eru honum
þakklátir", sagöi einn nýnasist-
inn...
George og Barbara Bush ásamt fjölskyldu.
32