Þjóðlíf - 01.06.1989, Blaðsíða 36

Þjóðlíf - 01.06.1989, Blaðsíða 36
eðlis um „mikilvægi traustra fyrirtækja fyrir þjóðarbúið" og lét í leiðinni í ljósi efasemdir um að „lýðveldið væri það stjórnskipulag sem heppilegast væri fyrir Þýskaland“. Deilt hefur verið um það hversu vel menn tóku ræðu Hitlers: sumir sjónarvottar segja klapp- ið sem á eftir fylgdi hafa verið mikið, einkum meðal yngri manna, aðrir lítið. Líklegt verð- ur því að teljast að það hafi verið einhvers staðar þar á milli. Eini opinberi stuðningsmaður Hitlers í röðum eigenda stórfyrirtækja, Fritz Thys- sen, þakkaði Hitler ræðuna á eftir. Ymsir aðrir stórkapítalistar voru þeirrar skoðunar á þessum tíma — þótt þeir hömpuðu henni ekki — að not mætti hafa af nasistum, þá mætti taka inn í landstjórnina, en helst án Hitlers. Var Strasser einkum nefndur sem hugsanlegur ráðherra. Fjárframlög stórkapítalista til nasista voru aldrei veruleg, en náðu hámarki í júlí 1932 þegar kosið var til þings. Talið er að þá hafi um 15 prósent þeirra peninga sem fyrirtæki veittu stjórnmálaöflum, runnið til nasista. Tölur þessar eru þó ekki traustar: í stríðslok eyddu mörg þýsk fyrirtæki gögnum sínum um þessi mál. Nasistaflokkurinn — flokkur allra stétta í kosningunum í júlí 1932 hlutu nasistar hæstu atkvæðatölu sína í lýðræðislegum kosningum: 37,3 prósent greiddra atkvæða. Síðan virtist vegur þeirra liggja niður á við: Aftur var boðað til kosninga í nóvember sama ár og þá tapaði flokkurinn atkvæðum, hlaut aðeins 33,1 prósent fylgi. Hverjir kusu nasista? í nýjustu rannsóknum er haldið fram að þýski nasistaflokkurinn hafi verið fyrsti stjórnmálaflokkurinn í Evrópu sem höfðaði til nánast allra stétta þjóðfélagsins í einu. Hann var þó fyrst og fremst flokkur mótmæl- enda; stuðningur kaþólikka var lítill. Það er hins vegar alþekktur misskilningur, að at- vinnuleysingjar hafi verið stór hluti stuðn- ingsmanna nasista; þeir voru traustasti stuðningshópur kommúnista. Hins vegar studdi stór hópur vinnandi verkamanna Nas- istaflokkinn. Þetta voru óvenjulegir verka- menn, verkamenn á landsbyggðinni, verka- menn í smáiðnaði og öðru handverki, lestar- þjónar, póstmenn, einkennisklæddir verkamenn. Þessir verkamenn höfðu það heldur skárra en aðrir, en þeir óttuðust að glata forréttindum sínum. Því veittu þeir nasistum atkvæði sitt. Fullyrða má, líkt og áður sagði, að Nas- istaflokkurinn hafi aldrei verið sá kostur sem stórkapítalistar töldu bestan. Þegar þeir sáu hins vegar að uppgangur nasista jókst stöð- ugt, tók áhugi þeirra á flokknum að aukast. Margir þeirra vildu fá nasista með í sam- steypustjórn með gömlu hægriflokkunum. Kosningastefna þeirra beindist ávallt að því að halda lífi í þessum flokkum og halda þeim sem stærstum, m.a. með valdahlutföll í hugs- anlegri samsteypustjórn við nasista í huga. Sú fullyrðing að „stórkapítalistar hafi komið nasistum til valda“ eða „keypt Hitler inn í kanslaraembætti" er augljóslega mjög orðum aukin og raunar beinlínis röng. Allt fram að valdatöku samsteypustjórnar Hitl- ers 30. janúar 1933 voru þeir klofnir í afstöðu sinni til nasista. Hins vegar áttu stórkapítalist- ar mikinn þátt í hnignun lýðræðislegra stjóm- arhátta í landinu sem þeir voru ávallt andvígir og á þann hátt stuðluðu þeir beint að falli lýðveldisins og þar með valdatöku nasista. Fullyrða má eftirfarandi: Valdataka Hitlersstjórnarinnar hefði tæp- ast orðið ef hópar úr gömlum hástéttum landsins hefðu ekki lýst stuðningi við hana. Þessir hópar höfðu mest áhrif á gjörðir hins aldna forseta Hindenburgs: Gömlu júnkarn- ir, landeigendur, stórbændur, hluti stórkap- ítalista og hluti ríkishersins. Samstaða þess- ara afla um valdatöku Hitlersstjórnarinnar reið baggamuninn. 20. janúar 1933 tekur við völdum sam- steypustjórn í Þýskalandi sem í eiga sæti ráð- herrar úr Nasistaflokknum og Þjóðernissinn- aða Þjóðarflokknum, DNVP, auk óflokks- bundinna ráðherra. Þessi stjórn styðst við minnihluta atkvæða í Ríkisdeginum. Kansl- arinn, Adolf Hitler, ákveður þegar í samráði við varakanslarann Franz von Papen að reynt skuli að tryggja stjórninni þingmeiri- hluta. Þegar er boðað til kosninga og þingið sent heim. í stjórnarskránni er kveðið á um að sextíu dagar geti liðið fram að kosningum og á meðan er ríkisstjórnin óháð þinginu. Ríkisstjórn nasista og hægriflokksins DNVP sem meðal annars naut stuðnings stórkap- ítalista, hefst þegar handa um að ryðja burt andstæðingum sínum: ofsóknir gegn komm- únistum og einnig jafnaðarmönnum, hófust þegar í febrúar 1933. Tuttugasta febrúar hitti Hitler leiðtoga iðnrekenda, þeirra á meðal Krupp, að máli á fundi á heimili Görings. Þar tókst Hitler að tryggja sér stuðning þeirra fyrir kosningarn- ar 5. mars: fyrir þær kosningar sem Hitler hugsaði til að tryggja samsteypustjórn sína í sessi, runnu þannig miklar fjárhæðir úr sjóð- um stórkapítalista til nasista. Hitlersstjórnin, jafnt nasistar sem þjóð- ernissinnar, stefndi frá upphafi að því að lög yrðu samþykkt í landinu, sem tryggðu ein- ræði hennar. Til þess þurfti stjórnarskrár- breytingu og tvo þriðju atkvæða í Ríkisdeg- inum. I kosningunum 5. mars náði stjórn nasista og þjóðernissinna naumum meiri- hluta á þingi, rétt rúmlega 50 prósent at- kvæða. En tvo þriðju þurfti til að stjórnar- skrárbreyting næði fram að ganga. Flétta Hitlers fólst í því að fangelsa eða hrekja í felur þingmenn kommúnista. Að þeim fjar- verandi munaði litlu að markmiðið næðist, nægur meirihluti fengist á þingi. 36
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.