Þjóðlíf - 01.06.1989, Blaðsíða 40
MENNING
útgáfa af sjálfum mér. Magnús er lögfræð-
ingur. Hann er jafnaldri minn. Eftir stúd-
entspróf þegar ég hélt að ég kæmist aldrei í
kvikmyndaskóla byrjaði ég í lögfræði og ég
hef stundum hugsað um það síðan, hvað um
mig hefði orðið ef ég hefði verið... hvað á ég
að segja? ... ja, svona tempraðri manneskja í
geðslagi og klárað lögfræðina mína með bók-
færslu og öllu — og gengið inn í embættis-
mannakerfið hérna. Hvurslags manneskja
væri ég? Og hvernig liði mér? Hvað væri ég
að horfast í augu við? Þessar pælingar voru
kannski kveikjan að Magnúsi, sem er þá eins
konar „alter ego“.
Eitt er að fá hugmynd að kvikmynd, annað
að skrifa hana og erfiðast er að kvikmynda
hana, a.m.k. ef tekið er tillit til peninga.
Hvernig gekk að fá fjármagn í Magnúsl
— Það var svosem sama aðferð og fyrri-
daginn. Það er að segja ég fjármagna hana
sjálfur. Ég á hana sjálfur. Þurfti að veðsetja
allt sem fjölskyldan á og það sem upp á vant-
ar hef ég fengið í styrk úr Kvikmyndasjóði.
Og án þess styrks hefði ég ekki ráðið við að
gera þessa mynd. Ég hef haft meira svigrúm
við gerð þessarar myndar en áður, enda
hefði ég ekki nennt að halda áfram á sama
hátt og ég hef orðið að vinna til þessa.
Það veitir mér enga ánægju lengur að
Tilraun til henging-
ar. Magnúserleikinn
af Agli Ólafssyni.
án þess að vera með hamagang og læti og
gefa leikurunum kost á því að njóta sín án
þess að vera að „tjúna þá upp“ með þeim
brögðum sem kvikmyndagerðin hefur yfir að
ráða.
— Það er skemmtilegt við kvikmynda-
gerðina að hún er full af töfrabrögðum og
blekkingum. Þetta er blekkingamiðill.
John Wayne sálugi fékk Óskarsverð-
laun fyrir leik í þessum miðli. Sem
ugglaust voru mjög verðskulduð,
en mér er til efs að hann hefði
unnið til margra verðlauna á
leiksviði. En hver veit? í öllu
falli fannst mér kyrrlátur og ein-
faldur frásagnarmáti henta
þessari inynd. Henta Magmísi.
Hvers son er Magnús?
— Magnús er Bertelsson.
Það er náttúrlega sérviska í
mér að hafa hann Bertelsson,
en mér finnst Magnús vera
nokkurs konar
önnur
40