Þjóðlíf - 01.06.1989, Side 42

Þjóðlíf - 01.06.1989, Side 42
MENNING Þórhallur Sigurðsson, Jón Sigurbjörnsson, Þráinn Bertelssson og Egill Ólafsson við töku Magnúsar. búið að gera 25 myndir. Nú kemur stundum til mín ungt fólk og spyr hvort mér finnist það vera klikkun að ætla að reyna að komast í kvikmyndaskóla. Aldeilis ekki. Ég get ekki betur séð en það sé búið að dúka borðið. Það eru að vísu ekki komnar á það neinar kræs- ingar, en partíið er rétt að byrja og vonandi koma margir gestir og hver og einn leggur eitthvað gott til með sér. Partíið er komið í gang. — En það er þetta óþol, þessi gleypugang- ur sem ætlar allt að drepa. Heimsmeistara- veikin og allt það. Þessar eilífu spurningar: Kvikmyndavorið — og er ekki komið haust? Auðvitað getur þetta allt drepist hvenær sem er. Það þarf ekki nema einn idjót sem fjár- málaráðherra til að þurrka þetta út á einu bretti. Einn menningarfjandsamlegan fjár- málaráðherra. Auðvitað er þetta allt í lífs- hættu. Allt heila klabbið. Við lifum ekki á bókmenntaarfinum enda- laust og getum ekki alltaf' verið að státa okk- ur af honum. Tímarnir hafa breyst. Hefur bókmcnntaþjóðin íslenska ekkert breyst? Lifuni við ennþá á sama arfi? Höfum við ekki drcgist afturúr? — Afturúr? Neinei. Er það nokkuð? Við vinnum kannski engin kapphlaup en við get- um tekið þátt í þeim. Við getum verið með. Að minnsta kosti í menningu og listum. List- ir eru ekki keppnisíþrótt. Við eigum ekki í samkeppni við neinn í listum nema okkur sjálf. Spurningin er bara hvort við höfum döngun í okkur til að taka þátt, hvort við viljum eiga menningu og hvort við viljum notfæra okkur það sem kvikmyndagerðin, þessi öflugasti listmiðill 20. aldarinnar getur fært okkur. — í listum eins og flestu öðru gildir það eitt að halda áfram að vinna, halda stöðugt áfram og leggja áherslu á að vanda sig við það sem maður gerir og reyna að gera alltaf betur en síðast. Við verðum að fá að gera helling af mistökum. Við verðum að gera helling af myndum sem enginn kemur til að sjá, sem öllum þykja leiðinlegar. Hjá því verður ekki komist. Mér vitanlega er engin leið til að ná árangri önnur en sú að halda áfram að vinna. Og sá sem vinnur lengst og vinnur mest nær yfirleitt mestum árangri. — Að vísu er hér landlægur sá misskilning- ur um þessar mundir að sá sem er mestur skítakarakter nái lengst í öllum greinum. Þetta er bara misskilningur sprotinn upp úr frjálshyggjunni, gömul víkinga- og villi- mannahagfræði. Þetta er misskilningur vondra manna. Og það fer alltaf illa fyrir vondum mönnum að lokum. Það höfum við að minnsta kosti séð í bíó. (Hlær). Við verð- um bara að halda áfram að puða og það skilar sér. Aðrar þjóðir eru svo lukkulegar að hafa haft efni á að eignast kvikmynda- hefð. En við erum bara nýlenda sem ekki er búin að jafna sig eftir aldalanga kúgun og fátækt. Við erum bara hvítir villimenn nýbúnir að fá sjálfstæði og gerum okkur ekki grein fyrir því í allsnægtavíinunni að við get- um hæglega glatað þessu sjálfstæði aftur í einhverjum fíflagangi. Við hömumst við að flytja inn ómerkilegt glingur og drasl frá öll- um heimshornum og látum frá okkur verð- mætan fisk í staðinn sem við höfum aflað með lífsháska og striti. Við erum að fylla landið af skrani. Við erum eins og þeir menn sem við köllum frumstæða af því að þeir eru til í að kaupa glerperlur og láta gull á móti. — Og sem nýlenda eigum við enga hefð í kvikmyndagerðinni. Nýlenduherrarnir dönsku eiga aftur á móti einhverja lengstu og eftirtektarverðustu tradisjón í heiminum, þar hefur kvikmyndagerð verið stunduð af krafti jafnlengi og kvikmyndagerð hefur þekkst í veröldinni. Við verðum að fara að komast út úr þessum kúgaða hugsunarhætti, þessum villta hugsunarhætti og við verðum að snúa okkur að því að fara að byggja upp einhver sameiginleg verðmæti í landinu. Ekki innflutt glingur. Heldur íslenskan auð. Efnislegan og menningarlegan. Menning þjóðarinnar varðveitist ekki endalaust á þessum stórkostlegu kálfskinnum í Árna- stofnun. Þessi kálfskinn geta ekki varðveitt menningu okkar nema að litlu leyti af þeirri einföldu ástæðu að hún varðveitist hvergi nema í brjóstum okkar sjálfra. — Við verðum að losna við minnimáttar- kenndina og stórmennskubrjálæðið og reyna að eignast íslenskt jafnaðargeð. Má ég segja þér lítinn brandara úr Magmísi sem tengist þessu. Þannig er að það er kona sem mistek- ur leigubílstjóra fyrir útlending og ávarpar hann á ensku en hann svarar henni á ís- lensku. Þá skammast hún sín fyrir mistökin og segir: „Ertu íslendingur?" Þá svarar mað- urinn, mjög feimnislega: „Já, ég er bara ís- lendingur.“ Og það er þetta „bara“ sem mér finnst svo grátbroslegt, þessi minnimáttar- kennd okkar. Við verðum að losna við hana, og það gerum við ekki nema við búum til eitthvað sjálf sem okkur þykir einhvers virði. Þannig verðum við almennilegar manneskj- ur, sagði Þráinn Bertelsson að lokum. Marteinn St. Þórsson 42

x

Þjóðlíf

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.