Þjóðlíf - 01.06.1989, Page 43

Þjóðlíf - 01.06.1989, Page 43
MENNING Haraldur Kristjánsson og Daníel Ingi Pétursson í hlut- verkum sínum. Sesselía Traustadóttir leikhússtjóri. „Við vorum þrjátíu sem stofnuðum Ljóra“. kunnugt ákváðu kennararnir að fara í verk- fall og þar með tæmdust skólarnir. Til að byrja með var verkfallið kærkomið fyrir okk- ur, því fyrir vikið gafst okkur betri tími til æfinga, en þegar æfingum lauk var allt annað upp á teningnum, því þar sem skólinn var mannlaus var ákaflega erfitt fyrir okkur að koma sýningunum á fjalirnar. Allavega freistaði okkar ekki mikið að sýna fyrir tóm- um sal. — Við þurftum ekki að rannsaka bæjarlíf- ið lengi til að átta okkur á því að rúm væri fyrir nýtt leikhús í miðbænum, allavega nú í sumar. Og við þurftum heldur ekki að leita lengi að hentugu húsnæði. Þannig var að Haraldur Kristjánsson hitti forráðamenn skemmtistaðarins Tunglsins við Lækjargötu að máli og innti þá eftir því hvort mögulegt væri að fá afnot af Bíókjallaranum undir Stórborgar- blúsí reykvískum kjallara Nýtt leikhús, Kaffilcikhúsið, hefur tekið til leiklistarstarfsemi. Þeir tóku þessari mála- leitan mjög vel enda geta þeir á þennan hátt aukið nýtinguna á húsinu án tilkostnaðar. Úr varð að við fengum aðstöðuna ókeypis en á móti tryggjum við þeim aðsókn og auglýsum staðinn um leið og sýningar okkar. Það má því segja að þetta fyrirkomulag sé allra hag- ur. — Það er mjög ánægjulegt fyrir okkur að vera að stofna nýtt leikhús í hjarta borgar- innar. Nú er Leikfélag Reykjavíkur að hætta sýningum í Iðnó þannig að Kvosin var eigin- lega að verða snauð af leiklist. Úr þessu höf- um við nú bætt og þó svo að það heyrist oft að erfiðlega gangi að fá fólk til að sækja leikhús þá tel ég að Kaffileikhúsið eigi fram- tíð fyrir sér. Allavega ætlum við að reka ódýrt, skemmtilegt og huggulegt leikhús með fjölbreyttu efnisvali. Hugmyndin er að taka upp samstarf við fleiri leik- hópa, bæði áhugamanna- og at- vinnuhópa. Ég á von á grósku- miklu leiklistarlífi í Kvosinni í sumar og við í Kaffileikhúsinu erum sannfærð um að fólk eigi eftir að njóta þess að sjá sýning- ar hjá okkur, sagði Sesselía Traustadóttir að lokum í samtali við Þjóðlíf. Kristján Ari. starfa í hjarta Rcykjavíkur, nánar tiltekiö í Bíókjallaranum í Kvosinni. Fyrsta verk þessa nýja leikhúss er „Saga úr dýragarðin- um“ eftir Edward Albee í þýðingu Thors Vil- hjálmssonar. Verkið er eins konar „stórborgarblús“ og gerist í Central Park á Manhattan í New York. Verkið fjallar um tvo menn, millistétt- armann og utangarðsmann, sem hittast þar fyrir tilviljun og taka tal saman. Samtal þeirra snýst um þá sjálfa, líf þeirra og fortíð og með þeim tekst vináttusamband með togstreitu og átökum. Leikstjóri er Arni Blandon en með hlutverkin tvö fara þeir Haraldur Kristjánsson og Daníel Ingi Péturs- son. „Leikhúsið varð til út frá lítilli hugmynd sem kviknaði í miðjum próflestri fyrir jólin í fyrra. Þá ákváðum við nokkrir öldungar í Menntaskólanum við Hamrahlíð að fara fram á það við stjórnendur skólans að ráðinn yrði leikstjóri til að liðsinna okkur öldungar- deildarnemum við að færa upp leiksýningu á vorönninni. Skólayfirvöld brugðust vel við þessari málaleitan okkar og í kjölfarið var leikfélagið Ljóri stofnað. En vegna verkfalls framhaldsskólakennara varð lítið um sýning- ar. Því varð úr að nokkrir áhugasamir félagar í Ljóra ákváðu að stofna leikhús fyrir al- menning og sú er tilurð Kaffileikhússins“, sagði Sesselía Traustadóttir, leikhússtjóri Kaffileikhússins, þegar Þjóðlíf __________ spurði hana hver sagan að baki þessa nýja leikhúss væri. — Eitt af því fyrsta sem Árni Blandon gerði þegar hann byrj- aði að leikstýra nemendum Öld- ungadeildarinnar var að stinga upp á því að við stofnuðum leik- félag og í þeirri umræðu fæddist leikfélagið Ljóri. Við vorum um þrjátíu nemendur sem stofnuð- um Ljóra og okkar beið mikil og tímafrek vinna. Við lögðum nótt við dag við æfingar og höfð- um hugsað okkur að hefja sýn- ingar í skólanum nú í vor. Þær fyrirætlanir fóru hins vegar allar í vaskinn því eins og öllum er 43

x

Þjóðlíf

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.