Þjóðlíf - 01.06.1989, Side 44

Þjóðlíf - 01.06.1989, Side 44
MENNING Mér líður vel fyrir austan Segir Ríkharður Valtingojer, sem búið hefur á Stöðvarfirði síðustu árin Ríkharður eða réttu nafni Richard, hefur búið hér um árabil. Hann er myndlistarmað- ur og kennari við Myndlista- og handíða- skóla íslands. Hann býrmeð fjölskyldu sinni á Stöðvarfirði, þar sem þau opnuðu nýlega gallerí, hið fyrsta á Austfjörðum. Galleríið ber nafnið Snærós. Slíkt frumkvæði er mik- illar athygli vert og lék okkur hugur á að fræðast meira um listamanninn sem kemur frá Austurríki. Hvað hefurðu búið hérna lengi? — í næstum 30 ár. Hvað er það heist sem þú telur að hafi haft áhrif á líf þitt og list hérna? — Ég hef mjög mikið lært. Fyrstu tvö árin var ég til sjós og þar lærði ég margt. Ég vann störf sem ég hafði ekki kynnst áður og vinn- an var erfið. Og múrallinn vafalaust mjög úlíkur því sem þú þekktir. — Já, það var auðvitað sjórinn og svæðið þröngt sem 10-20 manns þurftu að athafna sig á. Ég fann mjög sterkt hvernig munaði um hvern einasta rnann. Allir höfðu ák- veðnu hlutverki að gegna. Mér fannst það ákaflega heillandi, líka að vera í burtu. Og víðátta sjávarins auðvitað. Eftir þessi tvö ár sneri ég aftur til Austurríkis. Vinir mínir héldu því fram að ég hefði breyst mikið en sjálfur fann ég ekki fyrir því. Þeir höfðu hald- ið áfram á sínu sviði, en ég upplifað svo mikið á sjónum og lífsviðhorf mitt gjör- breyst. Ég notaði tímann á sjónum til þess að lesa, — las gífurlega mikið og hugsaði mikið. Ég málaði ekkert í þessi tvö ár. Það var enginn tími til þess, nema hvað ég gerði ein- staka skissur. Hvað varð til þess að þú hættir á sjónum? — Það var tiltölulega erfitt að hætta, en ég komst að því að ég gat ekki hugsað mér að gera sjómennskuna að ævistarfi. En á eftir í a.m.k. hálft ár varð ég að fara á hverjum degi niður að höfn og mátti ekki sjá togara án þess að óska þess að ég væri um borð. Þetta var rómantískur tími. Ég kom hingað strax eftir skóla og á ís- landi flest að þakka. Ekki bara vegna þess að ísland hafi gefið mér svo rnikið, heldur vegna þess að ísland skýrir afstöðu mína til Austurríkis og annarra landa. Ég hef notað ísland sem viðmiðunarpunkt eins og Austur- ríki. Ef maður þekkir tvo punkta er auðvelt að finna þann þriðja! Umhverfið hef ég mikið notað í myndum mínum til þess að túlka skoðanir mínar og þar á Island stóran þátt. A öllum mínum skólaárum málaði ég ekki eina einustu lands- lagsmynd. Það var ekki í tísku. En þegar ég kom hingað þurfti ég að melta þetta og kom- ast nær umhverfinu. Pá fór ég að mála lands- lag og í um þrjú ár málaði ég einungis lands- lag. Ég málaði það af mikilli hrifningu, í stórum einföldum flötum, í línum sem við sjáum ekki vegna gróðurs og grjóts. Ég bein- línis þurfti að mála landslag. Síðan hætti ég því í lengri tíma, en notaði það síðan aftur til að sýna hvað við værum að gera við landið, hvernig við værum að eyðileggja það. Þá notaði ég landslagið stundum sem andstæðu t.d. setti lík í landslag, til að túlka geggjun þess sem maðurinn er að gera. Núna uppá síðkastið hefur það enn á ný komið inn í myndirnar mínar en í öðru formi, t.d. mynd- irnar „ofan þoku“, sem eru landslag í sinni upprunalegu mynd, form þar sem maðurinn hefur hvergi komið nærri, ekkert sett í, engin rómantík. E.t.v. landslag eins og ekki er hægt að upplifa það, en virkar eins og þyngd- arpunktur á það sem við erum að gera við landið. I kristnum löndum er farið illa með land og fólk. Það er skrýtið að einmitt í kristinni trú skuli manninum vera ætlað að drottna yfir náttúrunni og það er reynt að leysa hann út úr henni, gera hann betri eða meiri en tré eða dýr. Þetta er ein hlið heimspeki og trúar. Núna búurn við yfir tækni til að drottna yfir jörðinni. Tæknin getur eyðilagt hana og snúist þannig gegn okkur af því að við eigum ekki að drottna yfir henni, engu. Maðurinn skapar ekkert og á þess vegna ekki að drottna yfir neinu. Lengi vel fannst mér eini kostur kristinnar trúar vera að hún boðar ást á náunganum. En ég fann út að sá boðskapur var algjörlega út í hött. Ef maður elskar sína nánustu er það geysimikið. Það er kannski hægt að segja að maður beri virðingu fyrir náunga sínum, það er nógu erfitt, en að elska, það er geggjun! Það er vonlaust. En þetta er sá boðskapur, sem ég ólst upp við. Ég stundaði nám í kaþólskum klausturskóla á menntaskólaárum mínum. Ég var bara ósköp venjulegur strákur, en í lok hvers skólaárs var sagt að nú væri ég endanlega rekinn. En ég átti sterka aðila að og var þarna í fimm ár. Þú hefur þá reynt að mótmæla boðskap trúar þinnar? — Ég þurfti þess ekki. Ég var áhorfandi. Við urðum að skrifta einu sinni í viku, en einhvern veginn var það svo skrýtið að allt sem mér fannst gott, fannst þeim ekki. Seinna, svona á árunum 1972-79 aðhylltist ég sósíalisma og vildi breyta heiminum. Síðan missti ég trúna á að það væri hægt. Ef manni tekst að breyta afstöðu sinni gagnvart sínum nánustu er mun meira áorkað. Að geta verið almennilegur við sína nánustu er heilmikið, -að vera góður. Hvað áttu við með góður? — T.d. að ala börnin þannig upp að við höfum tíma fyrir þau og lítum á þau sem jafningja og gerum líf okkar heima að uppá- komu á hverjum degi. Dagur sem endar leið- inlega er tapaður dagur. Ég er ekki að tala um að vera góður í kristilegum skilningi, sem er náttúrlega algjörlega „far out“ (fráleitt), heldur að reyna að fá eitthvað út úr hverjum 44

x

Þjóðlíf

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.