Þjóðlíf - 01.06.1989, Blaðsíða 45
MENNING
„Ég hef alltaf haft
góðar taugar til
kvenna, misjafnlega
eftir tímabilum og
aldri, en laðast
mikið að þeim. Mér
finnst þær heilli en
karlmenn", segir
Ríkharður
Valtingojer m.a. í
viðtali við Guðrúnu
Túliníus.
degi. Það er erfitt að hafa stjórn á „agres-
sjónum“ sínum.
Ert þú fullur af þeim?
— Það eru allir fullir af þeim, annars liti
heimurinn allt öðruvísi út.
En hvað með árin fyrir 1972, ef þú lítur til
baka og hugsar síðan um sjálfan þig núna,
ertu allt annar maður?
— Nei, sennilega er ég það ekki, en það
sem ég hef misst er þessi trú að hægt sé að
breyta heiminum. í kringum ’68 fylltist ég
von um að hægt væri að skapa betra þjóðfé-
lag. Það er ekki af svartsýni að ég segi að það
er sáralítið gott af því sem mennirnir gera.
Þegar við byggjum hús eyðileggjum við jörð-
ina undir. Þar vex aldrei aftur fífill.
En hvað með fallegt mannlíf inni í húsinu í
staðinn?
— Það sprettur alltaf eitthvað upp, en það
sprettur ekki alltaf gott upp af góðu. Þróunin
er ekki sú í lífinu. Við byrjum ávallt uppá
nýtt, hlutirnir endurtaka sig ekki í sömu
mynd, heldur í breyttri.
Hefur samviskan aldrei plagað þig?
— Ég hef alltaf þótt hafa lélega samvisku.
Ég sá dálítið snemma í lífinu að það að fá
móral og sjá eftir hlutunum var vonlaust og
hætti því algjörlega eftir að kaþólsku skóla-
árunum lauk. Auðvitað hef ég fengið eitt og
eitt kast og fundist ég vera slæmur maður, en
ég hætti að hafa móral, tók hann úr sam-
bandi. Ef maður hefur ekki rænu á að sjá það
fyrirfram, þá er idíótískt að sjá eftir hlutun-
um. Þannig er kristnin. Þú ferð að skrifta og
hlutirnir eru komnir í lag aftur. Þetta er tóm
vitleysa, því þannig verður þú ekki að
manni. í íslam safnast sektin saman og ekk-
ert er fyrirgefið.
Hvernig verðum við að betri mönnum?
— Ég vil ekki verða betri maður í einhverj-
um einum skilningi, heldur vera í meira sam-
ræmi við náttúruna og líkjast frekar ein-
hverju dýri. Það má ekki slíta okkur úr sam-
hengi við náttúruna. Helgarferð til
Hveragerðis er ekki að vera í sambandi við
hana. Ég vil reyna að vera sáttur við sjálfan
mig. Ég fylgi ekki neinni einni stefnu, ég er
ekki í neinum samtökum. Reynsla mín er sú
að ég þarf þess ekki. Ég hef enga þörf fyrir
slíkt.
Ég hef kynnst mörgu misjöfnu, en þar sem
rútínan byrjar, eða endurtekningin, hef ég
yfirleitt hætt og farið út í eitthvað annað. Ég
er háður ákveðnum hlutum. Maður verður
að gera eitthvað af sér. Auðvitað á maður
ekki alltaf að taka án þess að gefa, en Iífið á
að vera spennandi. Ef mér tekst eitthvað
ekki hvort sem það er mér að kenna eða
öðrum, þá hætti ég. Stundum mjög skyndi-
lega. Ég hef þá mjög gjarnan farið yfir í
algjöra andstæðu þess sem ég var í eins og að
fara frá Akademíunni í Vínarborg á Þorkel
Mána á íslandi. í tvö ár rak ég Gallerí Djúp-
ið, það var nóg. Þá hætti ég. Ari seinna gerði
ég svolítið merkilegt fyrir sjálfan mig. Ég
klippti hár mitt og skegg til að eyðileggja þá
ímynd, sem ég hafði haft hérna. Allir þekktu
mig með síða hárið og skeggið. Þó þetta hafi
verið hlægilegt, þá var það alls ekki einfalt.
Fólk hætti að þekkja mig. Það hefur áttað sig
núna, en einfalt var þetta ekki.
En ég á eftir að spyrja þig nieira út í ástina
og lífið.
— Lífið er númer eitt, að finna að maður
sé á lífi.
Hvernig fer maður að því?
— Með því að vinna. Vinna fyrir sjálfan
sig. En það er náttúrlega ekki sama hvernig
maður vinnur. Það besta er að geta unnið við
að hrinda eigin hugmyndum í framkvæmd.
Því miður geta alltof fáir gert það. Ef maður
veit ekki hver tilgangur vinnunnar er, ef hún
er bara brot af heildinni, þá er hún auðvitað
frústrerandi. Við höfum það í okkur að vilja
klára ákveðin verk, ganga frá öllu. Ég er í
mjög góðri stöðu. Kennslan er alveg dásam-
legt starf. Að kenna er mjög mikilvægt. Ef ég
mætti mín einhvers myndi ég borga kennur-
um mjög hátt kaup til að fá besta fólkið í
kennsluna, því hún er það eina sem gildir.
Síðan hef ég listina, ég byggi húsið mitt og
rækta garðinn minn. Þannig er það að lifa
lífinu.
Og ástin, hvað með hana?
— Hún er náttúrlega mjög mikilvæg, en
hún verður alltaf erfiðari og erfiðari. Þegar
maður er ungur er það sem maður skilgreinir
sem ást mjög auðvelt. Þá verður maður ást-
fanginn einu sinni eða oftar í viku. Fer eftir
manngerð. En að vera ástfanginn er allt ann-
að en að elska. Það er einfalt að verða ást-
fanginn, því að það er hægt að verða ástfang-
inn af svo mörgu. Maður fær svo marga
impúlsa sem kveikja í manni. Að elska er
eitt. Maðurelskart.d. manneskjumeð öllum
sínum kostum og göllum. En ástfanginn sér
maður bara ákveðna hluti, sem maður vill
sjá, eða hluti sem eru í tísku á ákveðnum
tíma. Vissa fegurðarímynd eða stór brjóst,
allt þetta dótarí. Slíkt hefur ekkert að segja
um það að elska. Að vísu er þarna viss neisti
sem blossar upp, sterk tilfinning, en er yfir-
leitt ekki langlífur.
Þú hefur oft fundið svona ncista, er það
ekki?
— Það er sjálfsagt. Ég hef alltaf haft góðar
taugar til kvenna, misjafnlega eftir tímabil-
um og aldri, en laðast mikið að þeim. Mér
finnst þær heilli en karlmenn. í sögunni hafa
karlmenn alltaf verið í skítverkum, verið í
stnði og drepið aðra, framkvæmt sínar agg-
ressjónir. A meðan hafa konurnar gætt elds-
ins, matreitt, séð um heimilin og alið börnin
upp. Hlutverk kvenna hefur aldrei verið jafn
brotið og ömurlegt og karlanna. Samviska
kvenna er mikið betri og sterkari. Ég hef
mjög mikið álit á konum og held að hérna á
íslandi hafi landið gengið vegna kvennanna.
Þú sérð að karlarnir eru enn að leika sér. f
íslendingasögunum kemur hvergi fram hver
hélt búinu gangandi á meðan þeir léku sér í
stríðsleikjum, eða voru í skemmtisiglingum
úti í nokkur ár. Þannig er það enn. Karlarnir
leika sér með bfla og byssur, fundi, öll þessi
merkilegheit. En það sem skiptir máli er að
45