Þjóðlíf - 01.06.1989, Qupperneq 47
HEILBRI
Et, drekk, reyk
ok ver grannr!
Oholl aðferð til að
halda kjörþyngd
Margir reykingamenn vilja gjarn-
an hætta þeim ósið að draga ofan
í lungun reyk sem er mettaður
alls kyns skaðlegum efnum. Því
miður er það svo að margir sem
hætta falla og taka upp ósómann
á ný. Ýmsar ástæður eru taldar
vera fyrir því hversu illa fólki
gengur að halda sig frá reyknum.
Ein orsökin gæti verið að stöðv-
un reykinga leiðir oft til þess að
viðkomandi bætir á sig holdum.
Viðtekin skýring þess er sú að
hinn reykhefti fái sér konfekt-
mola eða eitthvað annað fitandi í
stað sígarettunnar, hann verði
sæknari í sætan og orkuríkan
mat. Þetta er þó að sjálfsögðu
mjög einstaklingsbundið.
Samkvæmt ýmsum nýlegum
rannsóknum þyngist fólk þó ekki
bara vegna meira áts eða neyslu
orkuríkrar fæðu. Samband virð-
ist vera á milli reykinga og
þyngdar. Þegar þyngd reykinga-
manna er borin saman við þyngd
jafnhárra og jafngamalla manna
kemur í ljós að þeir fyrrnefndu
eru að meðaltali 3-5 kg léttari.
Þegar þeir hætta að reykja bæta
þeir gjarnan þessum kílóum á sig.
Niðurstöður dýratilrauna gefa til
kynna að það sé nikótínið í
reyknum sem hafi áhrif á þyngd-
ina. Nikótínið örvar efnaskiptin
og þar með brunann í líkamanum
og þegar það er fyrir hendi þarf
meiri orku til tiltekins verks en
ella.
En þar með er ekki öll sagan
sögð. Það virðist nefnilega vera
þannig að þótt reykingamennirn-
ir séu léttari þá er dreifing fitunn-
ar um líkamann mun óæskilegri
ef litið er til hættunnar á hjarta-
og æðasjúkdómum. Bæði offita
og reykingar eru þekktir áhættu-
þættir þessara sjúkdóma en
þegar tillit er tekið til beggja
þessara þátta er áhættan sem
fylgir því að vera 5-10 pundum
Kroppadýrkunin í nútímaþjóðfélagi hefur m.a. leitt til þess að
fólk veigrar sér við að hætta að reykja. Rannsóknir benda til að
reykingafólk sé að jafnaði 3 til 5 kílóum léttara en aðrir.
yfir kjörþyngd lítil sem engin
miðað við þá sem reykingafólk
tekur.
Kroppadýrkun er mjög al-
menn í nútímaþjóðfélagi og hún
verður ekki til þess að hvetja fólk
sem hefur tilhneigingu til holda-
söfnunar að hætta að reykja. Það
er því augljóslega í þágu reyk-
ingamanna að breyta viðhorfum
fólks til fegurðar. Granna feg-
urðardísin missir talsvert af
sjarma sínum þegar hrukkur,
gulir fingur og tennur koma í ljós,
að ekki sé minnst á reykingahóst-
ann og hættuna á alls kyns hættu-
legum sjúkdómum sem geta hlot-
ist af reykingum hennar. Er þá
ekki æskilegra að vera með hrein
og falleg lungu, eðlilega lita fing-
ur og gott þol þó að fyrir það
þurfi að greiða þrjú til fjögur
aukakíló?
-hþ
(Byggt á New England
Journal of Medicine)
Óbeinar reykingar hættulegar
Reyklaus dagur sem nýlega er
afstaðinn gefur tilefni til hugleið-
inga um skaðsemi reykinga.
Flestir vita að rekja má lungna-
þenibu og lungnakrabbamein að
miklu leyti til reykinga og þær
auka líkur á hjarta- og æðasjúk-
dómum. Niðurstöður ýmissa
rannsókna hafa einnig gefið til
kynna að reykingamönnum sé
hættara við krabbameini í þvag-
blöðru, vélinda og leghálsi, enda
er tíðni krabbameins í þessum líf-
færum hærri en meðat reyklauss
fólks.
Á undanförnum árum hefur
athygli verið beint í síauknum
mæli að hættu sem stafar af
óbeinum eða þvinguðum reyk-
ingum, nauðreykingum. Nýlega
birtist í tímariti bandarísku
læknasamtakanna skýrsla um
rannsókn á tengslum reykinga og
leghálskrabbameins. Meginnið-
urstöður voru þær að líkur á að fá
leghálskrabbamein væru þrefalt
meiri meðal kvenna sem reyktu
en þeirra sem ekki reyktu.
Þessi niðurstaða kemur fáum á
óvart. En rannsóknin náði lika til
kvenna sem önduðu einungis að
sér reyk frá öðrum, — reyk sem
mætti nefna aðreyk eða nauð-
reyk. Þar kom fram að konur
sem önduðu honum að sér í
a.m.k. þrjá klukkutíma á sólar-
hring áttu jafnmikið á hættu að fá
leghálskrabbamein og þær sem
reyktu. Konur sem bæði reyktu
og sátu í reykmettuðu lofti voru í
enn meiri hættu en ef aðeins ann-
ar þátturinn var fyrir hendi. Talið
er að reykur sem stígur upp frá
sígarettu sé mun skaðlegri en sá
er kemur úr lungum reykinga-
manns og hefur hreinsast (!) þar.
Samspil áhættuþátta
Læknar hafa lengi gert sér
grein fyrir helstu áhættuþáttum
leghálskrabbameins. Þeir helstu
eru að hefja kynlíf mjög snemma,
þegar leghálsinn hefur ekki náð
fullum þroska, og fjöllyndi, þ.e.
að hafa samfarir með mörgum.
Veirur sem valda vörtum á kyn-
færum hafa einnig verið taldar
mjög líklegar sem orsakavaldur
og þær tengjast fjöllyndinu, enda
berast þær milli fólks við samfar-
ir. En hvernig kemur sígarettu-
reykur við sögu hér? Ekki er það
ljóst út í hörgul en sennilegt þykir
að skaðleg efni í reyknum berist
með blóði til vefja í leghálsi og
örvi á einhvern hátt veiruna sé
hún til staðar þar.
-hþ
(Byggt á TIME)
47