Þjóðlíf - 01.06.1989, Blaðsíða 49

Þjóðlíf - 01.06.1989, Blaðsíða 49
HEILBRIGÐISMÁL grein læknavísinda þjáningar eða lengja líf sjúklinga sem haldnir eru ólæknandi sjúkdómum. Margir eru hins vegar andvígir því að nýta fósturvefi í sama tilgangi. Eflaust er þetta að miklu leyti vegna þess að fósturvefir eru, ólíkt vefjum sem fengnir eru úr líkum fullorðinna, oft fengnir vegna ákvörðunar móður um að ljúka með- göngu með fóstureyðingu. Sumir óttast að notkun fósturvefja í lækn- isfræðilegum tilgangi hvetji konur til að gangast undir fóstureyðingu sem þær myndu annars ekki gera. Margir þykjast sjá það fyrir að konur verði þungaðar eingöngu í þeim tilgangi að láta síðan eyða fóstrinu gegn greiðslu til að nota megi vefi þess í lækninga- skyni. Hætta er á því að far- ið verði að líta á fóstur ein- göngu sem læknisfræðilega afurð og legið sem fóstur- verksmiðju. Pví hafa verið settar strangar reglur um það í Bandaríkjunum að ekki megi undir nokkrum kringumstæðum umbuna eða greiða konum fyrir fóst- ur sem þær ákveða að láta eyða. Sömuleiðis er tekið fyrir það að læknir sem fram- kvæmir fóstureyðingu fái nokkuð fyrir sinn snúð. Það er gert til að koma í veg fyrir að læknir verði hlutdrægur þegar kona ráðfærir sig við hann um hvort hún eigi að láta eyða fóstri eður ei. Sams konar reglur gilda al- mennt um líffæri, bannað er að selja þau úr lifandi fólki jafnt sem látnu. Á sama hátt er óheimilt að kona gefi fósturvefi í þeim tilgangi að nota þá í þágu einhvers til- tekins sjúklings. Siðfæðilegar spurningar eins og þessar sem tengjast notkun vefja úr fóstrum sem hefur verið eytt hafa gert það að verkum að mælt er með því að ekki verði not- aðir vefir úr öðrum fóstrum meðgöngu og fimmtungur fósturláta á næstu þremur mánuðum þar á eftir stafa af litn- ingagöllum. Ennfremur hafa ýmsir sýklar verið tengdir fósturláti, þ.á.m. stórfrumu- veirur (cytomegalovirus), herpesveirur og rauðhundaveira. Þessir sýklar eru þekktir fósturskaðvaldar. Að sjálfsögðu er til einsk- is, ef ekki til skaða, að flytja sýktan eða gallaðan fósturvef í fólk. Augljóslega eru þessi mál margslungin og erfið. En samkvæmt niðurstöðum nefndar- innar sem minnst var á hér að ofan telja sérfræðingar ekki siðferðislega rangt að nota vefi úr mannsfóstrum til rannsókna og lækn- inga ef tilteknum, ströngum skilyrðum er fullnægt. “hþ (Byggt á N.E.J. of Med.) MENTk p£ Lh \\t& Smenuty FðfTHtLfj YÆ SpkeFFr ÝAK lWTAr»;(í foerui (iS Franski læknirinn dr. Touraine skýrir frá aðferðinni sem beitt var þegar ónæmisfrumum tveggja fóstra sem hafði verið eytt var komið fyrir í Davíð meðan hann var enn í móðurkviði. Lífsbjörg Davíðs Lífi lítils drengs hefur eftil vill verið bjargað með fósturvefjalœkningum í júní í fyrra var söguleg aðgerð framkvæmd í Lyon í Frakk- landi. Hún fólst í því að sjö ml af vökva með u.þ.b. 16 milljón- um ónæmisfruma úr lifur og hóstakirtli tveggja fóstra sem hafði verið eytt var sprautað í naflastreng þrjátíu vikna gam- als fósturs í móðurkviði. Þetta var gert til að reyna að bjarga fóstrinu sem hafði erft banvæn- an galla (bare lymphocyte syndrome) sem veldur því að ónæmiskerfið er óvirkt. Hinir verðandi foreldrar höfðu áður eignast barn með sama sjúk- dóm en það dó sjö mánaða gamalt þrátt fyrir vefjaflutning eftir fæðingu. í stað þess að eyða fóstrinu eða reyna sömu meðferð og mistókst á fyrra barninu ák- váðu foreldrarnir samkvæmt ráði lækna að reyna þá aðferð sem lýst var hér að framan. Barnið sem heitir Davíð fædd- ist í ágúst og er því núna níu mánaða gamalt. Hann þarf reyndar að dvelja í sótthreins- aðri plastkúlu en ónæmiskerfi hans virðist vera að ná sér. Blóðsýni gefa til kynna að að- fluttu frumurnar hafi fjölgað sér í lifur, milta og beinmerg Davíðs. Ef allt gengur vel ætti hann að losna úr sótthreinsuðu prísundinni fyrir haustið. Saga Davíðs er aðeins eitt dæmi um hugsanlega nýtingu fósturvefja til lækninga á erfða- sjúkdómum en hún bendir jafn- framt á siðferðislega erfiðar hliðar þessarar greinar læknis- fræðinnar. -hþ (Byggt á TIME) en þeim sem til falla við eðlileg fósturlát. En málið er ekki svo einfalt. Vitað er að um helmingur fósturláta á fyrstu þrem mánuðum 49
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.