Þjóðlíf - 01.06.1989, Page 53
VIÐSKIPTI
Samruni
fyrirtækja
Samrunabylgja yfir ísland. Oft
og tíðum vafasamur ávinningur
Fjöldi fyrirtækja hefur runnið saman við
önnur og margir telja að árið 1989 verði „ár
samrunans". Oft og tíðum er ríkisvaldið látið
fjármagna samruna og miklum vafa undir-
orpið hvort raunveruleg hagkvæmni er af
samrunanum þegar upp er staðið.
Fyrsta dæmið er af tveimur fiskvinnslufyr-
irtækjum á Suðurlandi sem sameinast undir
nýjum hatti. Markmið beggja fyrirtækjanna
er að samnýta eignir, sérhæfa framleiðslulín-
ur og draga að nýtt fjármagn.
Annað dæmið er af tveimur alhliða flugfé-
lögum sem ræða um sameiningu að undirlagi
ríkisstjórnar. Markmið annars er að forða
sér frá rekstrarstöðvun, koma eignum í verð
og bjarga fjármunum eigenda. Markmið
hins: að auka markaðshlutdeild sína og
markaðsvald.
Þriðja dæmið er af fyrirtækjum í ólíkum
starfsgreinum, gosdrykkjaverksmiðju sem
með beinum kaupum sameinar útgáfufyrir-
tæki rekstri sínum. Markmið kaupanda: að
minnka skattgreiðslur sínar með því að
draga tap af reksri keypta fyrirtækisins frá
hagnaði.
Samruni íslenskra fyrirtækja — og hug-
Jónas Guðmundsson
hagfrœðingur skrifar:
myndir um samruna — tekur á sig sig fjöl-
breyttari myndir með hverjum mánuðinum
sem líður. Aldrei hafa fleiri fyrirtæki samein-
ast, t.d. fékk hlutafélagaskrá tilkynningar
um nálægt þrjátíu slík tilfelli fyrir síðustu
áramót. Og enn má gera ráð fyrir að fjöl-
breytni og tíðni muni aukast þegar líður á
árið, enda hefur því verið spáð að einsog árið
1988 var ár gjaldþrotanna þá verði árið 1989
ár samrunans í íslensku atvinnulífi.
Því hefur verið fleygt að samdrátturinn í
íslensku efnahagslífi á liðnum mánuðum hafi
kallað á samruna fyirtækja; nauðsynlegt hafi
verið að sameina fyrirtæki til að byggja upp
sterkari framleiðslu- og þjónustueiningar,
sem síðan gætu dregið að sér nýtt fjármagn,
m.a. frá ríkinu. Samruni hefur þannig verið
útmálaður sem nauðvörn fyrirtækja í krögg-
um. Það má vissulega til sanns vegar færa að
stundum getur sameining leitt til betri árang-
urs í rekstri, og því sé réttlætanlegt að til
samruna hafi verið stofnað í þeim tilgangi —
sérstaklega í útflutningsgreinum. En fleira
kemur til.
Sameining fyrirtækja hefur í tímans rás
verið jafn algengt fyrirbæri í efnahagslegum
uppsveiflum og niðursveiflum. Samruni,
hvort sem hann verður með með stofnun
sérstaks fyrirtækis um rekstur tveggja (eða
fleiri) eða yfirtöku eins fyrirtækis á öðru.
Verða bankarnir næstir ? Margir telja að
árið 1989 verði „ár samrunans"
hefur verið leið fyrirtækja til að styrkja stöðu
sína á markaði; auka markaðshlutdeild, ná
markaðsvaldi. Þannig hefur verið litið á sam-
runa sem stórvirkt tæki fyrirtækja til vaxtar á
vaxandi mörkuðum. Það er líka athyglisvert
að sameining fyrirtækja hérlendis hefur ekki
verið bundin við þær greinar sem verst hafa
orðið úti á samdráttartímum.
Markaðsvald
Víða á Vesturlöndum hafa stjórnvöld lagt
sig fram um að fylgjast með breytingum á
markaðsaðstæðum, þ.m.t. þeim sem verða
vegna samruna fyrirtækja. Fyrstu hringa-
myndunarlög Bandaríkjanna voru sett í kjöl-
far samrunabylgju, þeirrar fyrstu þar í landi,
á síðasta áratug nítjándu aldar. Þá sameinuð-
ust mörg fyrirtæki innan sömu atvinnugrein-
ar — og stórfyrirtæki eins og Stcmdard Oil og
U.S. Steel urðu til. „Láréttursamruni", sam-
runi fyrirtækja úr sömu atvinnugrein, er sér-
staklega til þess fallinn að minnka sam-
keppni og auka markaðsvald; breyta mark-
aðsaðstæðum úr samkeppni í fákeppni eða
einokun.
Bandarísk lög hafa síðar verið hert og
53