Þjóðlíf - 01.06.1989, Blaðsíða 72

Þjóðlíf - 01.06.1989, Blaðsíða 72
Harður slagur — Ford ættin vill aftur vera með Ford Motor Company hefur aldrei gengiö betur en í fyrra — ef miðað er við reikninga undanfar- in 60 ár. Veltan í fyrra jókst um 15.7% frá árinu áður — og var 92.5 milljarðar dollara. Aðal- keppinauturinn General Motors var fyrir örfáum árum tvöfalt stærri en er nú einungis með um þriðjungi meiri veltu. Þetta er þriðja árið í röð, sem Ford skilar meiri hagnaði en General Motors og í janúar sl. fóru í fyrsta skipti í 60 ár fleiri bílar af færiböndum Fordverksmiðjanna en General Motors. Frá því árið 1979 þegar Henry Ford II. lét af störfum aðalfor- stjóra eftir 34 ára stjórnartíð, hef- ur fyrirtækinu vegnað vel. Þá var fyrirtækið reyndar nærri gjald- þrota en við stjórn tóku óháðir aðilar — utan Ford-fjölskyldunn- ar. Frá 1985 hefur Donald Peter- sen danskættaður maður rúm- lega sextugur verið aðalforstjóri og er talinn standa fremst í bandaríska bílaiðnaðinum um þessar mundir. Fyrirtækið hefur sífellt bætt stöðu sína. Og nú eftir að það hefur komist á græna grein hafa meðlimir Ford-fjöl- skyldunnar aftur lýst áhuga sín- um á að komast í forstjórastól- ana. Henry Ford stofnaði fyrir- tækið árið 1903 og stýrði því til 1947. Henry Ford II. barnabarn hans tók við 28 ára gamall og sté upp úrforstjórastólnum 1979. Nú hafa sonur Henrys Fords II. — Edsel Ford II.(40 ára) og frændi hans, William Clay Ford jr., lýst yfir áhuga sínum á að taka við toppstöðum í fyrirtækinu þegar Petersen hættir árið 1991. Petersen og nánustu sam- starfsmenn hans eru ekki yfirsig hrifnir af þessari hugmynd. „Við viljum ekki nýja Neróa“, er haft eftir einum framkvæmdastjórn- armanna. Þeir telja að tekist hafi að búa til samstillta framkvæmdastjórn sem verði ógnað ef fjölskyldan komi á ný til stjórnunarstarfa. Framundan eru því átök milli framkvæmdastjórn- ar og hluthafa. Ford-fjölskyldan ræður yfir hlutabréfum sem hafa áttfalt at- kvæðisvægi á við önnur — þetta Frændurnir Edsel Ford og William Clay jr. eru „lágt settir“ innan fyrirtækisins þessa dagana. „Sterki maðurinn" í fjölskyldunni, William Clay Ford, hefur hins vegar lýst því yfir að drengirnir muni fljótlega komast á toppinn. Hinn danskættaði Donald Pet- ersen, forstjóri Ford, hefur hafið áróðursstríð gegn ættar- veldinu og leggur sig í líma við að halda frændunum út í kuld- anum. eru svokölluð B-hlutabréf sem hafa þennan rétt samkvæmt stofnskrá hlutafélagsins. Þegar þau lenda í höndunum á ein- hverjum utan Ford-fjölskyldunn- ar glata þau þessu áttfalda vægi sínu. En það er þessi þyngd Fordhlutabréfanna sem er grundvöllurinn að nýrri sókn fjöl- skyldunnar innan fyrirtækisins. Þrátt fyrir kostnaðarsama Henry Ford ll.fyrirframan mál- verk af hinum goðsagna- kennda Henry Ford, stofnanda fyrirtækisins. hjónaskilnaði, mikla dreifingu erfðanna, og dýrkeypt munaðar- líf margra Fordara á fjölskyldan enn yfirað ráða um 40% atkvæö- isréttar í Ford fyrirtækinu. Og það sem mikilvægara reynist, fjöl- skyldan notar atkvæðamagn sitt eins og væri allt á einni hendi. Henry Ford II. átti bróður, Willi- am Clay Ford, sem nú er 64 ára gamall og hefur löngum verið „sterki maðurinn“ í fjölskyldunni. Hann hefur frá 1987 farið með atkvæði fjölskyldunnar á hlut- hafafundum hjá Ford. Hann hafði byggt upp veldi fjölskyld- unnarhægt og rólega, m.a. kom- ið í veg fyrir sölu hlutabréfa úr höndum hennar. Þegar hann lét nýlega af störfum lýsti hann því yfir að frændi hans Edsel Ford og sonur hans og nafni William Clay jr. myndu fljótlega taka við topp- stöðum hjá fyrirtækinu. Þessir tveir drengir eru nú frekar lágt settir og Petersen forstjóri vill halda þeim niðri. Hann hefur þegar hafið áróðursstríðið og leggur sig í líma við að halda þeim frá aðalstjórn fyrirtækisins. Á sl. ári gerðu þeir frændur kröfu um að fá betri stöður og meiri áhrif í fyrirtækinu, en Petersen hefur bent á að þeir hafi ekki skapað þetta fyrirtæki. „ Ég dáist í sjálfu sér að því að þeir skuli vinna að því að komast eins langt og þeir geta“, sagði Petersen. Og með yfirlýsingum í þessum dúr hefur verið tekist á innan fyrirtækisins. Til að fyrirtækið lendi ekki í höndunum á Fordum á þessari öld hefur Donald Peter- sen á síðustu misserum ráðið í 13 af 15 æðstu stöðum fyrirtækisins til aldamóta. „í störf hjá Ford- fyrirtækinu er ekki ráðið eftir hlutafé heldur getu“, er haft eftir Petersen. Hinsvegarteljamargir að Fordarar muni ekki bíða til aldamóta.. 72
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.