Þjóðlíf - 01.01.1991, Blaðsíða 12

Þjóðlíf - 01.01.1991, Blaðsíða 12
INNLENT komið fyrir í sjálfstæðri stofnun óháðri safnastarfsemi Þjóðminjasafns.“ „Það reyndist gersamlega vonlaust að fá að hitta nefndina sem vann að endurskoð- un þjóðminjalaganna, bæði undir stjórn Sverris Hermannssonar og arftaka hans Guðrúnar Helgadóttur. Ég tók á það ráð að leita til alþingismanna utan nefndar- innar með tillögur, sem ég hafði samið í millitíðinni, um verndun fornleifa. Hér „Víkingatímamunirnir lágu ofarlega eða efst í mannvistarlaginu, en það er víða mjög þykkt, sem bendir til langvarandi byggðar þegar á 10. öld..." var um sjálfstæðan lagabálk að ræða, þar sem fornleifaverndin var tekin fyrir ein og sér óháð starfsemi safna, eins og gert hefur verið erlendis þar sem fornleifaverndin er til fyrirmyndar. Það sem fyrir mér vakti var nauðsyn þess að vinna að nýrri skipan fornleifa- vörslunnar hér, svo hægt væri að byggja upp eftirlit og rannsóknir sem stuðla myndu að framgangi innlendrar fornleifa- fræði á nýjum og ferskum grunni. Hugmyndin var að koma á fót sjálf- stæðri fornleifafræðistofnun, þar sem fag- leg menntun og gæði væru samræmd þeim kröfum er giltu í löndunum næst okkur. Eftir mörg viðtöl og margar umleitanir voru það loks tveir þingmenn, þeir Ólafur Þ. Þórðarson og Alexander Stefánsson, sem tóku vel í tillögur mínar og var Alex- ander síðan 1. flutningsmaður að frum- varpi um verndun fornleifa (14. mars 1989). ljótlega kom í ljós að frumvarpið var mikil ógnun við aðila er tengdust Þjóðminjasafni og var barist gegn því af hörku. Öllu tiltæku var beitt í andróðrin- um gegn því, svo sem eins og félagi ís- lenskra safnmanna, sem er áhugamanna- félag en ekki fagfélag. Er ég sagði kolleg- um mínum á Norðurlöndum frá því að menn berðust hér með oddi og egg gegn sjálfstæðri fornleifafræðistofnun, varð þeim orðfall. Þar með fengu fornleifafræð- ingar ytra staðfestingu á því að ömurleg staða fornleifafræðinnar á íslandi stafaði ekki einungis af fjárskorti heldur væri hún af öðrum og alvarlegri toga.“ „Þegar frumvarpið um verndun forn- leifa var borið upp á Alþingi fjallaði forseti sameinaðs þings um efni frumvarpsins með afar gerræðislegum hætti, þar sem skein í neikvæða afstöðu hans gagnvart mér. Það setti að manni óhug, því forseti sameinaðs þings þekkir mig ekki neitt. Hér sem oftar mátti greina að andstæðing- um tillagna minna datt aldrei í hug að þær væru sprottnar af faglegri umhyggju og kannski framsýni einnig. Ég hafði engan öruggan stól eða völd að verja. Umræð- urnar á Alþingi þennan dag (14. mars 1989) eru í rauninni afar fróðlegar aflestr- ar, svo ekki sé meira sagt. Tillögur mínar um fornleifaverndina höfðu þó einhver áhrif á endanlega gerð þjóðminjalaganna, en þau voru samþykkt 2. maí 1989 með gildistöku 1. janúar síðastliðinn.“ „Nokkrum mánuðum eftir að ný þjóðminjalög tóku gildi var byrjað að skipa í þjóðminjaráð og fornleifanefnd er stýra skyldi annars vegar Þjóðminjasafni og hins vegar fornleifadeild Þjóðminja- safns, en í fornleifanefnd var enginn val- inn með gjaldgeng próf í norrænni forn- leifafræði. Brátt hófust mikil átök í nefnd sem ráði Þjóðminjasafns, eins og u'tt er þar sem menn láta ekki stjórnast af faglegri þekkingu eða faglegri umhyggju. Fljót- lega komust fjölmiðlar, einkum Ríkisút- varpið okkar allra, á snoðir um að ekki væri allt með felldu innan veggja Þjóð- minjasafns; m.a.s. væri búið að banna bandarískum beinafræðingi að grafa í ein- hverja öskuhauga norður á úthjara á þeim forsendum að hann væri ekki læs á ís- lenska menningarsögu. Fjölmiðlar nenntu ekkert að fara ofan í saumana á hinni hlið málsins, þ.e.a.s. að þeir sem vildu veita honum leyfið væru ekki hlutlausir í ákvarðanatöku sinni, þar sem beinafræðingurinn væri að vinna að greiningu beina úr uppgröftum er sömu aðilar bæru ábyrgð á. Eins tóku fjölmiðla- menn ekkert eftir því þó beinafræðingur- inn væri að beita því fyrir sig að erlend sendiráð styddu hann í hans máli, nokkuð sem stríðir gegn diplómatískum hefðum og er berleg móðgun við innlendan ákvörðunarrétt okkar í eigin málum, hversu fáránleg sem ákvörðunin reynist vera. Almennt var fjallað um öskuhauga eins og þeir væru ómerkileg fyrirbæri, en ekki merkar fornleifar, sem hefðu að geyma mikilvæga sögu um það hvernig við höfð- um í okkur og á hér á öldum áður. Þar sem fjölmiðlar höfðu takmarkaðan áhuga á gildi öskuhauganna sem slíkra, kom aldrei fram að það samræmist ekki markmiðum fornleifafræðinnar að grafa burtu ösku- hauga eina og sér úr samhengi við aðrar minjar og hefði aldrei verið samþykkt þar sem fagleg sjónarmið ráða. Ef marka má enn aðra frétt varðandi þetta makalausa mál, þá hefur stór hluti dýrabeinasafns Þjóðminjasafnsins og þar með afkomusaga þjóðarinnar, verið flutt- ur vestur um haf á undanförnum árum, sem sýnir að umhyggja forsvarsmanna Þjóðminjasafns hefur greinilega ekki verið sem skyldi í þessu máli. Ég var því fegnari en orð fá lýst að dýrabeinin úr Herjólfsdal væru á sínum vísa stað utan veggja Þjóð- minjasafns og þar með enn í landinu, þrátt fyrir ýmsa tilburði sumra í Þjóðminjasafni að heimta þau og fleira til sín.“ „Jæja, því næst fréttist gegnum fjöl- miðla að ráðherra hefði rift leyfisbanninu gagnvart beinafræðingnum, samtímis því að unnið skyldi í einhverja sólarhringa að því að setja reglur um leyfi til fornleifa- rannsókna; reglur sem hefði átt að semja fyrir gildistöku þjóðminjalaga, ef rétt hefði verið staðið að málum. Ég pantaði auðvitað reglurnar á augabragði í hinu háa ráðuneyti menntamála, sem bárust mér síðan í pósti hartnær tveimur mánuðum síðar. Viti menn, í reglunum voru alls kyns einokunarákvæði og bönn, en ekki stafur um það hvaða menntun skyldi lögð til grundvallar því að stunda fornleifarann- sóknir, en það atriði er upphaf og endir reglugerða þar sem menn bera faglega um- hyggju fyrir fornleifunum sem verðmæt- um og flóknum menningarminjum.“ „Þeir sem sömdu þessar reglur uppfylla ekki þær kröfur sem þarf til að gegna ábyrgðarstöðum og fara með völd innan norrænnar fornleifafræði í löndunum næst okkur. Trúlega mun ekkert bæjar- eða sveitar- félag standa straum að fornleifarannsókn- um hér eftir, því samkvæmt umræddum reglum ræður Þjóðminjasafn öllu, en fjár- mögnunaraðili rannsóknanna engu. Reykjavíkurborg myndi auðvitað ekki gefa sinn hlut eftir í þessum efnum, enda „Fljótlega kom í Ijós að frumvarpið var mikil ógnun við aðila er tengdust Þjóðminjasafni og var barist gegn því af hörku. Öllu tiltæku var beitt í andróðrinum gegn því..." 12 ÞJÓÐLÍF
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.