Þjóðlíf - 01.01.1991, Blaðsíða 9

Þjóðlíf - 01.01.1991, Blaðsíða 9
um að finna til sveita, þar sem fjárhagslegt bolmagn er ekki til staðar. Herjólfsdalsr- annsóknir sem reknar voru í skjóli Vest- mannaeyjabæjar með tæplega 5000 íbúa eru því einsdæmi hér á landi og þá ekki síður með tilliti til þess að bæjarfélagið varð fyrir miklum áföllum vegna Heima- eyjargossins 1973 eftir að rannsóknirnar hófust." Það kann að reynast ýmsum erfiður biti að kyngja að gömlu átrúnaðar- goðin Ingólfur, Garðar og Flóki hafi ekki verið þeir frumherjar í íslensku landnámi eins og stendur í Landnámu. En hvert er þá gildi Landnámu? „Landnáma samanstendur af nokkrum bókum sem kenndar eru við höfunda þeirra eða ákveðnar jarðir. Frásagnir af landnáminu voru fyrst færðar í letur nokkrum öldum eftir upphaf landnáms. Tilgangur Landnámuskrifa var einkum sá að staðfesta tilkall ákveðinna ætta til jarð- eigna, en átökin um jarðeignir og völd komust í algleyming á 13. öld, Sturlunga- öldinni. Völdin höfðu þá færst á hendur örfárra ætta, sem áttu í innbyrðis stríði og tókust jafnframt á við kirkjuvaldið um mikilvægar jarðeignir. Kirkjan, sem þá var orðin voldug stofn- un, gerði tilkall til kirkjustaða sem voru í hóndum höfðingja og sem þeir höfðu þén- að á með tíundinni sem greidd var til þeirra. I þessum átökum beita ættirnar fyrir sig ævagömlum norrænum búsetu- rétti, þ.e.a.s. að búsetuhefðin segi til um það hverjir eða hvaða ætt geti gert tilkall til ákveðinna jarðeigna. I því sambandi var mikilvægt að geta skírskotað til uppruna- legra landnámsmanna og ættartölu þeirra. Það var ekki síður mikilvægt, með tilliti til þessarar norrænu hefðar, að hugsanlegir frumbyggjar hafi ekki verið norrænir, heldur írskir. Landnámabók er því frábær endur- speglun átaka milli ævagamalla norrænna ættarhefða annars vegar og réttar sem byggir á kaupum og sölum hins vegar. Þessum átökum lyktaði þannig að ættar- hefðin laut í lægra haldi í lok 13. aldar fyrir eignarhaldi á borð við það sem við þekkj- um í dag. Leifamar af gömlu ættarhefð- inni má þó finna í óðalsréttinum. Við þessi málalok lýkur hinum eiginlegu Land- „Það er hinsvegar alveg Ijóst ad sú byggð sem hér var fyrir 800 var norræn en ekki írsk." ..Ai'nikfitur fomleifarannsókna segir okkur að tengsl hafí verið inilli Skandinavíu og Bret- landseyja og þar með keltneska svæðisins áður en víkingaferðir hófust." (Mynd: Gunnar H. Ársælsson) námuskrifum, eins og réttilega hefur verið bent á. Ef ekki hefði verið um neinn ágreining að ræða, þá hefði hvorki íslend- ingabók né Landnámabók verið skrifaðar, svo mikið er víst." Það er langur vegur frá að allir íslenskir fræðimenn hafi tekið rannsóknarnið- urstöðum Margrétar opnum örmum og hafa menn beint að henni spjótum sínum úr ýmsum áttum. Það er ekki laust við að maður verði var við vissar efasemdir hjá henni um heilindi gagnrýninnar. „Viðhorfin gagnvart niðurstöðum mín- um sjást kannski best á því að Vísindafélag íslendinga í nafni Háskólans hélt nýverið ráðstefnu, meðal annars um það hvað fornleifafræðin segir okkur um upphaf landnáms. Mér var ekki boðin þátttaka í ráðstefnunni. Hér er ekki bara verið að hundsa Herjólfsdalsrannsóknirnar heldur einnig um leið þá hefð sem norræn forn- leifafræði hefur byggt á, en hún hefur haft töluverð áhrif á fornleifafræðina sem al- þjóðafræðigrein. ÞJÓÐLÍF 9
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.