Þjóðlíf - 01.01.1991, Blaðsíða 50

Þjóðlíf - 01.01.1991, Blaðsíða 50
MENNING ISLENSKUR LISTAMAÐUR W A SAUTJÁNDU ÖLD Sagtfrá Birni Grímssyni sem m.a. skreytti handrit af mikilli kúnst og varð víðfrœgur af málaralist sinni. Einnig rakin sérkennileg þjóðsaga um Björn málara Hér hefjast „Réttarbætur", þar sem kóngur er með tvo ráð- gjafa sér við hlið. PALL SKULASON Því er stundum haldið fram að mynd- list sé ung listgrein á íslandi. Það er þó hæpin staðhæfmg. I Laxdælu segir frá eldaskála í Hjarðarholti: „Voruþarmark- aðar ágætligar sögur íþilviðinum og svo á ræfrinu, varþaðsvo vel smíðaðaðþáþótti miklu skrautlegra er eigi voru tjöldin uppi." Síðan var brúðkaup í Hjarðarholti og gifti Ólafur þá Þuríði dóttur sína. „Þar var að boði Úlfur Uggason og hafði ort kvæði um Ólaf Höskuldsson og um sögur þær, sem skrifaðar voru á eldhúsinu og færði hann þar að boðinu. Þetta kvæði er kallað Húsdrápa og er vel ort." Af því sem varðveitt er af kvæðinu í Snorra-Eddu hafa myndverkin í skálanum verið tengd ásatrú; bálför Baldurs o.fl. Skálaviðirnir frá Hjarðarholti eru ekki varðveittir, en ýmislegt frá liðnum öldum er varðveitt og ber þar hæst Valþjófstaða- hurðina, en útskurður hennar er talinn vera einn hinn merkilegasti frá miðöldum á öllum Norðurlöndunum. I handritum okkar er mikill listrænn auður saman kominn, meðal annars myndverk, en þau hafa lítið verið rannsökuð. Þessi mynd- verk tengjast oftast upphafsstöfum við kaflaskipti en þó eru til heilar síður með myndefhi. Þessi listaverk eru flestum með öllu ókunn en þó hafa nokkur handrit verið gefin út með glæsibrag á síðustu ára- tugum. Það er eins með skrifara og skreytinga- meistara handritanna og höfundana sjálfa, að nöfn þeirra eru flest ókunn. Þó eru undantekningar á þessari reglu og lista- maður sá, sem hér verður lítillega sagt frá Björn Grímsson, er einn hinna fáu, sem við getum nafngreint. Björn var fæddur um 1575 og dó um 1635. Menn vita að vísu fátt um ævi hans, en hann var um tíma í þjónustu Gísla lögmanns Hákonarsonar í Bræðratungu og hefur hann að líkindum skrifað fyrir hann eitt eða fleiri handrit og málað og skreytt kirkjuna í Bræðratungu. Þau verk Björns Grímssonar, sem hér verða gerð að umtalsefni, eru tvö Jónsbók- arhandrit, sem merkt eru: Uldall 320, 4° og Gl. kgl. Saml. 327a, 4°, og predikunar- stóll úr Bræðratungukirkju, nú á Þjóð- minjasafninu. Menn vita fyrir víst að Björn hefur skrifað fyrrnefnda handritið, enda stendur á titilsíðu að hann hafi skrif- að það fyrir systur sína árið 1603. Titilsíðan er í endurreisnarstíl (renes- anse) og má vera að einhver útlend fyrir- mynd hafi verið að henni, þótt hún hafi ekki fundist. Til þess bendir m.a. þýskt orðtak neðst á síðunni, Dorhet machet Arbeit. I þessu handriti eru oft skemmti- legir upphafsstafir eins og t.d. stafurinn Þ með fuglinum í upphafi kaflans um vog- rek. Um hitt lögbókarhandritið er aftur á móti meira vitað. Fyrsti eigandi handritsins telja menn að hafi verið Þór- unn Jónsdóttir ríka á Galtalæk í Rangár- vallasýslu. Þórunn giftist fyrst árið 1613 eða 1614 Sigurði, syni Odds biskups Ein- arssonar og hafa menn getið sér þess til að það hafi verið skrifað fyrir hana og gefið henni í brúðargjöf. Þórunn giftist aftur 50 ÞJÓÐLÍF
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.