Þjóðlíf - 01.01.1991, Blaðsíða 22

Þjóðlíf - 01.01.1991, Blaðsíða 22
KONUR ANDSNÚNAR EB Sœnskar konur andsnúnar Evrópubandalaginu. Aratugalöng barátta þeirra fyrir efnahagslegu og félagslegu sjálfstœði í húfi? Sœnska velferðarkerfið í hættu? GUÐBJÖRG LINDA RAFNSDÓTTIR SVÍÞJÓÐ Ýmiss kvennasamtök hafa snúist gegn aðild Svíþjóðar að EB. Þess er krafist að umræðan um aðildina verði a.m.k. ekki eingöngu út frá sjónarhóli fyrirtækjanna, eins og hefur verið áberandi hingað til, heldur einnig út frá sjónarhóli hins al- menna borgara og þá ekki síst kvenna, sem eiga sérstaklega undir högg að sækja. Fjórir stærstu flokkar sænska þings- ins, Jafnaðarmannaflokkurinn, Hægriflokkurinn, Þjóðarflokkurinn og Miðflokkurinn hafa tekið höndum saman í afstöðunni til Evrópubandalagsins. Þeir vilja vinna að því að Svíar gangi í Evrópu- bandalagið og að umsókn um aðild verði lögð fram jafnvel fljótlega á þessu ári. Um- hverfisflokkurinn og Vinstriflokkurinn (sem hét þar til á síðasta ári Vinstriflokk- urinn — kommúnistarnir) hafa verið and- snúnir aðild að Evrópubandalaginu og segja meðferð málsins hneykslanlega, þar sem snögg stefnubreyting þingsins komi í veg fyrir að almenningi gefist tækifæri til að hafa áhrif á gang mála. Sú spurning sem brennur hvað heitast á Svíum er hvort væntanleg innganga í Evrópubandalagið samrýmist hlutleysis- stefnu Svíþjóðar. Starfshópur í utanríkis- ráðuneytinu sem fjallað hefur um málið telur þátttöku í Evrópubandalaginu ekki þurfa að brjóta í bága við hlutleysisstefn- una. Starfshópurinn telur þó að þetta sé eitt af því sem athuga þurfi nánar áður en umsókn um aðild verði send til Brussel. Ýmiss samtök kvenna hafa tekið harða afstöðu gegn inngöngu Svía í Evrópu- bandalagið og gagnrýnisraddir hafa verið áberandi á fundum og ráðstefnum sem fjalla um áhrif Evrópubandalagsins á stöðu sænskra kvenna. Evrópubandalag- inu er líkt við stóran karlaklúbb, þrátt fyrir að meirihluti félaganna sé konur. Það þykir lýsandi fyrir áhrifaleysi kvenna inn- an EB að á þingi þess eiga konur aðeins 6 prósent sæta. Sumir hafa tekið svo djúpt í árinni að halda því fram að með inngöngu Svía í EB yrði grundvellinum kippt undan efnahagslegu og félagslegu sjálfstæði sænskra kvenna. Astæður þessa eru sagð- ar margar. að er bent á þá staðreynd að atvinnu- leysi er mun meira í löndum Evrópu- bandalagsins en í Svíþjóð. í dag eru yfir sjö milljónir kvenna skráðar atvinnulausar í ríkjum Evrópubandalagsins. Atvinnu- leysi meðal kvenna er tvöfalt meira en karla. Sameinist atvinnu- og viðskipta- markaður Svía mörkuðum Evrópubanda- lagsins, er sú hætta fyrir hendi að atvinnu- leysi í Svíþjóð verði líkt og er í EB-ríkjun- um. Og þá er voðinn vís fyrir sænskar konur. Það er söguleg staðreynd að at- vinnuleysi kemur harðar niður á konum en körlum. Sá forgangur sem karlmenn hafa á vinnumarkaðnum styrkist enn við aukið atvinnuleysi. Hætta er á að aukin samkeppni á vinnumarkaðnum geri launakjör kvenna verri og auki efnahags- legt ósjálfstæði þeirra. Þessu til stuðnings er bent á að í Danmörku hafa meðallaun kvenna lækkað síðan Danmörk gerðist að- ili að EB. Svíar viðbúnir flóttamannastraumi frá Sovétríkjunum Búist við að á milli 5 og 50 vestur á bóginn á Svíar búa sig nú undir að taka á móti mörg hundruð þúsund umsóknum um landvistarleyfi frá sovéskum flótta- mönnum. Sænsk stjórnvöld óttast, að ef ekki verði gripið til neyðarráðstaf- ana sem fyrst, muni fjöldi flóttamanna streyma til Svíþjóðar með vorinu. Ástæðurnar eru mikill skortur á mat- vælum sem virðist ætla að hrjá Rússa og ferðafrelsið sem Sovétmenn hafa nú fengið. Þetta hefur orðið til þess að nokkur ríki í Vestur-Evrópu búa sig undir mikinn straum flóttamanna úr milljónir Sovétborgara flýi nœstu misserum! Austri. Búist er við að á bilinu 5 til 50 milljónir Sovétmanna flýi vestur á bóg- inn á næstu misserum. Talið er að matvælaskorturinn verði sérlega mikill f Rússlandi, einkum í nánd við Eystrasaltslöndin. Það gæti haft í för með sér flótta nokkurra mill- jóna manna til þessara landa. Þar sem Eystrasaltslöndin geta þó tæpast tekið við svo miklum fjölda flóttamanna, ótt- ast Svíar að hluti þeirra haldi áfram yfir Eystrasaltið og til Svíþjóðar. GLR/Svíþjóð 22 ÞJÓÐLÍF
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.