Þjóðlíf - 01.01.1991, Blaðsíða 27

Þjóðlíf - 01.01.1991, Blaðsíða 27
Sviplítill leiðtogi —og tvífori hans Forsætisráöherra Bretlands, John Major 47 ára, varð meö vegtyllu sinni óöara efniviður fyrir skopteiknara. Þeir kvarta hins vegar undan því aö hann sé lítið annaö en gleraugu og jakkaföt. Útlit hans sé hiö al- menna uppaútlit, sem sé ansi sviplítiö. Meirað segja skopt- eiknari hins íhaldssama Ti- mes lét sér nægja að teikna tómt andlit meö gleraugu. —Gareth Derrick 32 ára gamall er meðal þeirra sem líkist hinum andlitslausa for- sætisráðherra og reynir að gera sér mat úr því. Hann er þegar kominn á skrá hjá skrif- stofu tvífara og er bókaður fram í tímann. Verðið á dag fyrir tvífarann eru tæplega 90 þúsund krónur... Póstmálaráðherrann íÞýskalandi hélt mikla jólaveislu, sem reyndar er árlegur viðburður. Þar komu fram listdansarar, sem dönsuðu ber- brjósta. Það varð tilefni umræðna um móral í röðum íhaldsmanna. Fyrrverandi póstmálaráðherra, sem byrjaði að halda slíkar risajóla- veislur fyrir 25 árum kvaðst ekki hafa heimilað berbrjósta dönsurum að koma fram. Hann, sem nú er hálfáttræður, kvaðst hins vegar hafa staldrað stutt við í veislunni, þannig að siðferði hans hafi ekki stafað veruleg hætta af uppákomunni... Teikning af John Major forsætis■ ráðherra Breta. Tvífarinn í hópi þekktra enskra fyrirsæta. Umhverfismengandi umhverfisvernd Bandarískur lögfræðingur, sem er alkunnur fyrir baráttu sína í þágu umhverfisvernd- ar, efast nú um dómgreind forystumanna Greenpeace þar í landi. Tom Lustig, sem er 43 ára gamall, gagnrýnir harkalega nýjustu herferð Greenpeace í heimaríki hans, Colorado. Greenpeace-sam- tökin ætla í sex mánuði að halda uppi auglýsingaherferð gegn stríði á þjóðvegi 93 í ná- grenni kjarnorkuvopna- verkmiðjunnar Rocky Flats. Þar er sýnt á upplýstum aug- lýsingaspjöldum við þjóðveg- inn hvernig hrollvekjandi kjarnorkuslys og -stríð gætu litið út. Áður en Greenpeace hófu þessa herferð höfðu þessir auglýsingaveggir verið auðir í tvö ár. Það var árangur herferðarinnar „Borgarar gegn auglýsingum á þjóðvegi nr. 93“, en Tom Lustig var lögfræðingur þeirra samtaka. Hann segir Greenpeace menn annað hvort vera „um- hverfiskjána eða umhverfis- svikara". En Greenpeace menn segja hins vegar að ef vopnakapphlaupið verði ekki stöðvað muni menn ekki einu sinni getað rifist út af auglýs- ingum... (Spiegel/óg) Þjóðvegur númer 93 í Colorado íBandaríkjunum. ÞJÓÐLÍF 27
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.