Þjóðlíf - 01.01.1991, Blaðsíða 40

Þjóðlíf - 01.01.1991, Blaðsíða 40
Ertu á leiðinni utan? VETRARTILBOÐ t L' HÓTELIÐ VIÐ FLUGVÖLLINN 42 þægileg herbergi, fyrsta flokks veitingastaður og bar. Aðeins fimm mínútna akstur frá Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Hjá okkur fá ferðamenn fyrsta flokks þjónustu. - Alltaf. Flug hótelið í Keflavík er hótelið við flugvöllinn. Vel búin herbergi og svítur. Veitingasalur, bar og rástefnusalur. Bílageymsla í kjallara akstur til og frá Flugstöðinni. VEISLU- OG RÁÐSTEFNUSALUR P O R T 1 f—* r— 1 1 1 _ 1 1 k •* HAFNARGATA 57, 230 KEFLAVlK SlMI 92-15222, FAX 92-15223 Jói hefur ekki tekið neitt danskennara- próf en kennir rokk hjá Auði Haralds enda hefur hann eingöngu dansað rokk síðustu fjögur árin. Jói og María Huldars- dóttir hafa dansað saman undanfarin þrjú ár. Þau unnu Islandsmeistaratitilinn árið 1990 og hafa nú dansað í yfir 400 sýning- um um land allt. I janúarlok hyggjast Jói og María verja Íslandsmeistaratitill sinn í rokki. Um fyrirhugaða keppni segir Jói: „Samkeppni er því miður engin í þeim flokki sem við keppum í. Áhugi á rokki er samt mikið að aukast. Við María reynum að kenna og byggja upp rokk hérlendis sem er sambærilegt því sem kennt er er- lendis." Jói hefur greinilega engar áhyggj- ur af því að tapa titlinum þetta árið. Jói og María dvöldust um tíma í Hanno- ver í Þýskalandi. Markmið dvalarinnar var námskeið í „sérhönnuðum rokkstökk- um". Strangar æfingar voru frá 9-18 alla daga. „I Þýskalandi höfðum við þjálfara. Hér verðum við María að hafa okkur öll við að fylgjast með öllum nýjungum í dansinum. Við getum einungis treyst okk- ur sjálfum. Við lærðum stór stökk í Þýska- landi sem einungis þrjú samkomuhús á Islandi hafa rými fyrir", segir Jói og held- ur áfram: „Við lentum strax í A flokki. Við vorum reyndar mjög hissa á því. Þetta voru 300 pör sem öll höfðu mjóg líkan stíl. Okkar stíll var mjög frábrugðinn", segir Jói. Hann kveður spörkin í rokkinu erlendis miklu hærri en hans og Maríu. Þau hafa tileinkað sér lægri spörk sem þeim þykir fallegri. Áhugi fyrir rokki og aðsókn í rokk- kennslu hefur augsýnilega aukist. Ein ástæða þess gæti verið að frábærum rokk- sýningum hefur fjölgað undanfarin ár. „Enginn sem við þekkjum er líklegur til þess að vinna af okkur titilinn. Ef við hættum að kenna í tvö ár þá getum við aftur keppt í áhugamannaflokki, nú erum við atvinnumenn", segir Jói. Jói hefur um tíma verið sölumaður hjá öryggismiðstöðinni Scanis. Jafnframt kennir hann rokk og tjútt í dansskóla Auð- ar Haralds. Þess á milli stjórnar hann upp- setningum á stórum rokksýningum um allt land. „Það er alltaf nóg að gerast og maður er alltaf með kollinn uppfullan af hugmyndum. Hugmyndaflugið er alltaf til staðar. Mikilvægast er að framkvæma strax það sem manni dettur í hug. Ég get eiginlega þakkað því velgengni mína." „Nýjasta hugmynd mín er að fá hingað til lands lamaða konu sem þróað hefur hjólastóladans. Það er ekki langt síðan ég byrjaði að setja upp rokksýningar en sú fyrsta var Rokk sviti og pilsaþytur sem sýnd var við metaðsókn í Glaumbergi í Keflavík í ágúst 1989." „Nú hefur sú sýning verið endurhönn- uð og sýningar standa yfir í Sjallanum á ARRID OG ÓSONLAGIÐ HUFA ÞER OG ÞÍNUM í SÁTT OG SAMLYNDI! ARRID EXTRA DRY SVITALYKTAREYÐIR INNIHELDUR EKKI ÓSONEYÐANDI EFNI .fæst í næstu verslun Hri^tján^on hF FAXAFENI 9 S. 91-678800 40 ÞJÓÐLÍF
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.