Þjóðlíf - 01.01.1991, Blaðsíða 18

Þjóðlíf - 01.01.1991, Blaðsíða 18
I— í—} I 1— 1 \[ I W^WMÍWÍÍl I— I 11— I— I ^* 1 FYRST VERÐUR AÐ TEMJA Tíðindamaður Þjóðlífs í spennuþrungnu andrúmslofti í Buenos Aires. Blaðamannafundur með Alfonsín. Uppreisnartilraun hersins og herforingjar náðaðir. Lýsing á mótmœlafundi: „Fundurinn er þrunginn reiði og sorg. Margir gráta. Krepptum hnefum er otað að lögreglumönnunum sem tekið hafa sér stöðu framan við Bleika húsið..." Saga Buenos Aires, höfuðborgar Arg- entínu, byrjaði við Maítorgið, Plaza de Mayo. Þar reistu spænsku landnem- arnir árið 1558 virki til varnar gegn árásum indíána og allar götur síðan hefur saga Argentínu speglast í atburðum á Maítorgi. Upprunalega kallaðist torgið Plaza del Fu- erte (Virkistorg), en eftir að árásum indí- ána linnti (með útrýmingu þeirra í ná- grenni borgarinnar í lok 18. aldar) kallað- ist torgið einfaldlega Plaza del Mercado (Markaðstorgið). Bretar hernámu Buenos Aires árið 1806, en voru gjörsigraðir í hörðum götu- bardögum árið 1807. 400 breskir hermenn féllu og meira en 2000 voru teknir hönd- um. Sigrinum var fagnað á torginu, sem nú skyldi heita Plaza de la Victoria (Sigur- torg). Núverandi nafn sitt fékk torgið af maímánuði 1810 þegar borgin lýsti yfir sjálfstæði frá Spáni. Allar götur síðan hafa borgarbúar streymt til Maítorgs þegar fagna skyldi 18 ÞJÓÐLÍF ÓLAFUR INGOLFSSON ARGENTINU unnum sigrum eða mótmæla ranglæti inn- lendra eða erlendra valdhafa. I Argentínu er lýðræðið afstætt og teygjanlegt hugtak. Mannréttindi eru tilfallandi. Stundum nýtur þú kosningaréttar og mannréttinda, stundum ekki. Síðustu 100 árin; yfirleitt ekki. Þegar fjölmiðlar eru lokaðir venju- legu fólki sem vill koma skoðunum sínum á framfæri er eini kosturinn að nota götur og torg. í Buenos Aires nota menn Maí- torgið. Stjómmálasamtök, verkalýðsfélög, rík- isstjórnir og trúfélög hafa í gegnum árin notað torgið sem vettvang sinn. Þar svar- aði verkalýðshreyfingin kalli Evu Perón að mótmæla brottvikningu eiginmanns hennar frá völdum árið 1945. Tíu árum seinna varpaði flugherinn sprengjum á mannfjöldann sem safnast hafði saman til að verja stjórn Peróns fyrir yfirvofandi valdaráni hersins. Árið 1982 gengu borgarbúar úr húsi til torgsins að fagna innrás herforingjastjóm- ar Galteri á Falklandseyjar eða Malvinas eyjaklasans eins og hann kallast í Argen- tínu. Nokkrum mánuðum síðar streymdi fólksfjöldinn til torgsins að krefja einræð- isstjórn hersins skuldaskila. Þegar upp- reisnaröfl innan hersins skökuðu vopnin um páska 1987 svöruðu 300.000 borgar- búar ákalli Alfonsins, þáverandi forseta, að verja lýðræðið á Maítorgi. Á torginu hafa menn fagnað sigrum í heimsmeistara- keppninni í fótbolta (og grátið ósigra). Og syrgjandi mæður hafa safnast þar saman á hverjum fimmtudagseftirmiðdegi í 10 ár til að krefjast rétdætis. Það er heitur og rakur fimmtudagseftir- miðdagur laust fyrir mitt sumar á suður- hveli þegar ég olnboga mig gegnum mann- fjöldann á gangstéttum 9. júlí breiðstræt- isins og held niður Maígötu að torginu. Umferðarþunginn er ótrúlegur og leigu- bílar og strætisvagnar af öllum stærðum og gerðum þvælast hver fyrir öðrum og keppast við að menga andrúmsloftið. Það
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.