Þjóðlíf - 01.01.1991, Blaðsíða 34

Þjóðlíf - 01.01.1991, Blaðsíða 34
MENNING Strákarnir sögðu mér að ég skyldi endi- lega vera sunnar í landi á sumarmisserinu og ég fór til Heidelberg í mars 1953. Ég hafði skotist þangað um áramótin 52-53 og man að þá skrifaði ég á kort til foreldra minna: Loksins kominn til Þýskalands. Og undirstrikaði Þýskaland. Mér fannst ég loksins kominn til þess Þýskalands, sem hafði í æsku dregið mig að sér. I Heid- elberg bar þá töluvert á Bandaríkjamönn- um því að bandaríska hernámsliðið hafði þar höfuðstöðvar sínar. Heidelberg var kraftstöð rómantísku stefnunnar á sínum tíma og ég var að svamla í þessum skáldskap þar fram og aftur. Ég á Heidelberg mikið að þakka og orti þar mörg ljóð vorið 1953, notaði seinna milli 15 og 20 kvæði þaðan. Ég kynntist pólitískum átökum óbeint sumarið 1953. Félagi minn frá Köln sem hafði flutt sig til Berlínar lendir í upp- reisninni 17. júní og er skotinn. Það kom mjög illa við mig. Seinna tók ég saman dálitla svipmynd sem geymir minningu hans og birtist hún í bókinni Ur hugskoti. Ekki var mikil pólitísk starfsemi í Heidel- berg en í Köln man ég eftir heitum fundi um ástandið í Austur-Þýskalandi og hvernig allt væri að fara þar undir kaldan klaka. Pólitísk læti voru lítil í stúdentum, þeir lögðu sig fram við námið, vildu bæta sér upp glataðan tíma. Ekkert bar á kommúnisma. Sjálfur hugsaði ég lítið um pólitík á þessum tíma, var aðallega að leita að sjálfum mér sem ljóðskáldi. Samt heyrði ég í Adenauer á fundi og finnst skemmtilegt að geyma þá svipmynd af honum. Hann hafði verið borgarstjóri í Köln og kom þangað á kosningafund. Hann talaði ekki með neinum látum en skipulega og rausnarlega, laus við handa- pat, hafði rínlenskan hreim. Mér var bent á Borchert snemma en kynntist hinum rústaskáldunum, til dæmis Böll ekki fyrr en seinna. Borchert var tákn heimkomunnar, tónn sem lá í loftinu. Hann höfðaði til tilfinn- inganna. Ungu fólki fannst þetta raun- veruleg rödd. Ég fór líka að lesa Rilke eftir að ég kom út þótt ég þekkti hann lítillega fyrir. Síðan er ég þarna að reyna að þroska mig í bókmenntum, gerast skáldmenntur, efla eigin stíl og stækka sjónhringinn. Þá las ég Rilke. Ég las gömlu mennina ekki mikið í Heidelberg, Goethe t.d. lítið. Svo las ég líka Stefan George þótt hann hefði ekki gott orð á sér eftir styrjöldina. Höld- erlin las ég svo eftir að ég kom aftur heim. Rilke höfðaði einkennilega djúpt til mín á þessum árum, ekki síst kvæði sem hann orti talsvert hlutlægt. Sjálfur sagðist hann hafa verið undir áhrifum frá höggmynda- list í þeim kvæðum og það er ekki mikið ég í þeim heldur hlutlægt, vakandi auga. Þetta snart mig mjög, ég þurfti á því að halda að strekkja dálítið á sjálfum mér, verða ekki of mikil ég-persóna. Hölderlin hafði meiri áhrif á ljóðagerð mína síðar. Það bókmenntaverk eftirstríðsáranna sem hafði langsamlega dýpst áhrif á mig var leikrit Beckets, Beðið eftir Godot. Ég sá það í litlu leikhúsi í Heidelberg („kammerleikhúsi") sem tók um 50 manns í sæti og sýningin hefur orðið mér ógleymanleg. Leikritið var þá glænýtt frá höfundarins hendi, birtist fyrst 1953, ef ég man rétt. Ég hafði verið kallaður skólaskáld í menntaskóla þótt ég kynni þá enn ekki mikið. Ég á Þýskalandi það að þakka að ég breyttist á þessum árum úr skólaskáldi í annað, skárra skáld. Ég átti lítið af ljóðum þegar ég fór utan en tveimur og hálfu ári seinna átti ég syrpu sem dugði næstum því í bók. Á þessum árum voru líka pers- Erlend götumynd (1952) Á gangstétt við glerdýraverzlun einn gamall hermaður sat. Fcetur hans urðu eftir austur hjá Stalíngrad. Hann lék, en þó lágt, á fiðlu lög um draum og um þrá. Tónarnir flœktust ífötum fólksins er streymdi hjá. Það rigndi. Og haustlauf hrundi handan við strœtið blautt af gömlum mösviði garðsins og grasið varð smám saman rautt. (Úr Rímblöðum 1971) 34 ÞJÓÐLÍF
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.