Þjóðlíf - 01.01.1991, Blaðsíða 24

Þjóðlíf - 01.01.1991, Blaðsíða 24
ERLENT KRISTJANIA A KROSSGÖTUM Danska þingið hefur án teljandi ófriðar ákveðið ný lög um Kristjaníu, þar sem þorpið í borginni er gert að hluta af þvíþjóðfélagi sem Kristjaníubúar höfðu sagt skilið við. Danska þingið hefur án teljandi ófriðar ákveðið ný lög um Kristjaníu, þar sem þorpið í borginni er gert að hluta af því þjóðfélagi sem Kristjaníubúar höfðu sagt skilið við Aundanförnum árum hefur farið frek- ar lítið fyrir umræðum í Danmörku um Kristjaníu, allavega ef borið er saman við fyrri ár. Flóttamenn og innflytjendur hafa fengið það hlutverk í dönsku þjóðfé- lagi sem Kristjaníubúar höfðu lengi vel; hlutverk syndaselanna. En Kristjaníubúa bíða nú miklar breytingar. Árið 1971 hætti danski herinn að nota hina svokölluðu Badsmansstræde-her- skála á Kristjánshöfn í Kaupmannahöfn. En húsin stóðu ekki lengi mannlaus. Hús- næðisleysingjar og ungt fólk á öllum aldri flutti inn og grunnurinn var lagður að Kristjaníu. Kristjaníubúar kusu að lifa líf- inu á annan hátt en flest fólk í Danmörku og á öðrum Vesturlöndum. Áttundi ára- tugurinn var áratugur uppreisnar ungu kynslóðarinnar, harðrar gagnrýni á hið ríkjandi þjóðfélag og leitar að nýjum verð- mætum - og Kristjanía var aðalvígi hins nýja lífsstíls í Danmörku. Yfirvöld voru mjög tvístígandi í hvernig taka ætti á þessu nýja fyrirbæri og gerðu bráðabirgðasamning við Kristjaníubúa um að þeir fengju rétt til búsetu í hinum yfirgefnu hermannaskálum gegn því að þeir borguðu fyrir það vatn og rafmagn sem þeir notuðu. Þrátt fyrir að danska þingið hafi ákveðið árið 1975 að Kristjan- íubúar ættu að hafa sig á brott og að Hæsti- réttur ári seinna hafi staðfest ákvörðun þingsins sitja Kristjaníubúar enn sem fast- BJARNI ÞORSTEINSSON DANMORKU ast; þeir létu boð og bönn yfirvalda sem vind um eyru þjóta. Yfirvöld hafa látið Kristjaníu að mestu afskiptalausa, þrátt fyrir mikla pressu frá hægri mönnum sem helst hafa viljað jafna svæðið við jörðu. Lögleysan í Kristjaníu hefur farið fyrir brjóstið á mörgum Dön- um og sem einhverskonar tilraun til að minna íbúa svæðisins á hvað sé rétt og hvað rangt hefur lögreglan reglulega gert innrás á svæðið og aðallega beint spjótum sínum gegn hasssölum og þeim veitinga- húsaeigendum sem reka ólögleg veitinga- hús. Kristjaníubúar hafa mótmælt aðgerð- um yfirvalda gegn atvinnurekstri á staðn- um og bent á að veitingahúsin borgi sinn skatt til sameiginlegs sjóðs Kristjaníubúa, sem sér um að fjármagna ýmsar fram- kvæmdir á svæðinu. Þó veitingahúsin borgi ekki skatt til ríkis og sveitarfélags taki þau engu að síður þátt í framkvæmd- um á vegum samfélagsins. Yfirvöld hafa lítið mark tekið á mótmælum Kristjan- íubúa og lögreglan haldið áfram að heim- sækja Kristjaníu reglulega. Þeir Kristjáníubúar sem hafa haldið að afskiptaleysi væri stefna yfirvalda í málum Kristjaníu hafa nýlega verið vaktir upp af værum Þyrnirósarsvefni. Danska þingið hefur samþykkt ný lög er segja til um framtíð svæðisins. Samkvæmt hinum nýju lögum er Kristjaníu skipt upp í tvö svæði, svæði 1, byggða svæðið í Kristjaníu og svæði 2, sem er óbyggt svæði við hinn gamla varn- argarð Kaupmannahafnar, sem fyrr á öld- um varði Kaupmannahöfn gegn ágengni erlendra herja. Óbyggða svæðið við varn- argarðinn á eftir laganna hljóðan að verða útivistarsvæði fyrir aðþrengda Kaup- mannahafnarbúa, án þess þó að neinn geri sér háar hugmyndir um snyrtilegan og velklipptan almenningsgarð. Allar húsbyggingar í Kristjaníu skulu stöðvaðar og bann lagt við frekari hús- byggingum á svæðinu; 55 af 62 húsum sem Kristjaníubúar hafa byggt án leyfis frá yfirvöldum verða rifin. Ástæða þess að sjö hús fá að standa áfram er að húsin þykja verðug verndunar vegna sérstaks byggingalags sem fellur vel að umhverf- inu. Ólögleg veitingahús verða annað- hvort að leggja upp laupana eða sækja um veitingaleyfi og hefja löglegan rekstur. Og það eru ekki bara veitingahúsaeigendur sem þurfa að hugsa sinn gang. Kristjan- íubúar hafa komist upp með að neita að borga fyrir vatn og rafmagn og þannig í sjálfu sér búið ókeypis. Nýju lögin kveða á um hertar innheimtuaðgerðir, þannig að inn náist allavega fyrir raforkukostnaði. Kristjaníubúar hafa harðlega mótmælt þessum nýju lögum. Þeir líta á svæðið sem eina órjúfanlega heild og eru andsnúnir svæðaskiptingunni. Eins og búast mátti við eru þeir ansi óhressir með áætlanirnar um niðurrif húsa og kalla þær „ceausescu- seringu" og líkja þeim þannig við áætlanir Causescus um að jafna við jörðu fjölda sveitaþorpa í Rúmeníu. Eigendur ólög- legra veitingahúsa eru lítt hrifnir af því að þurfa að gerast löglegir. Þeir benda á að lögreglan virðist líta á lögleiðingu veit- ingahúsanna full alvarlegum augum og sé sífellt að loka þeim veitingahúsum sem lögleg eru vegna hassneyslu veitingagesta á meðan hassreykurinn fær frítt að liðast 24 ÞJÓÐLÍF
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.