Þjóðlíf - 01.01.1991, Blaðsíða 52

Þjóðlíf - 01.01.1991, Blaðsíða 52
hhhhi VIÐSKIPTI Ágætis árangur í leynum Þýskir bifreiöaframleiöendur hafa aldrei þessu vant reynt aö breiöa yfir glæsilegan ár- angur sinn í markaðssetn- ingu og sölu. Á sl. ári seldu þeir í fyrsta skipti þýska bíla fyrir meira fjármagn í Japan en Japanir fengu fyrir sína bíla í Þýskalandi. Um margra ára skeið hafa þýsku fram- leiðendurnir kvartað undan viðskiptahindrunum í Japan og krafist þess ásamt öðrum framleiðendum í Evrópu- bandalaginu að japanskar vörur yrðu hátt tollaðar í EB. En nýjustu tölur koma alls ekki heim og saman við þetta kvart og kvein. A fyrstu átta mánuðum sl. árs náðu þýsku framleiðendurnir Audi, VW, Porsche, BMW og Mercedes Benz að selja fyrir 122 millj- arða króna í Japan, en á sama tíma seldu Japanir fyrir um 93 milljarða í Þýskalandi. í magni eru þessi viðskipti Jap- önum enn frekar í óhag, því þeir flytja tiltölulega ódýra bíla út, meðan þýsku fyrirtækin selja aðallega eðalvagna og frekar fínni bíla. Það þýðir að Japanir græða mun minna á hverjum bíl en Þjóðverjar... (Spiegel/óg) Mercedes í Japan. Evrópsk-japönsk samvinna Á kreppukenndum markaði í tölvubransa og upplýsinga- tækni ber sífellt meira á bandalögum japanskra og evrópskra stórfyrirtækja. Þegar hefur Fujitsu gengið til samstarfs við Kienzle í eigu Mannesmann hringsins og nú reynir Hitachi að komast á Evrópumarkaðinn með sams konar hætti. Þessi japanski tölvurisi hefur staðið í lang- vinnum viðræðum við ítalska Olivetti hringinn um sam- vinnu eða kaup á hluta. Oli- vetti hefur átt í erfiðleikum og hafði verið áformað að segja upp 7000 af 56000 starfs- mönnum fyrirtækisins. Viö- ræður Olivetti við Philips, Bull og Siemens runnu út í sand- inn. Hitachi hefur ekki verið ánægt með sölu hringsins í Evrópu og vill því koma sér þar beturfyrir. Hingað tilhefur Hitachi selt tölvur í Evrópu í gegnum eigið verslunarfyrir- tæki og fyrirtækið Comparex, sem er sameignarfyrirtæki Siemens og BASF... (Spiegel/óg) 52 ÞJÓÐLÍF HEIMSMETHAFAR í VERÐBÓLGU Fram að þessu hafa yfirgengilega háar verðbólgutölur —yfir 1000% verðbólga — einungis þekkst íSuður-Ameríku. JVú hafa tvö Evrópuríki bæst í þennan vafasama hóp óðaverðbólguþjóða -Júgóslavía og Pól- land. Hernaðaraðgerðir gegn gjaldi? Greiða Saudi- Arabar Banda- ríkjamönnum fyrir hernaðar- undirbúning viö Persaflóa- svæðið? Sérfræðingar giska á að dvöl herliðsins kosti ár- lega á bilinu frá 660 til 825 milljarða króna. Ef til átaka kæmi yrði þetta talsvert meiri kostnaður. En á sama tíma hafa valdhafarnir í Riad grætt verulega á kreppunni. Með meiri olíuframleiðslu og hærra verði græða þeir sem nemur 3300 milljörðum meira en áður á ársgrundvelli. Það væri því létt verk fyrir Saudi- Araba að greiða að öllu leyti hernaðaraðgerðir Banda- ríkjamanna, sem þjást af rík- issjóðshalla. Sumir banka- menn við Wall Street halda því fram að kapitalið fljóti í þá áttina og hafi gert frá því kreppan hófst. Hins vegar leggi báðir aðilar ríka áherslu á að halda slíkum greiðslum leyndum; Saudi Arabar vilji fyrir engan mun liggja undir því orði að kaupa vestrænan her til að berja á arabískum bræðrum sínum; Bandaríkja- menn vilji fyrir engan mun liggja undir þeim grun að út- vega hernaðaraðgerðir gegn greiðslu í dollurum. Þetta eru því með öllu óstaðfestar fregnir... (Spiegel/óg) Ikea húsgögn frá Rússíá Sænska húsgagnafyrir- tækið Ikea hefur hafið undirbúning fyrir markað á framleiðslu sinni í Sovét- ríkjunum. Ikea er að vél- væða ríkisrekið hús- gagnafyrirtæki í námunda við Leníngrad. Rússarnir eiga að borga kostnaðinn með tilbúnum húsgögn- um. Sovétríkin eru búin ýmsum kostum fyrir fram- leiðslu Ikea, —þar eru miklir skógar fyrir trjáið- nað og Sovétríkin eru lá- glaunasvæði. Auk þess vantaði framleiðslu í stað þeirrar í fyrrverandi Aust- ur-Þýskalandi, sem fram- leiddi á mjög niðursettu verði. Svíarnir, sem hafa þann hátt á að selja öðrum framleiðslufyrirtækjum rétt til að framleiða vör- una, ætla líka að standa fyrir sölu í Sovétríkjunum. Þeir hafa þegar samið við tvær verslanakeðjur í Moskvu og Leníngrad um sölu á húsgögnum... (Spiegel/óg)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.