Þjóðlíf - 01.01.1991, Síða 52

Þjóðlíf - 01.01.1991, Síða 52
hhhhi VIÐSKIPTI Ágætis árangur í leynum Þýskir bifreiöaframleiöendur hafa aldrei þessu vant reynt aö breiöa yfir glæsilegan ár- angur sinn í markaðssetn- ingu og sölu. Á sl. ári seldu þeir í fyrsta skipti þýska bíla fyrir meira fjármagn í Japan en Japanir fengu fyrir sína bíla í Þýskalandi. Um margra ára skeið hafa þýsku fram- leiðendurnir kvartað undan viðskiptahindrunum í Japan og krafist þess ásamt öðrum framleiðendum í Evrópu- bandalaginu að japanskar vörur yrðu hátt tollaðar í EB. En nýjustu tölur koma alls ekki heim og saman við þetta kvart og kvein. A fyrstu átta mánuðum sl. árs náðu þýsku framleiðendurnir Audi, VW, Porsche, BMW og Mercedes Benz að selja fyrir 122 millj- arða króna í Japan, en á sama tíma seldu Japanir fyrir um 93 milljarða í Þýskalandi. í magni eru þessi viðskipti Jap- önum enn frekar í óhag, því þeir flytja tiltölulega ódýra bíla út, meðan þýsku fyrirtækin selja aðallega eðalvagna og frekar fínni bíla. Það þýðir að Japanir græða mun minna á hverjum bíl en Þjóðverjar... (Spiegel/óg) Mercedes í Japan. Evrópsk-japönsk samvinna Á kreppukenndum markaði í tölvubransa og upplýsinga- tækni ber sífellt meira á bandalögum japanskra og evrópskra stórfyrirtækja. Þegar hefur Fujitsu gengið til samstarfs við Kienzle í eigu Mannesmann hringsins og nú reynir Hitachi að komast á Evrópumarkaðinn með sams konar hætti. Þessi japanski tölvurisi hefur staðið í lang- vinnum viðræðum við ítalska Olivetti hringinn um sam- vinnu eða kaup á hluta. Oli- vetti hefur átt í erfiðleikum og hafði verið áformað að segja upp 7000 af 56000 starfs- mönnum fyrirtækisins. Viö- ræður Olivetti við Philips, Bull og Siemens runnu út í sand- inn. Hitachi hefur ekki verið ánægt með sölu hringsins í Evrópu og vill því koma sér þar beturfyrir. Hingað tilhefur Hitachi selt tölvur í Evrópu í gegnum eigið verslunarfyrir- tæki og fyrirtækið Comparex, sem er sameignarfyrirtæki Siemens og BASF... (Spiegel/óg) 52 ÞJÓÐLÍF HEIMSMETHAFAR í VERÐBÓLGU Fram að þessu hafa yfirgengilega háar verðbólgutölur —yfir 1000% verðbólga — einungis þekkst íSuður-Ameríku. JVú hafa tvö Evrópuríki bæst í þennan vafasama hóp óðaverðbólguþjóða -Júgóslavía og Pól- land. Hernaðaraðgerðir gegn gjaldi? Greiða Saudi- Arabar Banda- ríkjamönnum fyrir hernaðar- undirbúning viö Persaflóa- svæðið? Sérfræðingar giska á að dvöl herliðsins kosti ár- lega á bilinu frá 660 til 825 milljarða króna. Ef til átaka kæmi yrði þetta talsvert meiri kostnaður. En á sama tíma hafa valdhafarnir í Riad grætt verulega á kreppunni. Með meiri olíuframleiðslu og hærra verði græða þeir sem nemur 3300 milljörðum meira en áður á ársgrundvelli. Það væri því létt verk fyrir Saudi- Araba að greiða að öllu leyti hernaðaraðgerðir Banda- ríkjamanna, sem þjást af rík- issjóðshalla. Sumir banka- menn við Wall Street halda því fram að kapitalið fljóti í þá áttina og hafi gert frá því kreppan hófst. Hins vegar leggi báðir aðilar ríka áherslu á að halda slíkum greiðslum leyndum; Saudi Arabar vilji fyrir engan mun liggja undir því orði að kaupa vestrænan her til að berja á arabískum bræðrum sínum; Bandaríkja- menn vilji fyrir engan mun liggja undir þeim grun að út- vega hernaðaraðgerðir gegn greiðslu í dollurum. Þetta eru því með öllu óstaðfestar fregnir... (Spiegel/óg) Ikea húsgögn frá Rússíá Sænska húsgagnafyrir- tækið Ikea hefur hafið undirbúning fyrir markað á framleiðslu sinni í Sovét- ríkjunum. Ikea er að vél- væða ríkisrekið hús- gagnafyrirtæki í námunda við Leníngrad. Rússarnir eiga að borga kostnaðinn með tilbúnum húsgögn- um. Sovétríkin eru búin ýmsum kostum fyrir fram- leiðslu Ikea, —þar eru miklir skógar fyrir trjáið- nað og Sovétríkin eru lá- glaunasvæði. Auk þess vantaði framleiðslu í stað þeirrar í fyrrverandi Aust- ur-Þýskalandi, sem fram- leiddi á mjög niðursettu verði. Svíarnir, sem hafa þann hátt á að selja öðrum framleiðslufyrirtækjum rétt til að framleiða vör- una, ætla líka að standa fyrir sölu í Sovétríkjunum. Þeir hafa þegar samið við tvær verslanakeðjur í Moskvu og Leníngrad um sölu á húsgögnum... (Spiegel/óg)

x

Þjóðlíf

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.