Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.2013, Side 76

Frjáls verslun - 01.01.2013, Side 76
76 FRJÁLS VERSLUN 1. 2013 Margir kannast við sölu­ráðana fjóra, eða „P­in fjögur“. Þeir voru settir fram árið 1960 af Jerome McCarthy. Það er þó tvímælalaust Philip Kotler sem hefur gert „P­in fjögur“ ódauðleg en þau birtust í einni af bókum hans árið 1967 eða fyrir rúmum 45 árum. Bók Kotlers, Marketing Management, er ein klassískasta kennslubók allra tíma í mark aðsfræðum. Bókin er nú fáanleg í 14. útgáfu og hefur haldið sér vel, enda verið aukin og endurbætt reglulega af höfundi í takt við tíðarandann. Í inngangi að nýjustu útgáfu bókarinnar ræðir Kotler um þær breytingar sem orðið hafa á mark­ aðsumhverfinu undanfarin ár. Hinn 24. apríl næstkomandi gefst okkur Íslendingum einstakt tækifæri til að hlýða á Kotler, í eigin persónu, og það nýjasta sem hann hefur fram að færa í markaðsmálum. Fyrirlesturinn nefnist Marketing 3.0 – Values Driven Marketing og í auglýsingu segir að hann fjalli um það hvernig markaðsfræðin tekst á við þær miklu breytingar sem orðið hafa og eru að verða á umhverfi neyt enda. Þar segir að viðskiptavinir séu orðnir svo miklu meira en neytendur, þeir séu flóknar og margvíðar manneskjur og markaðsfræðin þurfi að svala þörf þeirra fyrir þátttöku, sköpunargáfu og hug myndafræði. Fyrirtæki þurfi í dag að sýna fram á mikilvægi sitt í tengslum við grunngildi þessara sömu viðskiptavina, segir ennfremur í auglýsingu. Þeir sem fá tækifæri til að hlýða á Kotler verða eflaust ekki fyrir vonbrigðum með hvað hann hefur fram að færa nú, frekar en endranær. eru P-in fjögur ódauðleg? En eru P­in fjögur ódauðleg? Þótt þau hafi lengið lifað góðu lífi hafa þau ef til vill runnið sitt skeið. Margir vilja meina að svo sé og í dag heyri þau fortíðinni til. P­in fjögur, sem á Íslandi hafa stundum verið túlkuð sem V­in fjögur: Vara (e. Product), Verð (e. Price), Vitund (e. Promotion) og Vettvangur (e. Place). Í staðinn fyrir P­in fjögur hafi komið E­in fjögur sem hafa skírskotun í það sem hefur verið kallað The Experience Economy eða Upplifunarhagkerfið. Árið 1998 kynntu þeir Joseph Pine og James Gilmore hugtakið um upplifunar­ hagkerfið í þeim tilgangi að útskýra nýja hugsun í því hvernig fyrirtæki mynda tengsl við viðskiptavini og auka tryggð þeirra. Hugmyndir þeirra útskýra að það eru ekki lengur einungis varan sjálf og þjónustan sem skipta máli þegar viðskiptavinur tekur ákvörðun um kaup, heldur upplifunin og heildarumgjörðin. e-in fjögur Pine og Gilmore skilgreindu fjórar aðgrein­ andi tegundir upplifunar í gegnum sín fjögur E; Educational (fræðandi), Esthetic (fagurfræðilegar), Entertainment (fjör eða fögnuður)og Escapist (flótti – frá veruleikanum). Þannig að á íslensku gæti þetta útlagst sem fjögur F. Viðskiptavinir geta auk þess upplifað þessa fjóra þætti á ólíkan máta eftir því hvort þeir eru virkir eða óvirkir þátttakendur (e. active eða passive) eða hvort um er að ræða mötun eða raunveruleg hughrif þar sem viðskiptavinurinn er sjálfur hluti af upp ­ lifuninni (e. absorbtion eða imm ers ion). Ogilvy & Mather, eitt af tíu stæstu mark­ aðsfyrirtækjum í heimi, hefur sett fram aðra útfærslu á E­unum fjórum og útskýrt hvernig þau koma í stað P­anna fjögurra. Þeirra skilgreining er eftirfarandi: • Í stað vörunnar (product) kemur upplifun (experience) • – Ekki lengur bara vara eða þjónusta, heldur einnig upplifun. • Í stað eins staðar (place) kemur alls staðar (everyplace). • – Ekki bara í búðum, sjónvarpi, útvarpi og blöðum, heldur í öllum miðlum og alls staðar. • Í stað verðs (price) kemur virðið (exchange). • – Ekki bara verðið heldur líka virðið. • Í stað hvatningar (promotion) kemur ástríða og skuldbinding (evangelism). • – Ekki bara framsetning, heldur líka ástríða, tilgangur og skuldbinding (ekki ólíkt trúarbrögðum). Sigrún Þorleifsdóttir stjórnunarráðgjafi hjá attentus – mannauði og ráðgjöf ehf. Hvað selur? stjórnun Að selja meira eða fyrir meira. Það er markmið sem líklega flest ef ekki öll fyrirtæki, sem á annað borð selja vöru eða þjónustu, hafa sett sér í upphafi árs. En hvað þarf til að þetta náist og ávinningurinn skili sér í auknum hagnaði?
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.