Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.2013, Page 84

Frjáls verslun - 01.01.2013, Page 84
84 FRJÁLS VERSLUN 1. 2013 stuttur ferðamannatími vandamál „Vandinn við íslenska ferðaþjónustu er of stuttur háannatími – rétt um átta vikur – og of fáir staðir. Langflestir ferðast um Suðurland og suðvesturhornið. Því hefur komið upp sú hugmynd hvort ekki sé rétt að rukka til þess að hægt sé að byggja upp viðkomandi svæði. Við höfum verið fylgjandi því að þeir borgi sem njóti. Þetta er ekki spurning um greiðslu inn á hvern einasta stað eða opið svæði hér á landi. Þetta snýst fremur um að innheimta þar sem nú er átroðningur og brýnt að hafa meiri stjórn á fjöldanum.“ Birkir nefnir þar vinsæla staði eins og Gullfoss, Geysi og Þingvelli. Með gjald töku megi hafa meiri stjórn á umferð um við­ kom andi svæði og vernda þau og varðveita betur. Önnur lönd hafa glímt við svipuð vandamál og brugðist við með gjaldtöku – bæði til að vernda og byggja upp. „Framtíð íslenskrar ferðaþjónustu veltur á því að fá fleiri ferðamenn á tímabilinu frá september til maí og Ice land air vinnur markvisst að því.“ En er líklegt að þetta markmið um ferða­ menn utan sumartímans náist? Það hefur verið á oddinum í mörg ár. Birkir telur svo vera: „Við höfum allt til þess að ná þessu. Ef við horfum t.d. á finnska módelið sjáum við að það koma fleiri erlendir ferðamenn til Finnlands á veturna en sumrin. Uppi í Lapplandi, nánar tiltekið Rovaniemi, er mikil vetrarferðamennska. Allt sem þar er höfum við hér á Íslandi. Nefni ég þar sérstaklega Akureyri þar sem við höfum aðstöðu til að vera á skíðum og njóta náttúrunnar. Þar eru mikil tækifæri. Þetta snýst bara um að standa skynsamlega að málum og framkvæma hlutina rétt – rétt markaðssetning er lykillinn að árangri.“ vantar stefnumótun í atvinnugreinina Birkir segir að íslenska ferðaþjónustu hafi lengi vantað stefnumótun og aðgerðar áætl­ un. Mikilvægt sé að vinna samkvæmt að minnsta kosti tíu ára stefnumótun hverju sinni en eins og staðan er núna sé hún ekki nógu skýr, sérstaklega þegar horft er til ört vaxtandi fjölda ferðamanna. „Við erum þó á réttri leið enda ríkir mikil samstaða um það að auka ferðamannastraum yfir veturinn.“ Á síðasta ári fjölgaði ferðamönnum um 19,6% og 18,0% árið á undan. Það megi meðal annars þakka auknu framboði á ferðum til landsins en ný flugfélög eru byrjuð að fljúga hingað. Birkir segist ekki sjá þessa auknu samkeppni sem vandamál fyrir Icelandair; félaginu hafi gengið vel að auka eigið framboð og sölu. „Farþegar koma hins vegar ekki af sjálfu sér heldur þarf markaðsstarfið að vera stöðugt og öflugt. Átakið Inspired by Iceland gafst sérstaklega vel. En ferðaþjónustan þarf stöðugt að hamra járnið og kynna Ísland og sérstöðu þess. Það er ekki sjálfgefið að fólk stökkvi til Íslands þótt ferð sé í boði.“ Og vissulega eru ferðir í boði. Icelandair hefur stöðugt aukið ferðir til og frá Íslandi, jafnframt því sem nýir áfangastaðir hafa komið inn í leiðarkerfi félagsins. Icelandair hefur fjölgað áfangastöðum sínum í Norð ur­Ameríku um helming síðan 2008, nokkuð sem ekki er víst að allir átti sig á. „Okkar áhersla hefur verið á að auka tíðni yfir vetrartímann og bæta við fleiri heilsársáfangastöðum. Þegar við hefjum flug inn á staði eins og Denver, en þangað byrjuðum við að fljúga síðasta vor, sækjum við inn á fjölmenn svæði sem leggja grunninn að auknu flæði farþega yfir hafið. Þannig er hægt að byggja upp aukna tíðni til landa eins og Frakklands. Með aukinni tíðni inn á París fást t.d. fleiri franskir ferðamenn hingað til lands, ekki síst yfir vetrarmánuðina. Þetta er módelið okkar – að leita að jaðarmörkuðum ytra til að geta aukið tíðnina til Íslands og frá. Með tíðari ferðum til Denver fjölgum við ferðum inn á meginland Evrópu yfir veturinn. Vetrarflug til München er líka hluti af þessari uppbyggingu og það sama á við um eldri áfangastaði eins og Amsterdam og Frankfurt. Aukin tíðni til stórborga vestra tryggir fleiri ferðamenn til Evrópu. Ef frönskum ferðamönnum býðst að koma fjóra daga í viku í stað eins þá koma fleiri, aukin tíðni stækkar kaupendahópinn.“ tveir milljarðar í markaðsstarf Icelandair eyðir um tveimur milljörðum króna á ári í auglýsingakostnað erlendis. „Markaðssetningin er lykillinn að vexti okkar. Framboðið selur sig ekki sjálft þó að sá misskilningur sé útbreiddur. Margir virðast halda að Ísland sé svo vinsælt að það bíði fólk í röðum úti á flugvelli eftir því að komast hingað! Það er ekki svo einfalt og við finnum strax fyrir því ef við drögum úr markaðssetningu á tilteknum stöðum, þá dregur strax úr bókunum. Okkur finnst að markaðsherferðin „Ísland allt árið“ hafi tekist mjög vel, meðal annars vegna umtals meðal fólks. Þar hafa samfélagsmiðlarnir dugað vel til að dreifa ferðasögum. Herferðir sem ganga út á þetta geta verið mjög hagkvæmar.“ Birkir tekur sem dæmi um árangursríka markaðsherferð þegar ákveðið var að bregða á leik og fá fólk til að velja nýtt nafn á Ísland og um leið dreifa sögum af reynslu sinni af „vörumerkinu“ Íslandi. Þar hafi lítill leikur fengið mikla athygli og hjálpað „Bæði þessi verkefni hafa tekist vel en þau sýna líka að það þarf þolinmæði til að byggja upp. Til að auka ferðamennsku á veturna þarf að skipuleggja viðburði um leið og annað sem einkennir landið er kynnt; svo sem hreina loftið, veturinn, norður ljósin, fiskurinn og vatnið.“ „Margir halda að Ísland sé svo vinsælt að það bíði fólk í röðum úti á flugvelli eftir því að komast hingað! Það er ekki svo einfalt og við finnum strax fyrir því ef við drögum úr markaðssetningu á tilteknum stöðum.“ sjóðHeitt ÍsLand
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.