Listin að lifa - 01.03.2004, Síða 43

Listin að lifa - 01.03.2004, Síða 43
Magnús með Gullastokkinn. endaði, svo að eitthvað sé nefnt. Hugmyndin er að lesa Gulla- stokkinn á fundum og afhenda síðar meir í vörslu héraðs- skjalasafnsins. Þetta er haldgóður fróðleikur um fyrri aldar- hátt. Fólk hefur vonandi gaman af að lesa þetta í framtíðinni.“ Að fara í skóg heitir grein Magnúsar í Gullastokkn- um. Grípum brot úr henni: “Ég er alinn upp á skógar- jörð, þar sem um aldir var „farið ískóg."... reyndarfram á mín Jullorðinsár var ríkurþáttur í önn dagsins að draga að hrís í eldinn. I æsku minni á Gilsbakka var venja að taka upp og reiða heim á haustin 100-110 hestburði af eldivið- arhrísi til vetrarins. Alltaf var tekið það hrís, þœr hríslur, sem sýndu merki umfúa. Aldrei var rjóðurhöggvið, heldur grísjað úr. Þetta verklag jók auðvitað fyrirhöfn þess sem dró hrísið saman. Kolagerðin, líklega þyngst álag á skóga landsins, var hins vegar úr sögunni þegar ég man eftir... I endurminning- unni er faðir minn oft með birkibút á milli handanna á kvöldvökum vetrarins, að hola klumbu í grautarausu með bjúghnífnum eða tálga högld. Stundum að búa til spýtufólk eða húsdýr úr birki handa okkur krökkunum. Þessar nytjar hafa án efa stundum verið rányrkja á gróðurlendinu, sem víða þoldi illa að missa birkiskóginn, vörn sína. Líklegt er þó að fyrsta áhlaup skógeyðingar hafi ekki verið til að nytja skóginn til húsagerðar, eldiviðar og kola, heldur til að losna við hann. Auðvelt er að gera sér í hugarlund, hvernig var að hemja búsmala í kjarrivöxnu landi, auk þess sem skógbotninn er lélegt beitiland. Landnámin hér um slóðir sýna að menn hafa í fyrstu einkum sest að við sjóinn, síðan meðfram ánum, loks upp við fjöllin, ofan við skógarþvœluna. Landnámsmenn framsveitanna, Hálsasveitar og Hvítársíðu, virðast að sögn Landnámu hafa komið seint hingað frameftir. Og hvar setj- ast þeir að? I Geitlandi, Kalmanstungu og á Hallkelsstöð- um; fara uppfyrir skógarmörkin. Hafa að líkindum litið á skóginn sem böl, fremur en landkost, og ekki sparað hann til langelda sinna. Það hefur svo breyst þegar þeir voru búnir að brenna í hann rjóður og gera umfœrilegan. Auðvelt er að skilja aðkomu að óhöggnum og óbitnum kjarrbreiðum, þegar maður sér hvernig skóglendið breytist nú, þegar hœtt er að höggva það og beita. Það batnar í raun ekki, en verður að lágakjarrþvælu sem varla er fœr gangandi manni, hvað þá ríðandi. Margt má á milli vera.... Ellin beinir sjónum okkar flestra til baka, til þess sem áður var. Þeir fækkar nú óðum sem eiga minningar um skógarnytjar með mér. Þeim sem enn finna í nösum ilm skógbotnsins á löngu liðnu hausti og angan úr nýhöggnum stofni; eða af limi sem brennur með snarkandi loga undir katli eða potti. Heyra úr fjarlœgð tímans marr í sila og klakk og skrjáf í klyfjum sem við höfðum hitann úr um langa vetur; fiatjárnin á hestum í hrísklyfjalest glamra við hörzlið í götu á haustmorgni; axarhljóð í skógarhlíð eða frá viðhögginu að bæjarbaki.... Þó ekki sé nema rúm hálföld síðan þessi vinnubrögð og mörg önnur urðu úrelt, skynjum við ósjálfrátt, að við erum sú kynslóð sem brúar bilið á milli tveggja gerólíkra heima, sú eina sem nú þekkir af eigin reynslu líf þjóðarinnar eins og því var lifað með landinu í þúsund ár. “ Magnús reifar þarna vel viðhorf félaga sinna sem skrifa í Gullastokkinn, bendir réttilega á að þau eru kynslóðin sem brúar bilið... Magnús var í forystusveit bænda á sínum tíma. Hann Ragnheiði þykir gaman að ferðast, akandi og gangandi, og tekur mikið af myndum. Hér sitja þeir nafnar á Gilsbakka og í Stóraási uppi á Oki, með útsýni yfir til Strúts og Eiríksjökuls. „Til að ganga upp á Ok er best að keyra Kaldadalsveg upp á Langahrygg. Þaðan er 1-2 tíma hæg ganga upp á Ok, hvergi bratt. Jökulhetta er norðan í Okinu, en snjór ofan í gígnum sunnan við há-Okið. Okið er I 100-1200 metrar. Á sólbjört- um dögum er geysifallegt útsýni þaðan,” segir Ragnheiður. 43

x

Listin að lifa

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Listin að lifa
https://timarit.is/publication/1106

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.