Listin að lifa - 01.03.2004, Page 70

Listin að lifa - 01.03.2004, Page 70
Hellismannasaga Ein þekktasta þjóðsagan í Borgarfirbi greinir frá 18 skólapiltum frá Hólum sem tóku sér bólfestu í Surtshelli og höfbu meb sér 2 stúlkur frá Kalmanstungu. Hellismenn rændu saubfé af heibum, svo ab slæmar heimtur urbu hjá bændum, en enginn þorbi ab hætta sér í hendur Hellismanna. Bóndasonurinn í Kalmanstungu gekkst þá undir að svíkja Hellismenn. Honum tókst að safna saman vopn- færum mönnum í sveitinni og koma að Hellismönnum sofandi í Vopnalág. Hellismenn náðu ekki að grípa til vopna og gátu ekki staðist fjöldann, en margir náðu að flýja upp úr lág- inni. Eiríkur, sem Eirrksjökull er kenndur við, fór á handahlaupum upp undir jökul. Svo nærri voru bændur, að einn náði að höggva af honum fót- inn í öklastað. Einkur komst upp á Eiríksgnípu og kvað: Hjartað mitt er hlaðið kurt; hvergi náir skeika, með fótinn annan fór ég á burt; fár mun eftir leika. Mörg örnefni í Borgarfirði bera nöfn Hellismanna eftir því hvar þeir voru felldir, eins og: Þorvaldsháls, Geir- aldsgnípa, Atlalækur, Asgeirs- brunnur, Þiðrikstjörn, Þórishóll, Vilmundarsteinn, Sveinsstígur, Þor- móðslækur, Krákslág, Gíslabrekka, Gunnlaugshöfði og Mundaflöt. Teiknarinn okkai; Ragnar Lái; gefur okkur innsýn í bardagann í Vopnalág - og inn í Surtshellinn þegar bónda- sonurinn í Kalmanstungu þykist vilja ganga í félag með hellismönnum. Nýlegar rannsóknir á hraunlögum í Borgarfirði sýna að hraunið hefur lík- lega runnið á landnámsöld. Tilgátur eru því uppi um að hitinn í hrauninu gæti hafa reynst hitaveita fyrir Hellis- búa í Surtshelli.

x

Listin að lifa

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Listin að lifa
https://timarit.is/publication/1106

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.