Fréttatíminn


Fréttatíminn - 09.01.2015, Side 60

Fréttatíminn - 09.01.2015, Side 60
HELGARBLAÐ Sætúni 8, 105 Reykjavík. Sími: 531 3300 ritstjorn@frettatiminn.is www.frettatiminn.is  Bakhliðin Góður veiði- maður og viskubrunnur Nafn: Ásta Þórarinsdóttir Aldur: 44 ára. Maki: Gunnar Viðar lögfræðingur. Börn: Kristín 16 ára og Dagur Ingi 10 ára. Menntun: BS í hagfræði og MS í eignastýringu. Starf: Framkvæmdastjóri Evu ehf. sem er þróunarfélag á velferðarsviði og móðurfélag Sinnum heimaþjónustu. Fyrri störf: Var framkvæmdastjóri Sinnum þar til haustið 2014. Starfaði í ellefu ár hjá bankaeftirliti Seðlabanka Íslands og síðar Fjármálaeftirlitinu (1994-2005). Í styttri tíma hjá Thule investments, Kópavogsbæ og Lánasjóði íslenskra námsmanna. Áhugamál: Heilsa og hreysti, golf, kór- söngur, fjallgöngur og skemmtilegt fólk. Stjörnumerki: Vatnsberi. Stjörnuspá: Þú átt stóra prófraun fram undan og þarft á öllu þínu að halda til þess að leysa hana. Ekkert er of mikil fyrirhöfn. Á sta er einstaklega dásamleg manneskja að öllu leyti,“ segir Gunnar Viðar, eiginmaður Ástu. „Hún skilar alltaf góðu verki í öllu sem hún tekur sér fyrir hendur og hefur einstakar gáfur á mörgum sviðum. Hún er góður veiðimaður og hefur náð góðum árangri í golfi þrátt fyrir að byrja seint,“ segir Gunnar. „Hún er með blítt og gott lundarfar og hefur áhuga á öllu. Maður kemur aldrei að tómum kofanum hjá Ástu,“ segir Gunnar Viðar. Fjármála- og efnahagsráðherra skipaði nýja stjórn Fjármálaeftirlitsins (FME) í vikunni, en skipunartími fyrri stjórnar rann út um áramót. Ásta Þórarinsdóttir var skipuð formaður stjórnar FME. Ásta hefur setið í mörgum stjórnum og nefnd- um bæði á einkamarkaði og hjá hinu opinbera, s.s. hjá Jöklum – verðbréfum, Nýsköpunarsjóði atvinnulífsins, ISB Hold- ing, LÍN og Yfirfasteignamatsnefnd. Hrósið ... ... fá tónlistarmennirnir Ólafur Arnalds og Arnór Dan Arnarson sem eiga lag í hasarmyndinni Taken 3 sem frumsýnd er um helgina. Ásta Þórarinsdóttir MARSHALL HÁTALARI Laugavegur 45 Sími: 519 66 99 Vefverslun: www.myconceptstore.is Frábær hljómgæði Verð frá 69.900,-

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.