Fréttatíminn


Fréttatíminn - 23.01.2015, Qupperneq 21

Fréttatíminn - 23.01.2015, Qupperneq 21
ég vissi af var ég farin að kenna jóga. Í kjölfarið var ég beðin að skipuleggja ferð til Íslands í gönguferðir um Ísland. Það er mjög gott fyrir sönginn að hlaða batteríin með jóga og ganga í íslenskri náttúru. Ég ákvað að gleyma því sem læknirinn sagði um sjúkdóminn og nota jóga sem heilunarleið. Ég missti heyrn en ákvað að láta það ekki hafa áhrif á mig. Það er að verða algengt að heyrnin skerðist hjá tónlistar- mönnum, sérstaklega hljóðfæra- leikurum, þar sem hávaðinn er alltaf að verða meiri og eyrun eru mjög viðkvæmt líffæri. Það er bara spurning hvaða lífs- viðhorf maður hefur, ég náði jafnvægi og hef lært að lifa með þessu,“ segir Guðrún og brosir. „Þetta er ekki ósvipað og að stunda afreksíþróttir. Glansmó- mentið er stutt svo er hitt bara vinna. Söngvari þarf að hugsa vel um heilsuna, við eigum þetta viðkvæma hljóðfæri sem við þurfum stöðugt að passa. Sam- keppnin í Evrópu er hörð og stundum einmanalegt. Ég hef alltaf trúað því að réttu verkefnin komi til mín og er mjög þakklát fyrir allt sem ég hef fengið að gera. Ég hef ferðast út um allt og kynnst frábæru fólki,“ segir Guðrún. Eva Magnúsdóttir ritstjorn@frettatiminn.is Guðrún hefur komið fram á fjölda tónleikum víða um Evrópu, Bandaríkin og Kanada og komið fram í útvarpi og sjónvarpi. Ber þar að nefna uppfærslur á Carmina Burana í útvarpssal útvarpsins í Frankfurt og í Istanbúl, í beinni útsendingu hjá Hessischer Rundfunk, tónleikaferð um Ítalíu med Exultate Jubilate eftir Mozart og tónleika í Bayerische Staatsoper, óperunni í Stuttgart og Bayereuth, svo nokkur dæmi séu nefnd. Frá því Guðrún lauk námi hefur hún starfað sem söngkona og tekið þátt í fjölmörgum óperuupp- færslum í Þýskalandi, Sviss, Englandi og Íslandi. Meðal hlutverka:  Despina í Cosi fan tutte.  Blondchen úr Brott- náminu úr kvenna- búrinu.  Næturdrottningin í Töfraflautunni.  Gréta í Hans og Grétu.  Titania í Álfadrottn- ingu Purcells.  Kurfürstin í Fugla- fangara Zellers.  Adele í Leðurblökunni. Samkeppnin í söngheim- inum á milli söngkvenna er mjög hörð þar sem það eru alltaf miklu færri kvenhlutverk. Ljósmynd úr einkasafni Tapaði heyrn og notar jóga sem heilun Guðrún fékk atvinnusjúkdóm tónlistarfólks, tinnitus, sem felur í sér heyrnartap og suð í eyrum. Læknirinn minn sagði mér að ég myndi missa heyrn á öðru eyra og sennilega hinu líka og þyrfti trúlega að hætta að syngja. Það var hrikalegt áfall að fá þennan dóm en ég ákvað að láta það ekki stjórna mér. Ég lokaði mig af í nokkrar vikur lengst inni í skógi á jógasetri og ákvað að taka jógakennaranám. Áður en viðtal 21 Helgin 23.-25. janúar 2015
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.