Fréttatíminn


Fréttatíminn - 23.01.2015, Side 42

Fréttatíminn - 23.01.2015, Side 42
42 fjölskyldan Helgin 23.-25. janúar 2015 Foreldrahlutverkið mikilvæga S íðustu daga hef ég nánast verið óvinnufær af tómri hamingju. Ábyrgðin hvílir á agnarsmáum drengstaula sem skaust í heiminn fyrir fáeinum dögum. Ég er sem sagt amman hans og þótt að einkadóttir mín hafi þar með eignast sitt fimmta barn, minnkar sturlun hamingjunnar ekki hætis hót. Þvert á móti. Í tilefni af barnaauðlegð fjölskyldunnar lagði ég eyrun sérstaklega við tíðindum af fæð- ingarorlofssjóði um að íslenskir feður nýti rétt sinn í æ minni mæli, síður en áður til sam- veru við nýjan fjölskylduþegn. Ástæðan er auðvitað hin lágu laun frá sjóðnum sem konur eru fremur vanar en karlar sem telja sig ekki hafa efni á að hrynja í launum í þrjá mánuði. Þar af leiðandi taka konurnar hálft ár, lengja það gjarnan með að skipta heildartekjunum á 9 eða 12 mánuði og bæta svo sumarleyfinu sínu við til að ná sem lengstum tíma heima áður en litla fjölskylduhamingjan þarf að fara í „pössun“ sem er bæði vandfundin og valkostir fáir. Svona er nú Ísland í dag. Svo eru fjölskyldurnar þar sem er aðeins eitt foreldri og þá er ekkert í boði nema að axla framfærsluskylduna umfram hálfa árið. Það er nefnilega „hitt“ foreldrið sem á þrjá mánuði til að ná upp í fullt fæðingarorlof – réttur barnsins er ekki skilgreindur. En ætlan mín var svosem ekki að útskýra fæðingarorlofið heldur að velta vöngum yfir mikilvægi þess að þeir fullorðnu á heimilinu sem taka foreldrahlutverk að sér, fái og geti sinnt því hlutverki. Það snýst ekki bara um mömmu og pabba eða einstætt foreldri, heldur líka tvær mömmur, einstæðan pabba með hálfuppkomin ungmenni eða unglingssnót heima hjá foreldri eða foreldrum sínum með nýburann sinn. Með eða án fæðingarorlofs skiptir öllu að fólkið í foreldrahlutverkunum sé starfhæft og gefi barninu athygli og örvun, nægan tíma til tengslamyndunar, þjónustu á hinum ýmsu sviðum eftir þörfum og kröfum smámennisins og svo fyrst og síðast óendan- lega ást. Allt sem hér er að framan sagt dugir þó ekki til. Hamingjan á heimilinu skiptir sköpum fyrir farsæld litla krílisins og hún skapast af þeim fullorðnu, í langflestum tilvikum af parinu sem stendur að barninu. Ef foreldrarnir eru hamingjusamir og ánægðir í parsambandinu, þ.e. ánægðir með makann og samhentir í þessu stóra verkefni sem nýtt barn er ávallt, mun barnið finna sig öruggt og þroski þess og vellíðan verður betri og meiri en hjá ungbarni sem býr hjá foreldrum sem eru neikvæðir og óánægðir í sambandinu. Börn eru eins og barómet; þau skynja líðan þeirra sem annast þau og mögulega vanlíðan hins fullorðna. Streita og kvíði á heimilinu eða spenna og sam- skiptaleysi, hvað þá átök foreldranna – allt hefur þetta bein og neikvæð áhrif á líðan og þar með framfarir barnsins. Hamingja ykkar, kæru foreldrar, er sem sagt lykilatriði fyrir farsæld barnsins ykkar. Það er hollt að muna þegar nýi einstaklingurinn er ekki lengur nýjabrum heldur kröfu- harður tímaþjófur og athyglisrukkari, þegar vinnuálagið eykst stöðugt í umönnun og verkefnum og þegar andvökunætur og eyrnabólgur skella á heimilinu. Langeinfaldasta leiðin til að styðja ungbarnið er hreinlega að verða betri maki í sambandinu og verða þar með betra foreldri fyrir mesta dýrmæti í heimi, lítið barn. Hamingja ykkar, kæru foreldrar, er sem sagt lykilatriði fyrir farsæld barnsins ykkar. Hamingja fjölskyldu – farsæld barns Margrét Pála Ólafsdóttir ritstjórn@ frettatiminn.is heimur barna Hamingjan á heimilinu skiptir sköpum fyrir far- sæld litla krílisins og hún skapast af þeim fullorðnu, í langflestum tilvikum af parinu sem stendur að barninu. Ferðafélag barnanna var stofnað árið 2009 á vegum Ferðafélags Ís- lands en aðalmarkmið þess er að hvetja börn og fullorðna til sam- veru úti í náttúrunni. Meðal þess sem er á döfinni hjá félaginu í vetur eru norðurljósagöngur, hellaskoð- un, snjóhúsagerð, blysganga og fuglaskoðun. Á heimasíðu félags- ins er að finna ýmis góð ráð fyrir foreldra þegar kemur að útivist um vetur.  FerðaFélag barnanna Hollráð til útivistar um vetur n Bakpokar eru ekki vatnsheldir svo það þarf að pakka öllu sem ekki má blotna í plastpoka ofan í pokann. n Alltaf ætti að bæta á sig fötum í stoppum. Líkaminn er fljótur að kólna niður þegar hann er ekki á hreyfingu. n Ullarfatnaður er að jafnaði besti ferðaklæðnaðurinn enda heldur ullin einangrunargildi sínu og er hlý þótt hún sé vot. n Gallabuxur eru aldrei leyfilegar á fjöllum enda beinlínis lífshættulegt að verða blautur í slíkri flík. n Í miklum kulda á veturna er nauð- synlegt að bera feitt krem, t.d. sérstakt kuldakrem, á kinnarnar. n Ef barnið á að bera bakpoka þá ætti hann að vera mjög léttur. Barn undir átta ára aldri ætti aldrei að bera meira en sem nemur 1/10 af þyngd sinni. n Ungum börnum finnst oft gaman að ganga með einhvers konar létt stafprik, t.d. úr bambus, trjágrein eða jafnvel bara flugeldaprik sem þau geta notað til að pota í það sem á vegi verður. n Passið að börnin drekki vel á göngu. Jafnframt þarf að passa upp á að þau haldi ekki í sér pissi, því það getur leitt til þess að þeim verði kalt og fái verk í magann. Styrkir til verkefna í þágu barna árið 2015 Barnavinafélagið Sumargjöf auglýsir hér með til umsóknar styrki á sviði rannsókna, lista og þróunarverkefna í þágu barna. Vakin er athygli á að umsækjendum er gert að fylla út umsókn á sérstöku eyðublaði sem vistað er á vef félagsins og senda það síðan í viðhengi á tölvupóstfang Sumargjafar sumargjof@simnet.is að lokinni útfyllingu. Nánari upplýsingar er að nna á vef félagsins sumargjof.is. Stjórn Sumargjafar áskilur sér rétt til að óska eftir nánari upplýsingum um verkefnin og leita umsagnar fagaðila. Umsóknarfrestur er til og með 22. febrúar 2015. Reykjavík, 22. janúar 2015 Barnavinafélagið Sumargjöf www.fi.is Mörkinni 6 | 108 Reykjavík | S: 568 2533 | www.fi.is FERÐAFÉLAG ÍSLANDS Skyndihjálp og óhöpp í óbyg gðum Skyndihjálp og óhöpp í óbyggðum Námskeið 3., 5. og 10. febrúar, kl. 18-22 í risi FÍ, Mörkinni 6. Verklegt námskeið fyrir göngufólk í skyndihjálp og viðbrögðum við óhöppum í óbyggðum. Eftir stutta upprifjun á grunnatriðum skyndihjálpar er lögð aðaláhersla á raunhæf verkefni, fræðslu og frásagnir af slysum á Íslandi og þannig reynt að æfa viðbrögð við óhöppum. Námskeiðið endar á verklegri útiæfingu þar sem þátttakendur þurfa að fást við slasaða ferðamenn. Leiðbeinendur: Ævar og Örvar Aðalsteinssynir. Sjá nánar á www.fi.is Nánari upplýsingar og skráning er í síma 568 2533 eða í netpóst fi@fi.is NÁMSKEIÐ Skráðu þig in n – drífðu þig út Laugavegi 53 Sími 552 3737 opið mán.-fös. 10-18, lau. 10-17 Iana Reykjavík Haust/Vetur 2014 ÚTSALA Enn Meiri Afsláttur 50% afsláttur af öllum útsölu vörum

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.