Fréttatíminn


Fréttatíminn - 23.01.2015, Side 44

Fréttatíminn - 23.01.2015, Side 44
44 matur & vín Helgin 23.-25. janúar 2015 Austurstræti 16 Sími 551 0011 apotekrestaurant.is GERÐU VEL VIÐ BÓNDANN 3JA RÉTTA BÓNDADAGSSEÐILL Fordrykkur Forréttur NAUTARIF 24ra tíma hægelduð nautarif, reyktur Ísbúi, gulrætur, karsi Aðalréttur 280 DAGA KORNFÓÐRAÐ RIB EYE Beinmergur og sveppir, laukseyði Eftirréttur APRÍKÓSU MASCARPONE Apríkósuhlaup, karamellukrem, pralín, mascarponemousse, Sacherbotn 6.990 kr. Þorrablót í nútímalegum búningi B jarni Geir Alfreðsson, matreiðslu-meistari á Kaffistofu Samhjálpar, betur þekktur sem Bjarni „snæð- ingur“ hefur verið viðriðinn veitinga- rekstur um langt skeið. Hann er þó líklega þekktastur fyrir veitingastörf sín á BSÍ þar sem Íslendingar hafa sporðrennt „kjamma og kók“ um árabil. Gamli og nýi tíminn mætast Aðspurður segir Bjarni að hann snæði mik- ið af þorramat og taki þátt í fjölda þorra- blóta, ýmist sem matráður eða gestur. Í ár mun Bjarni blóta þorra í Viðey að mestu leyti. „Ég mun, ásamt feðgunum á Gall- ery Restaurant á Hótel Holti, sjá um þorra- blót í Viðeyjarstofu þar sem boðið verður upp á þorramat í nýjum útfærslum.“ Allur súrsaður matur verður tekinn út og þann- Bóndadag ber upp á fyrsta dag þorra. Talið er að fyrst hafi verið minnst á bóndadag í þjóðsögum Jóns Árnasonar um miðbik 19. ald- ar. Í þeim er sagt að bóndinn eigi að fagna þorranum með því að hoppa á öðrum fæti hring í kringum bæ sinn, en aðeins klæddur í skyrtu og aðra buxna- skálmina. Óljóst er þó hversu almennur sá siður var og hver uppruni hans er. Fróðir menn telja að ein- hver gamansamur ná- ungi hafi fært Jóni Árnasyni þennan spuna og hann hafi látið plata sig í að prenta söguna eins og f leira skoplegt. Vitað er þó að gott er að hefja daginn á hreyfingu og þá er hægt að gera margt vitlausara en að hoppa öðrum fæti hringinn í kringum hús- ið sitt. Eða hvað? Þorrablót með þeim brag sem við þekkjum í dag urðu til á fyrri hluta síðustu aldar þegar svokölluð átthagafélög hófu að halda miðsvetrarmót þar sem þorramatur af ýmsu tagi var á boðstólum. En hvaða áhrif hefur þorrinn á veitingahúsageirann í dag? Fréttatím- inn hafði samband við tvo matreiðslumeistara og fékk að forvitnast hvernig þorrinn og þorra- blótin hafa áhrif á þau og þeirra starfsemi. Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumeistari tekur þátt í fjölda þorrablóta, ýmist sem matráður eða gestur. Hvernig á að halda upp á bóndadaginn? Vetrarör 30. janúar í Fréttatímanum Í blaðinu verður allað um vetrarsport á Íslandi, skíði, vélsleða, skauta og sport. Hafðu samband við Gígju Þórðardóttur í síma 531 3312 eða með tölvupósti á gigja@frettatiminn.is og fáðu nánari upplýsingar.

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.